Fara í efni

Endurskoðun ferðamálaáætlunar

hestamenn
hestamenn

Eins og fram hefur komið stendur nú yfir endurskoðun á ferðamálaáætlun 2006-2015. Stýrihópurinn sem vinnur að endurskoðuninni hefur farið yfir þrjá málaflokka áætlunarinnar, sem eru umhverfismál, gæða- og öryggismál og grunngerð. Hér að neðan má sjá markmið og leiðir auk aðgerða- og framkvæmdaáætlanir málaflokkana en þannig líta þeir út á þessu stigi. Óskað hefur verið eftir ábendingum og athugasemdum og verður tekið við þeim til sunnudagsins 17. júní 2007.

Ábendingar sendist til: sunna@icetourist.is

Umhverfismál:

Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar:

Ríkisstjórnin einsetur sér að Ísland verði í fararbroddi þjóða heims í umhverfismálum.
Ríkisstjórnin stefnir að því að ná víðtækri sátt um verndun verðmætra náttúrusvæða landsins. Sérstök áhersla verði lögð á að meta verndargildi háhitasvæða landsins og flokka þau með tilliti til verndar og orkunýtingar.

Markmið.
-  Náttúra Íslands verði varðveitt, enda einn mikilvægasti þátturinn í ímynd landsins.

- Ásýnd landsins verði varin.

-  Ferðamenn dreifist um landið til að jafna álag.

-  Vitund ferðamanna, fyrirtækja og stofnana um þýðingu umhverfisverndar aukist.

- Tryggt verði gjaldfrjálst aðgengi að landinu en gjaldtaka verði heimiluð fyrir veitta þjónustu og/ eða sérstaka aðstöðu.

- Skipulag ferðamannastaða taki mið af góðu samspili nýtingar og verndar.


Leiðir.
- Gerð verði sem fyrst landnýtingaráætlun þar sem litið er til þarfa og áherslna ferðaþjónustunnar.

- Uppbygging nýrra áfangastaða verði auðvelduð með góðu aðgengi, auknu samstarfi og aðgengi að fjármagni.

- Fulltrúar ferðaþjónustunnar verði í stjórn þjóðgarða.

- Raflínur verði lagðar í jörð.

 

Umhverfismál - Aðgerða- og framkvæmdaáætlun

? Gert verði ráð fyrir 100 milljónum kr. árlega frá og með árinu 2008 til úrbóta og viðhalds ferðamannastaða.
? Stofnaður verði samstarfsvettvangur vegna uppbyggingar nýrra áfangastaða með aðkomu opinberra aðila og annarra hagsmunaaðila.

? Skilgreint verði í nánu samráði við ferðaþjónustuna fyrir árslok 2008 hvaða aðstaða og/eða þjónusta skuli vera til staðar í þjóðgörðum og friðlýstum svæðum (friðlöndum). Á árinu 2009 verði gefnar út leiðbeiningar í samræmi við niðurstöður.


Gæða- og öryggismál:

Markmið.
-  Þjónusta á Íslandi uppfylli eða sé umfram væntingar ferðamanna um gæði og öryggi.
-  Nauðsynlegt aðhald með flokkun og vottun sé til staðar og skilvirkni sé gætt.
-  Neytendur hafi greiðan aðgang að upplýsingum um forsendur flokkunarkerfa.
-  Nauðsynlegar upplýsingar fyrir ferðamenn, m.a. um veður og ástand vega, séu aðgengilegar, auðskildar og í samræmi við árstíð.
-  Tryggður verði gagnagrunnur upplýsinga um ferðaþjónustu fyrir neytendur.
-  Ferðamönnum sem ferðast um Ísland sé ljóst að þeir beri fulla ábyrgð á eigin gjörðum á ferð um landið.
-  Til sé áætlun um hvernig skuli koma upplýsingum til ferðamanna í neyðartilfellum, svo sem við náttúruhamfarir.

Leiðir.

? Rekstrarleyfi í ferðaþjónustu verði aðgengileg viðskiptavinum. 

? Áfram verði unnið að eflingu flokkunarkerfa í gæða og umhverfismálum og þau
  kynnt fyrir rekstraraðilum og neytendum.

? Ferðamönnum sem ferðast um Ísland verði gert ljóst að þeir beri fulla ábyrgð á
eigin gjörðum og þeim beri að fylgja leiðbeiningum sem þeir fá eða eru settar fram á viðkomustöðum þeirra.

 

Gæða- og öryggismál - Aðgerða- og framkvæmdaáætlun

? Allir leyfisveitendur hafi nákvæmar upplýsingar um starfsleyfi fyrirtækja á heimasíðum sínum.
? Áfram verði haldið með gæðakannanir meðal innlendra og erlendra ferðamanna. Hvor um sig verði gerð annað hvert ár. 
? Áfram verði eflt samstarf við almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra um hvernig skuli koma upplýsingum til ferðamanna í neyðartilfellum s.s. við náttúruhamfarir.
Flýtt verði vinnu við alþjóðlegar merkingar í samgöngukerfinu.
? Ábendingum verði komið á framfæri í opinberum upplýsingum, um ábyrgð ferðamanna á eigin gjörðum á meðan ferð þeirra um landið stendur.
? Í upplýsingum opinberra aðila verði leitast við að vekja sérstaka athygli á þeim sem eru gæða- og umhverfisvottaðir.

Grunngerð:

Markmið.
-  Traust grunngerð samfélagsins styðji við ferðaþjónustu.
-  Ferðamenn greini yfirburðarþjónustu, öryggi og alþjóðlegan brag í grunngerð samfélagsins.
-  Fyrirkomulag upplýsingagjafar til ferðamanna sé skilvirkt og aðgengi að upplýsingum gott.
-  Uppbygging samskipta- og fjarskiptakerfis landsins taki m.a. mið af þörfum ferðaþjónustunnar.
-  Áhersla verði lögð á að almenningssamgöngur um landið myndi heildstætt net og séu aðgengilegar allt árið.
- Vegir að helstu ferðamannastöðum verði opnir allt árið.
- Áfangastaðir og ferðaþjónustufyrirtæki tileinki sér hugmyndafræðina ?Aðgengi fyrir alla?.
- Tryggð verði virkni ákvæðisins um almannarétt í náttúruverndarlögum (nr 44. 1999. þriðji kafli, Almannaréttur, umgengni og útivist).
- (Skemmtiferðaskip og hafnir).
 
Leiðir.
-  Opinberar upplýsingar um löggæslu, heilsugæslu, almenningssamgöngur og almannavarnir verði aðgengilegar á erlendum tungumálum auk íslensku.
-  Við gerð almannavarnaáætlana sé tryggt að upplýsingar um hættuástand og viðbrögð nái til fólks á ferð um landið.
-  Upplýsingamiðstöðvar sem lúta opinberu eftirliti verði auðkenndar sérstaklega.

Grunngerð - Aðgerða- og framkvæmdaáætlun

? Unnin verði sérstök áætlun til 2014 um rekstur og uppbyggingu samgangna fyrir ferðamenn, þ.e. flugvelli, vegi og hafnaraðstöðu fyrir skemmtiferðaskip og farþegabáta. Flokka þarf hvar eigi að vera frumstæð aðstaða og hvar eigi að byggja upp og forgangsraða (sbr. Samgönguáætlun 2003-2014 bls. 43). (Unnið verði að skilgreiningu á þörfum ferðaþjónustunnar fyrir flugvelli í samráði við Ferðamálastofu og Samtök ferðaþjónustunnar/( Samgönguáætlun 2007-2018 bls. 37)).

? Tryggð verði aðkoma hagsmunaaðila ferðaþjónustunnar að framkvæmd samgönguáætlunarinnar.

? Skilgreindar verði þarfir ferðaþjónustunnar varðandi merkingar í samgöngukerfinu og upplýsingar um almannaþjónustu 2008.

? Áfram verði unnið að því að GSM samband verði komið á við allan hringveginn og á fjölsóttustu ferðamannastöðum.

? Áfram verði starfandi samráðshópur um verkefnið ?Aðgengi fyrir alla?.

? Stjórnvöld myndi í byrjun árs 2008 samráðshóp stjórnvalda og ferðaþjónustunnar um hvernig tryggja megi almannarétt.

? Um aðrar aðgerðir varðandi grunngerð vísast til samgönguáætlunar ríkistjórnarinnar.