Fara í efni

Veruleg fjölgun ferðamanna fyrstu 5 mánuði ársins

New York Times grein
New York Times grein

Erlendum ferðamönnum sem fóru um Leifsstöð fjölgaði um tæp 17% fyrstu fimm mánuði ársins, miðað við sama tímabil í fyrra, samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Þeir voru rúmlega 122 þúsund í ár en rúmlega 104 þúsund í fyrra.

Sé litið á tölur síðustu tveggja mánaða  þá fjölgaði ferðamönnum um rúm 9% í apríl og rúm 10% í maí. Í apríl, líkt og fyrri mánuði ársins, var fjölgunin mest meðal Breta. Í maí eru hins vegar íbúar á meginlandi Evrópu (Þýskalandi, Frakklandi Hollandi og Spáni) að koma sterkt inn, ásamt Norðmönnum. Nefna má að í maí í ár voru erlendir ferðamenn sem fóru um Leifsstöð 34.256 talsins, sem er álíka fjöldi og í júní fyrir fjórum árum síðan.

Yfir 40% fjölgun á fjórum árum
Frá áramótum hefur verið góður vöxtur frá flestum mörkuðum að N.-Ameríku undanskyldri. Þar var búist við fækkun vegna breyttar vetraráætlunar í flugi. Sé litið fjögur ár aftur í tímann, til ársins 2003, þá kemur í ljós að erlendum ferðamönnum á þessu tímabili hefur fjölgað um rúmlega 43%. Árið 2003 fóru 85 þúsund erlendir ferðamenn um Leifsstöð en voru rúmlega 122 í ár, sem fyrr segir.

 Að sögn Ársæls Harðarsonar forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálsstofu er afar ánægjulegt að sjá slíka aukningu yfir veturinn. "Aukin áhersla hefur verið lögð á markaðssetningu á vetrarferðir undanfarið og verður svo áfram. Það munar auðvitað mest um aukningu á framboði flugsæta til landsins sem hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Því hefur fylgt mikil fjárfesting í gistirými og afþreyingu," segir Ársæll.

Í töflunni hér að neðan má sjá földa ferðamanna fyrstu 5 mánuði ársins 2006 og 2007. Heildarniðurstöður talninganan eru aðgengilegar hér  á vefnum undir liðnum "Talnaefni/Fjöldi Ferðamanna".

Frá áramótum
  2006 2007 Mism. %
Bandaríkin                     17.505 13.958 -3.547 -20,3%
Bretland                       21.819 27.661 5.842 26,8%
Danmörk                        11.139 12.421 1.282 11,5%
Finnland                       2.275 2.534 259 11,4%
Frakkland                      4.463 4.870 407 9,1%
Holland                        3.043 3.525 482 15,8%
Ítalía                         1.183 1.563 380 32,1%
Japan                          2.206 2.340 134 6,1%
Kanada                         994 1.222 228 22,9%
Kína 0 742    
Noregur                        9.231 11.418 2.187 23,7%
Pólland 0 3.440    
Rússland 0 143    
Spánn                          806 1.225 419 52,0%
Sviss                          680 863 183 26,9%
Svíþjóð                        7.865 9.270 1.405 17,9%
Þýskaland                      6.491 7.013 522 8,0%
Önnur þjóðerni                 14.841 17.896 3.055 20,6%
Samtals: 104.541 122.104 17.563 16,8%