Fara í efni

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands

Flúðir
Flúðir

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands verður haldinn á Hótel Flúðum 15.-16. nóvember næstkomandi.  Á dagskránni eru áhugaverð erindi um mál sem að brenna á ferðaþjónustunni í dag.  Fundarstjöri verður Friðrik Pálsson, hótelstjóri á Hótel Rangá.  Fundinum lýkur með kvöldverði og kvöldvöku á Hótel Flúðum þar sem Ísólfur Gylfi Pálmason verður veislustjóri.  Daginn eftir bjóða síðan ferðaþjónustuaðilar á svæðinu upp á kynnisferð. 

Dagskrá fundarins:
Fimmtudagur 15. nóvember.

Kl.: 12:30  Hótel Flúðir - Afhending fundargagna
Kl.: 13:00  Setning aðalfundar - Pétur Rafnsson, formaður

Kl.: 13:10  Ávarp: Kristján Möller, samgönguráðherra
Kl.: 13:20  Ávarp: Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Hrunamannahrepps

Kl.: 13:30  Skipað í fastanefndir aðalfundar: 
                 Kjörnefnd-Kjörbréfanefnd-Fjárhagsnefnd
 
Kl.: 13:35  Erindi 1: Uppbygging markaðsstofa í landshlutunum ?Skipulag
                 Stefán Stefánsson, formaður FSA

Kl.:  13:45  Erindi 2: Uppbygging markaðsstofa í landshlutunum - 
                  Fjármögnun - Pétur Rafnsson, formaður FSÍ

Kl.: 13:50  Erindi: Þróun menntunar og öryggismála í afþreyingarferðaþjónustu -
                 Dr. Guðrún Helgadóttir, Háskólanum á Hólum

Kl.: 14:05  Umræður og fyrirspurnir

Kl.: 14:30  Kaffihlé

Kl.: 15:00  Aðalfundarstörf samkvæmt lögum FSÍ

Kl.: 17:00  Fundarlok

Kl.: 18:00  Móttaka

Kl.: 19:00  Kvöldverður og kvöldvaka
                 Veislustjóri Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri
 

Föstudagur 16. nóvember.

Kl.: 10:00-12:00   Kynnisferð ? Ferðaþjónusta á svæðinu
Kl.: 13:00             Rútuferð til Reykjavíkur

Fundarstjóri: Friðrik Pálsson, hótelstjóri Hótel Rangá

  • Skráning á fundinn er í síma 898-6635 eða petur@icetourist.is
  • Bókun herbergja á Hótel Flúðum er á heimasíðu hótelsins, fludir@icehotels.is
     eða í síma 486-6630.
  • Bókun flugs til Reykjavíkur á aðalfund FSÍ á Flúðum:
    Hópadeild Flugfélags Íslands í síma  570-3075 virka daga frá kl 9-16 eða með
    e-mail hopadeild@flugfelag.is