Fara í efni

BA hættir áætlunarflugi til Íslands

British Ariways
British Ariways

British Airways mun hætta áætlunarflugi sínu milli Keflavíkur og Lundúna 28. mars 2008 þegar vetraráætlun félagsins lýkur á flugleiðinni. Verða þá liðin tvö ár frá því að flug félagsins hófst á þessari leið. Í frétt mbl.is kemur fram að haft verði samband við viðskiptavini sem bókað hafa flug með British Airways til og frá Keflavík eftir 28. mars 2008. Verður þeim boðin breyting á bókun eða full endurgreiðsla farseðilsins.