Fara í efni

Nýtt hótel við Lækjargötu í Reykjavík

Lækjargata 12
Lækjargata 12

Nýtt hótel mun eftir tvö ár bætast við í hóp Icelandair-hótelanna. Það verður til húsa við Lækjargötu 12, þar sem lengst af voru höfuðstöðvar gamla Iðnaðarbankans og hýsir nú eitt af útibúum Glitnis.

Gengið hefur verið frá samningum þessa efnis í gær á milli Icelandair Hotels Group og Rivulus ehf., sem er í eigu Glitnis. Um fjögurra stjörnu hótel verður að ræða með 133 herbergjum, líkamsræktaraðstöðu og veitingasal á efstu hæð hússins. Byggt verður talsvert við það á óbyggðum lóðum sín hvorum megin við húsið. Nýja hótelið á að hefja rekstur í maí árið 2009.