Fara í efni

Íslandskynningar í Svíþjóð

Ferðakynning Svíþjóð
Ferðakynning Svíþjóð

Meðal þeirra kynninga á Íslandi sem Ferðamálastofa hefur komið að nýverið eru vel heppnaðir viðburðir í Stokkhólmi. Ísland hefur því verið áberandi þar í landi upp á síðkastið með ýmsum hætti.

Síðustu helgina í maí var haldin árleg ferðakynning í Kungsträdgården í Svíþjóð. Hún er úti undir beru lofti og dró að sér mikið fjölmenni. Ferðamálastofa tók þátt í samvinnu við Hekla Travel, Islandia og Atlantöar/Islandsresor. ?Mér fannst áberandi hvað fólk var áhugasamt um Ísland og það sem við höfðum að sýna, segir Ulrika Petersson, markaðsfulltrúi Ferðamálastofu á Norðurlöndunum. Í fyrradag var síðan haldin kynning í miðborg Stokkhólms í samvinnu við íslenska sendiráðið, Icelandair og fleiri íslensk fyrirtæki. Meðal annars var haldin keppni kraftajötna þar sem Ísland og Svíþjóð mættust. Meira jafnræði var þar á ferðinni en á knattspyrnuvellinum og enduðu leikar jafnir. Um kvöldið var boðið upp á tónlistardagskrá þar sem Stuðmenn, Björgvin Halldórsson og KK komu fram. Myndin hér að ofan er tekin á ferðakynningunni í Kungsträdgården en hér fyrir neðan eru síðan nokkrar myndir frá kraftakeppninni.