Fara í efni

Iceland Express tilnefnt sem markaðsfyrirtæki ársins

Iceland Express
Iceland Express

Iceland Express hefur verið tilnefnt sem markaðsfyrirtæki ársins af ÍMARK, félags íslensks markaðsfólks. Félagið er eitt þriggja fyrirtækja sem tilnefnd eru til verðlaunanna, en Glitnir og Landsbankinn eru einnig tilnefnd í ár.

Tilkynnt verður þann 8. nóvember hvert þessara félaga hlýtur verðlaunin að þessu sinni, en ÍMARK veitir þau fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum á líðandi ári og sannað þykir að sýnilegur árangur hafi náðst af markaðsstarfinu. Jafnframt er áhersla lögð á að staðið hafi verið að markaðsmálunum af fagmennsku, segir í tilkynningu frá Iceland Express.