Fara í efni

Styrkur til rannsókna á nýsköpun í ferðaþjónustu

Hver
Hver

Gestaprófessor Ferðamálaseturs Íslands, dr. John Hull hlaut nýverið styrk frá Tækniháskólanum í Auckland á Nýja Sjálandi til samanburðarrannsóknar á stefnumótun í nýsköpun milli Íslands og Nýja Sjálands. 

Nýsköpun er vanalegast tengd framþróun tækni og vísinda, en hefur einnig á undanförnum árum verið sett í samhengi við mótun nýrra framleiðslu hátta, framboðsaukningar og þjónustu þá sérstaklega með tilliti til flæði þekkingar, samvinnu og tengslamyndunar. Rannsókn dr. Hull byggir á samanburði tveggja áfangastaða á Norðaustur horni landsins og tveggja á Suðureyju Nýja Sjálands, sem hann mun nálgast með viðtölum og tölfræðigreiningu. Þessi rannsókn er frumraun og er ætluð til undirbúnings stærri rannsóknar sem fjallar um:

a)      Þróun áfangastaða á jaðarsvæðum

b)      Að bera kennsl á og skjalfesta nýsköpun sem á sér stað þegar

c)      Mat á hvernig slík nýsköpun leggur til efnahaglegrar sjálfbærni áfangastaðar

d)      Að auka skilning á því hvernig áfangastaðir laga sig að breytingum í umhverfi og á samfélagi samfara       auknum fjölda ferðamanna

e)      Aðstoð við stefnumótun og upplýsta ákvarðannatöku hagsmunaaðila á staðnum

Auk þessa vinnur forstöðumaður Ferðamálaseturs að stefnumótun rannsóknaráherslna fyrir rannsóknir á nýsköpun í ferðaþjónustu fyrir hönd Norræna nýsköpunarsjóðsins, en þeir hafa hugsað sér að gera ferðaþjónustu að einu af sínum áherslusviðum. Það verkefni er unnið í samstarfi við aðila á öllum Norðurlöndum og mun skýrsla koma út í janúar 2008 og í framhaldinu má búast við fjölda rannsókna er tengjast nýsköpun í greininni með samnorrænt notagildi.