Fara í efni

Sérverkefni Ferðamálaseturs Íslands

logoferdamalaseturs
logoferdamalaseturs

Ferðamálasetur Íslands hefur verið ráðið til tveggja verkefna gegnum verkfræðistofuna VGK Hönnun. Bæði snúa verkefnin að mati á áhrifum tiltekina framkvæmda á ferðaþjónustu og útivist á því svæði sem um ræðir.

Í fyrra tilfellinu er skýrsla í vinnslu fyrir Landsvirkjun, Landsnet og Þeistareyki ehf. Hún fjallar um mat á áhrifum á ferðaþjónustu og útivist af fyrirhugaðri virkjun á Þeistareykjum og háspennulína frá Kröflu að fyrirhugaðri álverslóð að Bakka við Húsavík. Forstöðumaður FMSÍ Edward H. Huijbens vinnur að þeirri skýrslu sem byggir á viðtölum við hagsmunaaðila í ferðaþjónustu og útivist á svæðinu. Skýrslu verður skilað í janúar 2008. Hægt er að hafa samband við Edward gegnum: edward@unak.is

Í seinna tilfellinu er um að ræða mat á áhrifum uppbyggingar Hagavatnsvirkjunar sunnan Langjökuls á ferðaþjónustu á svæðinu. Þá skýrslu vinnur Kristín Rut Kristjánsdóttir, með aðstoð Rannveigar Ólafsdóttur, sérfræðings FMSÍ. Áætlað er að skýrsla komi út í desember 2007. Hægt er að hafa samband við Kristínu gegnum: krk1@hi.is