09.11.2005
Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 7% í október síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Í október nú komu hingað 27.039 erlendir gestir á móti 25.338 í fyrra. Það sem af er árinu hafa 225.500 erlendir ferðamenn farið um Leifsstöð eða um 5 þúsund fleiri en á sama tíma í fyrra sem er aukning um 1,4%.
Sé litið til helstu markaðssvæða í október þá er aukning frá Norður-Ameríku og Mið-Evrópu, norðurlöndin standa nánast í stað en fækkun frá Bretlandi. Í því sambandi er vert að hafa í huga að í fyrra var óvenju mikil aukning frá Bretlandi í október.
Að sögn Ársæls Harðarsonar forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálaráðs er athyglisvert að ferðamönnum í október hefur fjölgað um yfir 50% á sl. þremur árum.
Í töflunni hér að neðan má sjá skiptingu ferðamanna eftir þjóðerni í október og heildarniðurstöður frá upphafi talninga eru aðgengilegar undir liðnum ?Tölfræði? hér á vefnum.
Fjöldi ferðamanna í október
Þjóðerni
2002
2003
2004
2005
Mism. 04-05
%
Bandaríkin
3.089
3528
3605
3.792
187
5,19%
Bretland
5.086
4143
6356
5.662
-694
-10,92%
Danmörk
1.475
2031
2799
2.767
-32
-1,14%
Finnland
465
951
550
1.203
653
118,73%
Frakkland
408
532
749
663
-86
-11,48%
Holland
563
640
530
785
255
48,11%
Ítalía
109
166
209
227
18
8,61%
Japan
162
875
237
912
675
284,81%
Kanada
157
221
183
195
12
6,56%
Noregur
1.624
2631
2981
2.312
-669
-22,44%
Spánn
69
134
141
248
107
75,89%
Sviss
89
125
148
191
43
29,05%
Svíþjóð
1.820
2602
2636
2.531
-105
-3,98%
Þýskaland
811
1251
1132
1.206
74
6,54%
Önnur þjóðerni
1.844
2702
3082
4.345
1.263
40,98%
Samtals
17.771
22.532
25.338
27.039
1.701
6,71%
Lesa meira
09.11.2005
Ráðstefnuskrifstofa Íslands og Ferðamálaráð, í samvinnu við Icelandair og Sendiráð Íslands í Stokkhólmi og Kaupamannahöfn standa nú fyrir kynningum þar sem kynnt er hvað Ísland hefur upp á að bjóða fyrir ráðstefnu- og hvataferðagesti. Í gær var kynning í Stokkhólmi en áður er lokið sambærilegum kynningum í Helsinki og London.
Gestirnir sem boðnir eru, eru fulltrúar sérhæfðra fyrirtækja sem skipuleggja ráðstefnuferðir, fyrirtækjaviðburði og hvataferðir. Kynningin í Stokkhólmi fór fram á veitingastaðnum Sturehof. Lisbeth Jensen, forstöðumaður Ferðamálaráðs á norðurlöndunum, kynnti þjónustu Ferðamálaráðs, og Ráðstefnuskrifstofu Íslands sem og þá aðstöðu og möguleika sem landið hefur upp á að bjóða. Einnig hélt Dóra Magnúsdóttir, markaðsstjóri Reykjavíkurborgar, kynningu á borginni og fyrirhuguðu ráðstefnu- og tónlistarhúsi sem mun rísa í Reykjavík. Boðið var upp á íslenskan mat og mæltist hann sérstaklega vel fyrir hjá gestunum. Auk þess flutti fulltrúi sendiherra Íslands, Helga Haraldsdóttir, erindi og fjallaði um samskipti Íslands og Svíþjóðar.
Samskonar kynning fer fram í Kaupmannahöfn í sendiráðinu á Norðurbryggju í kvöld 9. nóvember. Haldnar verða kynningar sem og boðið upp á íslenskan mat. Friðrik Jónsson, fulltrúi sendiherra býður alla velkomna og síðan fara fram kynningar með sama hætti og í Stokkhólmi.
Að sögn Ársæls Harðarsonar, forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálaráðs, felst styrkurinn í kynningum af þessu tagi ekki síst í að fyrirtækin sem boðið er, eru sérvalin með tilliti til mögulegra viðskipta í framtíðinni svo og því samstarfi sem felst í því að með í för eru íslensk fyrirtæki sem sérhæfa sig í móttöku á ráðstefnu- og hvataferðamönnum. Að þessu sinni eru með í för 10 íslensk fyrirtæki.
Norðurlöndin eru sem fyrr einn af mikilvægustu mörkuðum Íslands þegar kemur að ráðstefnu- og hvataferðum.
Mynd: Frá Stokkhólmi.
Lesa meira
07.11.2005
Hagstofan hefur birt tölur um fjölda gistinátta í september. Þar kemur fram að gistinætur á hótelum í september árið 2005 voru 92.900 en voru 81.900 árið 2004 sem svarar til 13,4% aukningar.
Lesa meira
04.11.2005
Í apríl síðastliðnum var í Reykjanesbæ haldið málþing um sögutengda ferðaþjónustu sem um 100 manns sóttu. Þar var einróma samþykkt að undirbúa stofnun samtaka um þetta efni og af því tilefni hefur verið boðað til fundar í Þjóðminjasafni Íslands fimmtudaginn 17 nóvember kl 13-16.
Áhersla verður lögð á landnáms-, sögu - og þjóðveldisöld, fram til um 1300. Á fundinum í vor kom fram að fundarmenn töldu brýnast að standa saman að kynningar- og markaðsmálum en einnig að auka samvinnu á sviði fræðslu - og námskeiðahalds, handverks og minjagripagerðar. Var samþykkt að halda næsta fund á haustdögum 2005 til hrinda þessum hugmyndum úr vör. Tími aðgerða því runninn upp og eru nú fleiri boðaðir til fundar, enda talsverð vakning í að miðla til ferðamanna upplýsingum um þetta tímabil í sögu þjóðarinnar og nýta það til atvinnusköpunar, segir í tilkynningu um fundinn.
Fundartíminn, 17. nóvember kl 13-16, er valinn með það í huga að sem flestir landsbyggðarmenn sem þurfa að koma með flugi geti komist heim samdægurs. Farið er inn um aðalinngang Þjóðminjasafnsins og þar verður Gísli Sverrir Árnason kynningarfulltrúi safnsins mættur til að taka á móti fundarmönnum.
Tillaga að dagskrá fundarins í Þjóðminjasafninu: 1. Þáttakendur kynna sig og skipuleggjendur greina frá málavöxtum. 2. Umræða um útgáfu á sameiginlegan kynningarbæklingi fyrir næsta sumar er komi út ekki síðar en í lok apríl. Allir fá jafn mikið pláss (eina síðu eða opnu) og borgi jafnt. Mögulega annað kynningarefni einnig. Ákvörðun tekin. 3. Aðrir samvinnumöguleikar. 4. Skipan 5 manna (?) verkefnishóps (góð landfræðileg dreifing) til að undirbúa formlega stofun félags næsta vor. Best ef það getur tengst kynningu á sameiginlegum bæklingi. 5. Önnur mál.
Í kaffihléi, um kl. 14.30, gefst tækifæri til að skoða sýningar Þjóðminjasafnsins.
Þátttaka tilkynnist til Rögnvaldar Guðmundssonar, rognv@hi.is
Lesa meira
04.11.2005
Tæplega 148 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í október síðastliðnum, samkvæmt tölum frá vellinum. Þetta er 9% aukning á milli ára. Frá áramótum hafa tæplega 1,6 milljónir farþega farið um völlinn og nemur fjölgunin um 11%.
Nánari sundurliðun má sjá í töflunni hér að neðan.
Farþegar um Keflavíkurflugvöll
Okt. 05.
YTD
Okt. 04.
YTD
Mán. % breyting
YTD % Breyting
Héðan:
60617
662689
55395
596160
0,094268
0,111596
Hingað:
62199
661392
56667
608353
0,097623
0,087185
Áfram:
1660
12287
1120
5378
0,482143
1,284678
Skipti.
23257
262359
22361
232820
0,04007
0,126875
147733
1598727
135543
1442711
0,089935
0,108141
Lesa meira
02.11.2005
Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands verður haldinn á Hótel Varmahlíð föstudaginn 25. og 26. nóvember 2005. Að samtökunum standa átta landshlutasamtök og að þeim eiga aðild ferðaþjónustuaðilar og sveitarfélög á viðkomandi svæðum. Formaður samtakanna er Pétur Rafnsson.
Síðasti aðlfundur Ferðamálasamtaka Íslands var haldinn í Stykkishólmi fyrir ári síðan og var hann að venju vel sóttur. Dagskrá fundarins nú verður auglýst síðar hér á vefnum og í fjölmiðlum. Fulltrúar eru beðnir að skrá sig tímanlega á fundinn í síma 898-6635 og bókun herbergja er á Hótel Varmahlíð s. 464-4164.
Lesa meira
01.11.2005
Í dag verður opnuð 66°Norður verslun í Soho-hverfi New York-borgar. Verslunin selur fatnað undir merkjum 66°Norður en auk þess verður sjónum beint að íslenskri náttúru og listsköpun. Ferðamálaráð Íslands og Iceland Naturally hafa meðal annars komið að verkefninu.
Í versluninni, sem stendur við 158 Mercer Street, verður Ísland kynnt með margvíslegum hætti. Myndum af íslenskri náttúru verður varpað á stór sýningartjöld í versluninni auk þess sem sýnd verða myndbönd með hvers konar útivist sem stunduð er hér á landi. Einnig munu íslenskir listamenn troða upp þá tvo mánuði sem búðin verður opin en henni verður lokað aftur um áramótin.
Lesa meira
01.11.2005
Starf forstöðumanns Ferðamálaseturs Íslands hefur verið auglýst laust til umsóknar. Um er að ræða sameiginlega stöðu forstöðumanns Ferðamálasetursins og lektors, dósents eða prófessors við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri.
Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri starfrækja sameiginlega Ferðamálasetur Íslands sem er miðstöð rannsókna, fræðslu og samstarfs í greinum sem tengjast ferðamálum. Stjórn setursins skipa sjö aðilar frá Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Hólaskóla, Ssamtökum ferðaþjónustunnar og Ferðamálaráði Íslands. Forstöðumaðurinn mun hafa starfsaðstöðu við Ferðamálsetur Íslands í Háskólanum á Akureyri.
Skoða auglýsingu (PDF)
Lesa meira
31.10.2005
Myndir frá Ferðamálaráðstefnunni 2005 eru nú komnar inn á vefinn. Um 200 manns sóttu ráðstefnuna sem tókst vel í alla staði. Ráðstefnan var að þessu sinni haldinn á Radisson SAS Hótel Sögu í Reykjavík.
Jafnframt eru myndir frá afhendingu lokaverkefnisverðlauna Ferðamálaseturs Íslands, afhendingu umhverfisverðlauna Ferðamálaráðs, móttöku í boði samgönguráðherra og Höfuðborgarstofu og skoðunarferð í boði Ferðamálasamtaka Höfuðborgarsvæðisins þar sem kynntar voru ýmsar nýjungar í ferðaþjónustu svæðisins.
Opna myndasafn
Lesa meira
31.10.2005
Ein ályktun var samþykkt á Ferðamálaráðstefnunni á Radisson SAS Hótel Sögu sl. fimmtudag. Snýr hún að áhyggjum vegna háværrar umræðu um flutning innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni.
Orðrétt hljóðar ályktunin:Ferðamálaráðstefna Ferðamálaráðs Íslands 2005, haldin í Reykjavík 27. og 28. október, lýsir yfir áhyggjum vegna háværrar umræðu um flutning innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni. Reykjavíkurflugvöllur er tengistöð landsbyggðar og höfuðborgar og þar af leiðandi afar mikilvægur fyrir ferðaþjónustu á Íslandi, bæði vegna áætlunarflugs milli landshluta en einnig vegna dagsferða sem farnar eru frá flugvellinum með ferðamenn.
Greinargerð sem fylgdi ályktuninni:Í ferðamálaáætlun 2006-2015 kemur skýrt fram að árstíðarsveiflan í ferðaþjónustunni og lítil dreifing út á landsbyggðina yfir vetrarmánuðina stendur í vegi fyrir viðunandi nýtingu fjárfestinga innan greinarinnar. Fjölgun ferðamanna utan háannatíma hefur að miklu leyti einskorðast við höfuðborgarsvæðið og næsta nágrenni þess. Góðar samgöngur og hindrunarlítið flæði ferðamanna um landið er ein helsta forsenda þess að auka megi ferðamannastraum til staða utan höfuðborgarsvæðisins. Þá er sá tími sem ferðamenn nota til ferðalaga um Ísland alltaf að styttast og flugsamgöngur því að verða æ mikilvægari. Reykjavíkurflugvöllur leikur þar af leiðani lykilhlutverk í þróun ferðaþjónustu á öllu Íslandi og flutningur hans úr Vatnsmýrinni myndi hafa afar neikvæði áhrif á vöxt og viðgang þessarar framtíðaratvinnugreinar.
Lesa meira