Fara í efni

Vel heppnaðir vinnufundir á Spáni

Ferðamálaráðstefnan 2005
Ferðamálaráðstefnan 2005

Ísland tók fyrr í mánuðinum þátt í árlegum vinnufundum (workshop) Norðurlanda fyrir spænska markaðinn. Voru þeir haldnir í Madrid og Barcelona og tókust mjög vel.

Byrjað var á kynningu þar sem þekktur spænskur blaðamaður, Pedro Madera, sagði frá kynnum sínum af löndunum fjórum sem stóðu að viðburðinum (Svíþjóð, Danmörk, Noregur og Ísland). Að því loknu sátu íslensku þáttakendurnir fyrir svörum hjá starfsfólki ferðaskrifstofa og ferðaheildsala sem gengu á röðina og þótti mikill fengur í að geta leitað til svo margra íslenskra aðila í ár. Íslensku aðilarnir voru: Iceland Excursions-Gray Line, Reykjavik Excursions, Flugfélag Íslands, Iceland Travel, Ferðaþjónusta bænda, Erlingsson Naturreisen, Icelandair, Centerhotels og Saltfisksetrið í Grindavík auk auk skrifstofu Ferðamálastofu í Evrópu.

?Spánn er það markaðssvæði meginlandsins þar sem hlutfallslega langmest aukning hefur verið á ferðamönnum til Ìslands á síðustu misserum og ekki var hægt að finna annað á viðtökunum nú en að við eigum ennþá talsvert inni á þessum markaði,? segir Davíð Jóhannsson, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu í Evrópu.