Fara í efni

Ferðaverðlaun BMI publications afhent

Uk verðlaun afhent 07
Uk verðlaun afhent 07

Á World Travel Market á dögunum fékk Ferðamálastofa afhent ferðaverðlaun BMI publications útgáfufyrirtækisins. Eins og fram hefur komið er það sölufólk á ferðaskrifstofum og sjálfstæðir söluaðilar sem sendir inn tilnefningarnar og var Ferðamálastofa valin best í flokknum “Tourist Office offering best assistance to agents for Scandinavia & and the Baltics 2007.”

Sigrún Hlín Sigurðardóttir, markaðsfulltrúi Ferðamálastofu fyrir Bretland, veitti verðlaununum viðtöku og á meðfylgjandi mynd er hún með verðlaunagripinn, ásamt Martin Steady framkvæmdastjóra BMI. Undir hatti BMI publications eru ýmsir miðlar tengdir ferðaþjónustu þar sem verðlaunin verða rækilega kynnt og er því auglýsingagildið umtalsvert. Jafnframt má Ferðamálastofa nota merki (logo) verðlaunanna. Vert er að minna á í þessu sambandi að í byrjun ársins fékk Ferðamálastofa Finnsku gæðaverðlaunin í ferðaþjónustu sem afhent voru á MATKA ferðakaupstefnunni í Helsinki.

Loks má benda á að myndir frá íslenska sýningarsvæðinu á World Travel Market eru nú komnar hér inn á vefinn.