Fara í efni

Nýr sérfræðingur hjá Ferðamálasetri

logoferdamalaseturs
logoferdamalaseturs

Ferðamálasetur Íslands hefur í samvinnu við ferðamáladeild Háskólans að Hólum, ráðið til starfa dr. Martin Gren í stöðu dósents við Hólaskóla. Martin mun sinna kennslu við Hólaskóla en sinna rannsóknum í samvinnu við Ferðamálasetur.

Martin lauk skipulagsgráðu (B.Sc.) frá háskólanum í Gautaborg 1984 og vann í framhaldinu við skipulag heilsugæslu. Eftir að hafa lokið PhD ritgerð við háskólann í Gautaborg 1994 í mannvistarlandfræði fékk hann lektorsstöðu við land og ferðamálafræði deild háskólans í Karlstad. Þar hefur hann kennt félagsvísindi og menningarfræði en einnig kennslufræði og ferðamálafræði. 2004 fór hann frá Karlstad og aftur til Gautaborgar þar sem hann fékk stöðu við rannsóknir á menningarminjum, sögu og arfleið. Eftir að ljúka verkefnum þar haustið 2007 fékk hann stöðuna við Hólaskóla.

Hægt er að ná í Martin í síma: 455-6336 eða netfang: martin@holar.is