Fara í efni

Aðkoma Ferðamálastofu að Iceland Airwaves

Iceland Airwaves 2007
Iceland Airwaves 2007

Nú er tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves lokið í 9. sinn. Af gefnu tilefni og til upplýsinga, vill Magnús Oddsson ferðamálastjóri koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri um aðkomu starfsfólks Ferðamálastofu að hátíðinni.

Ljóst er að fjöldi erlendra og innlendra aðila sótti hátíðina og hefur hún fest sig í sessi sem viðburður sem dregur hingað ákveðinn fjölda gesta í október hvert ár. Starfsfólk Ferðamálstofu hefur að sjálfsögðu frá upphafi tekið þátt í kynningarstarfi vegna þessa viðburðar á erlendri grund, eins og fjölda annarra viðburða sem stofnunin sér um að kynna víða um heim. Því kom þessu starfsfólki nokkuð í opna skjöldu að vera eini aðilinn sem var nafngreindur í fjölmiðlum sem dæmi um stuðningsleysi við viðburðinn en í Morgunblaðinu sagði forsvarsmaður Iceland Airwaves m.a. eftirfarandi:

???Við höfum sótt um hjá öllum þessum ráðuneytum sem tengjast þessu máli en fáum alltaf neitun. Það sama á við um Ferðamálaráð og aðila í ferðaþjónustu. Hátíðin er orðin það stór og umfangsmikil að það er orðið mjög tímabært að þessir aðilar vakni til lífsins og styðji þetta verkefni svo það geti vaxið.?

Rétt þykir í ljósi þessarar umræðu, og til upplýsinga, að nefna með hvaða hætti Ferðamálastofa kemur að kynningu Iceland Airwaves en aðkoma Ferðamálastofu er með hliðstæðum hætti að fjölda annarra viðburða sem hér fara fram.

Almennt:

 • Fundur með framkvæmdastjóra hátíðarinnar sl. vor um samstarf Í kjölfarið ákveðið að vinna að öflugri kynningu á öllum markaðssvæðum Ferðamálastofu.
 • Áformin sérstaklega kynnt fyrir starfsfólki Ferðamálastofu erlendis, New York, Frankfurt, Kaupmannahöfn og Bretlandi.
 • Nýr starfsmaður hátíðarinnar sérstaklega kynntur starfsfólki Ferðamálastofu og undirstrikuð áform um samstarf.
 • Iceland Airwaves sett á vefi Ferðamálastofu www.visiticeland.com, (9 tungumál) víða á forsíður og líka í viðburðalista með hlekkjum á vef Iceland Airwaves. Þessir vefir fá yfir 3 milljónir heimsókna árlega.
 • Frétt komið inn á vefinn www.visiteurope.com sem sérstaklega er beint að mörkuðum utan Evrópu (Ameríka og Asía)
 • Fréttabréf 12. september 2007 á Vest Norden Travel Mart. 400 ferðaþjónustuaðilar alls staðar að úr heiminum ásamt fjölmiðlum.
 • Í erlendum bæklingi Ferðamálastofu (Íslandsbæklingi) á 11 tungumálum í 550.000 eintökum.
 • Getið um Iceland Airwaves í öllum viðtölum sem starfólk hefur átt við erlenda fjölmiðla og ferðaþjónustuaðila sem dæmi um vel heppnaðan viðburð á heimsvísu.
 • Unnið árum saman í samstarfi við fjölmiðlafulltrúa hátíðarinnar.

Bandaríkin:

 •  Mánuðum saman fréttir og hvatningar um Iceland Airwaves á www.icelandtouristboard.com, www.icelandnaturally.com, www.visiticeland.com.
 • Dateline Iceland, mars, Fréttabréf til 200.000 áskrifenda, þar af hundruð fjölmiðla. Fjallað um Rite of spring og Iceland Airwaves.
 • Dateline Iceland 7. maí, Fréttabréf til  200.000 áskrifenda, þar af hundruð fjölmiðla. Fjallað um Iceland Airwaves.
 • Dateline Iceland 6. sept, Fréttabréf til 200.000 áskrifenda, þar af hundruð fjölmiðla. Fjallað um Iceland Airwaves.
 • Í ár fjármögnum við fer til Íslands fyrir um 10 fjölmiðla- og tónlistarfólk (Iceland Naturally), svipað og undanfarin ár.
 • Iceland Airwaves kynnt USA-útgáfu af Íslandsbæklingi Ferðamálastofu.
 • Á DVD diski í tugum þúsunda eintaka, hátíðinni gerð skil í sjónvarpsefni
 • Mikið af umfjöllun bandarískra fjölmiðla um hátíðina er í gegnum ?Dateline Iceland?.
 • Í öllum fjölmiðlaviðtölum starfsmanna okkar er hátíðin nefnd sem ein aðalhátíðin á Íslandi.
 • Í öllum viðtölum við ferðaskrifstofur er hátíðin nefnd sem ein aðalhátíðin á Íslandi.
 • Á öllum viðburðum, sýningum, kynningum allt árið sem Ferðamálastofa kemur er hátíðin nefnd. Stundum eru líka tónlistarmenn sem eru á hátiðinni í okkar boði á viðburðum.

Norðurlönd

 • Fréttabréf Ferðamálastofu í október 15.000 eintök í pósti til ferðaskrifstofa, fjölmiðla í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi.
 • Frétt á forsíðu www.visiticeland.com/dk með link á Iceland Airwaves
 • Frétt á forsíðu www.visiticeland.com/se með link á Iceland Airwaves
 • Frétt á forsíðu www.visiticeland.com/no með link á Iceland Airwaves
 • Iceland Airwaves kynnt dönskum. sænskum, norskum og finnskum útgáfum af Íslandsbæklingi Ferðamálastofu
 • Á DVD diski í tugum þúsunda eintaka, hátíðinni gerð skil í sjónvarpsefni
 • Unnið með Icelandair á Norðurlöndum við að finna 30 blaðamenn frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi.

Bretland

 • Ferðamaálstofa kostar 25-30 gistinætur fyrir blaðamenn að þessu sinni.
 • Hátíðarinnar er getið í fréttatilkynningum þar sem listaðir eru árlegir viðburðir.
 • Iceland Airwaves kynnt enskri útgáfu af Íslandsbæklingi Ferðamálastofu
 • Á DVD diski í tugum þúsunda eintaka, hátíðinni gerð skil í sjónvarpsefni

Evrópa

 • Sendar út fréttatilkynningar um hátíðina aðila í gagnagrunni Ferðamálastofu í Frankfurt.
 • Sett frétt um hátíð á heimasíðu www.visiticeland.com/de
 • Aðstoð við blaðamannaheimsóknir.
 • Iceland Naturally styrkti þátttöku Airwaves á c/o POP í Köln sl. þar sem hátíðin var kynnt sem ein af athyglisverðustu tónlistarhátíðum í Evrópu
 • Á DVD diski í tugum þúsunda eintaka, hátíðinni gerð skil í sjónvarpsefni

Þetta er alls ekki tæmandi yfirlit og engin tilraun gerð til að setja verðmiða á þessa vinnu. Starfsfólk Ferðamálastofu sem hefur unnið að þessu samstarfi víða um heim hrekkur hins vegar við þegar það er eitt tekið sem dæmi um áhugaleysi opinberra aðila til að styðja viðkomandi viðburð.