Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgar áfram

Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgar áfram
Flugstöð

Í október síðastliðnum fóru rúmlega 184 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll, samkvæmt tölum frá flugvellinum, samanborið við rúmlega 170 þúsund í október í fyrra. Fjölgunin nemur 8,6%.

Fjölgunin í október er í takt við þróun farþegafjölda fyrir árið í heild en frá áramótum hefur farþegum fjölgað um 8,33%. Tölurnar eru greindar niður eftir því hvort farþegar eru á leið til landsins, frá landinu eða hvort um áfram- og skiptifarþega (transit) er að ræða. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.

 

  Okt.07. YTD Okt. 06. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting
Héðan: 81.043 820.764

71.740

760.166

12,97%

7,97%
Hingað: 81.267 829.496

72.202

758.104

12,56%

9,42%
Áfram: 3.309 36.125

2.900

19.106

14,10%

89,08%

Skipti. 19.038 231.698

23.181

233.157

-17,87%

-0,63%
  184.657 1.918.083 170.023 1.770.533

8,61%

8,33%


Athugasemdir