Fara í efni

Þrjú ný græn farfuglaheimili

Farfuglaheimili Hvoll
Farfuglaheimili Hvoll

Til að hvetja rekstraraðila farfuglaheimila á Íslandi til að vinna markvisst að umhverfismálum ákvað stjórn Farfugla árið 2003 að þau heimili sem uppfylla ákveðin viðmið á sviði umhverfismála fái heimild til að kalla sig Græn farfuglaheimili. Því til staðfestingar fá þau að nota umhverfismerki samtakanna.

Stefán Haraldsson, formaður Farfugla, afhendir
Guðnýju Óskarsdóttur og
Hannesi Jónssyni
frá Farfuglaheimilinu Hvoli viðurkenningarskjal sitt.

Þessi viðmið byggja á almennum gæðastöðlum sem öll farfuglaheimili þurfa að uppfylla. Til að fá heimild til að nota umhverfismerkið þurfa heimilin auk þess að uppfylla ýmis viðbótarskilyrði sem tengjast umhverfismálum.

Á Getgjafamóti Farfugla sem haldið var á Laugarvatni um síðustu helgi fengu 3 ný Farfuglaheimili heimild til að kalla sig Græn. Þetta eru farfuglaheimilin á Kópaskeri, Ósum á Vatnsnesi og að Hvoli í Skaftárhreppi. Nú eru grænu heimilin hér á landi samtals 10 því fyrir eru farfuglaheimilin í Reykjavík, Grundarfirði, Ytra Lóni, Húsey, Seyðisfirði, Berunesi og á Laugarvatni.

Við óskum nýju heimilunum innilega til hamingju með viðurkenninguna og vonumst til að hún verði öðrum heimilum hvatning til góðra verka í þessum mikilvæga málaflokki, segir í frétt frá Farfuglum.

Stefán Haraldsson, formaður Farfugla, afhendir
Benedikt Björgvinssyni frá Farfuglaheimilinu
Kópaskeri viðurkenningarskal sitt.
Stefán Haraldsson, formaður Farfugla, afhendir Knúti
Óskarssyni frá Farfuglaheimilinu Ósum
viðurkenningarskjal sitt.