Fara í efni

Ísland í "Grey´s Anatomy"

Greys anatomi
Greys anatomi

Nýlega hófust sýningar á fjórðu þáttaröð hins geysivinsæla "Grey´s Anatomy" hjá ABC Prime Time sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum. Í fjórða þætti, sem sendur var út síðastliðinn fimmtudag, fékk Ísland góða kynningu.

Eins og þeir vita sem fylgjast hafa með þáttunum, en þeir eru sýndir eru á Stöð 2, gerast þeir á sjúkrahúsi og segja frá gleði og sorgum starfsfólks og sjúklinga. Í umræddum þætti fær kona sem er sjúklingur spítalans þær fréttir að hún eigi aðeins stuttan tíma eftir á lífi og ákveður að eyða honum á Íslandi ?þar sem sólin sest aldrei?. Seinna í þættinum kemur hins vegar í ljós að sjúkdómsgreiningin átti við allt annan sjúkling og viðkomandi er alls ekki dauðvona. En í stað þess að lögsækja sjúkrahúsið fellst konan á að fá þriggja herberja íbúð í Reykjavík í skaðabætur. Já, það gerist margt skemmtilegt í ?Grey´s Anatomy? og ekki verra þegar Ísland fær jákvæða kynningu í leiðinni hjá milljónum bandarískra áhorfenda.