Fara í efni

Vilja fresta flutningi málefna ferðamála til iðnaðarráðuneytis

tjaldsvaedi
tjaldsvaedi

Á aðalfundi Ferðamálasamtaka Íslands var samþykkt ályktun um að beina þeim tilmælum til Alþingis að fresta flutningi málefna ferðamála frá samgönguráðuneyti til iðnaðarráðuneytis.

?Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands haldin á Flúðum 15. nóvember 2007 vekur sérstaka athygli á fyrirætlunum Ríkisstjórnar Íslands um uppstokkun ráðuneyta og þá sérstaklega á flutningi málefna ferðamála frá samgönguráðuneyti til iðnaðarráðuneytis.

Undanfarna áratugi hafa átt sér stað stórstígar framfarir á öllum sviðum málefna ferðaþjónustu og treystir aðalfundurinn á að þau verðmæti, sú reynsla og þekking, sem orðið hafa til, fái að þróast áfram til eflingar ferðaþjónustunni.

Aðalfundurinn beinir þeim eindregnu tilmælum til Alþingis Íslendinga að fresta fyrirhuguðum breytingum t.d. um eins árs skeið og nýta þann tíma til þess að samræma og undirbúa nauðsynlega þætti þessa mikilvæga máls betur. Einnig er mikilvægt að trygga aukið fjármagn til framkvæmdarinnar og atvinnugreinarinnar," samkvæmt ályktun aðalfundar.