Fara í efni

Japönsk útgáfa af Evrópuvefnum

Evrópuvefur japan
Evrópuvefur japan

Evrópuvefurinn visiteurope.com heldur áfram að sækja í sig veðrið. Vefurinn er eins og fram hefur komið einkum hugsaður fyrir fjærmarkaði og nýjasta viðbótin er japönsk útgáfa sem opnuð var nú í vikunni.

Vefurinn inniheldur annars vegar síður þar sem fjallað er um Evrópu almennt og hins vegar er um að ræða síður einstakra landa. Hvert og eitt land ber ábyrgð á að koma upplýsingum inn á sinn hluta vefsins og sér Ferðamálastofa um það sem að Íslandi snýr.

Umsjón og rekstri vefsins er á hendi Ferðamálaráðs Evrópu, ETC. Ísland hefur verið aðili að ETC í um 40 ár og ber ekki sérstakan kostnað af vefnum umfram það vinnuframlag sem flest í vinnslu og innsetningu efnis sem viðkemur Íslandi, auk þýðingavinnu. Við njótum hins vegar til jafns við aðra góðs af því markaðs- og kynningarstarfi sem Ferðamálaráð Evrópu sinnir vegna verkefnisins.

Í myndinni er japanska útgáfan af forsíðu Íslands á Evrópuvefnum.