Fréttir

Ferðamálaáætlun 2006-2015 komin á vefinn

Í dag mælir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra fyrir þingsályktunartillögu um ferðamál. Tillagan er eins og fram hefur komið byggð á sérstakri ferðamálaáætlun fyrir tímabilið 2006-2015 sem unnin var af stýrihópi skipuðum af samgönguráðherra. Áætlunin í heild sinni er komin inn á vef Samgönguráðuneytisins og má nálgast hana þar.  
Lesa meira

Ferðatorg haldið í fjórða sinn

Á morgun, föstudaginn 1. apríl kl.16:00, verður Ferðatorgið 2005 formlega opnað í Vetrargarði Smáralindar og stendur fram á sunnudag. Ferðatorgið er nú haldið í fjórða sinn en að því standa Ferðamálasamtök Íslands. Sýningin hefst með ávarpi Péturs Rafnssonar, formanns Ferðamálasamtaka Íslands og Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra opnar síðan Ferðatorgið 2005. Þá er komið að útnefningu Ferðaútgáfu Heims á ferðafrömuði ársins. Þetta er í annað sinn sem Heimur stendur að útnefningunni en í fyrra var ?Galdramaðurinn? Jón Jónsson á Kirkjubóli á Ströndum fyrir valinu. Fjölbreytt dagskrá frá öllum landshlutumInnan Ferðamálasamtakanna eru átta landshlutafélög sem öll taka þátt í sýningunni. Ferðatorginu er ætlað að vera markaðstorg ferðaþjónustu á Íslandi þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta komið og kynnt sér þá fjölmörgu valmöguleika sem er að finna á ævintýralandinu Íslandi. Skipulög dagskrá verður meira og minna alla helgina og er um að ræða atriði sem að koma úr öllum héruðum landsins. Þar má m.a. nefna: Ferða-, gisti-, afþreyingar- og matarvinningar í boði alla helgina, m.a. ferðagetraun þar sem vinningar verða dregnir út á tíu mínútna fresti. Sprang að vestmanneyskum sið fyrir börn og fullorðna. Lifandi kanínur, 150 kg. rostungur, uppstoppaður selur. Íslenskir kylfingar kynna golfvelli landsins. Kaffihúsastemning, ásamt sandi, fjörugrjóti, rekavið, gítar- og munnhörpuspili...allt í bland! Sandurinn af Vestfjörðum verður boðinn upp á sunnudeginum og rennur ágóðinn til Barnaspítala Hringsins. Sýning ýmsum farartækjum þar sem m.a. verða fjórhjól, vélsleðar, kajakar, jeppar og snjóbílar. Myndasýning Ragnars Th. Sigurðssonar ? Ævintýralandið Ísland! Ferðatorgið verður opnið á sama tíma og verslanir Smáralindar, þ.e.:Föstudagur kl. 16:00-19:00Laugardagur kl. 11:00-18:00Sunnudagur kl. 13:00-18:00
Lesa meira

Tillaga að þingsályktun um ferðamál lögð fram á Alþingi

Í dag var lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um ferðamál. Tillagan gerir ráð fyrir að fela samgönguráðherra að stefna að ákveðnum markmiðum í ferðamálum á tímabilinu 2006-2015 í samráði við ráðherra viðkomandi málaflokka. Þá eru nefndar fjölmargar leiðir og aðgerðir að þeim markmiðum í tillögunni. Tillagan er byggð á sérstakri ferðamálaáætlun fyrir tímabilið 2006-2015 sem unnin var af stýrihópi skipuðum af samgönguráðherra. Í stýrihópnum voru Magnús Oddsson ferðamálastjóri, sem var formaður, Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF og Helga Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytnu. Lesa tillöguna í heild  
Lesa meira

Nýtt landkynningarmyndband á vef Ferðamálaráðs

Ferðamálaráð hefur að undanförnu verið að vinna myndband til notkunar á landkynningarvefnum visiticeland.com. Danska útgáfa myndbandsins er þegar tilbúin og hefur verið sett inn á danska hluta vefsins. Myndböndin eru rúmar 2 mínútur að lengd og þar er blandað saman myndskeiðum af íslenskri náttúru og ýmsu öðru því sem ferðafólk getur upplifað hérlendis. Tal og tónar eru síðan notuð til að auka enn á áhrifin. ?Kostur svona myndbanda er meðal annars að með þeim geturðu á stuttum tíma komið miklum upplýsingum til skila á áhrifaríkan hátt. Gerð myndbandanna er liður í áframhaldandi þróun vefsins okkar enda mikilvægi Internetsins í landkynningar- og markaðsstarfi er alltaf að aukast,? segir Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálaráðs. Sem dæmi bendir hann á niðurstöður nýjustu könnunar Ferðamálaráðs meðal erlendra ferðamanna. ?Niðurstöðurnar sýna að yfir helmingur gesta sem hingað komu í fyrrasumar, eða tæp 53%, hafði leitað sér upplýsinga um land og þjóð á Internetinu, sem var hæsta hlutfallið af þeim þáttum sem spurt var um,? segir Ársæll. Opna myndband  
Lesa meira

Skýrsla um áhrif hvalveiða á ímynd Íslands sem ferðamannalands

Lögð hefur verið fram á Alþingi skýrsla samgönguráðherra um áhrif hvalveiða á ímynd Íslands sem ferðamannalands. Skýrslan var unnin í kjölfar beiðni frá nokkrum þingmönnum sem óskuðu eftir því að þessar upplýsingar yrðu teknar saman. Var Ferðamálaráði falið að annast samantektina. Skýrslan er aðgengileg hér á vefnum undir liðnum Kannanir / Skýrslur. Skoða skýrslu (PDF-skjal, 0,1 MB)  
Lesa meira

Ferðaráðstefna á Nordica Hótel

texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti
Lesa meira

Engar tölur birtar um fjölda ferðamanna frá áramótum

Ferðamálaráð hefur mánaðarlega birt tölur um fjölda ferðamanna sem fara um Leifsstöð þar sem fram kemur skipting þeirra eftir þjóðerni. Hins vegar hefur ekki reynst unt að birta tölur um fjölda ferðamanna það sem af er þessu ári. Að sögn Ársæls Harðarsonar, forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálaráðs, kom í ljós í febrúar sl. að tölurnar fyrir janúar þóttu ekki vera áreiðanlegar. Talning fer þannig fram að starfsmenn í öryggishliðum flugstöðvarinnar merkja við frá hvaða landi farþegar eru sem fara úr landi. ?Tölurnar sem við fengum fyrir janúarmánuð reyndust að okkar mati ekki réttar svo óyggjandi sé. Við höfum látið sérfræðinga yfirfara tölvugögnin og það verður ekki séð að þau geti verið rétt,? segir Ársæll. Aðspurður hvað nú taki við segir hann að verið sé að vinna að því að finna lausn á málinu. ?Það er ákaflega mikilvægt að hægt sé að treysta því að gögnin séu rétt til þess að samanburður milli landa og mánuða sé mögulegur. Töluverður kostnaður er vegna þessara gagnavinnslu og við metum það svo að þörfin fyrri þessa talningu sé fyrir hendi,? segir Ársæll. Ljósmynd: Ingi Gunnar Jóhannsson  
Lesa meira

Langtímabreytingar á umsvifum á markaðssvæðunum

Í tengslum við fund Ferðamálaráðs Íslands í Frankfurt fyrir skömmu, í tilefni af 20 ára afmæli skrifstofu ráðsins á Meginlandi Evrópu, voru ræddar ýmsar tölulegar upplýsingar um þróun á helstu mörkuðum okkar síðastliðin 20 ár. Meðfylgjandi eru tvær töflur sem sýna annars vegar aukningu í umsvifum hvað varðar fjölda gistinátta á árunum 1984- 2003. Hins vegar eru upplýsingar um hlutdeild hvers markaðssvæðis í heildarumfanginu mælt í gistinóttum samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Á þessum tölum má m.a. sjá að hlutur annarra markaðssvæða en þessara fjögurra hefðbundnu hefur á þessu tímabili aukist úr 5% af heild í 10 %. Þá kemur fram að hlutur Meginlands Evrópu er orðin nær helmingur af öllu umfanginu og hefur aukist verulega á þessum árum. BREYTINGAR 19 ÁR - GISTINÆTUR    1985 2003 Breyting Meginland Evrópu 148.420 673.881 354% Bretland 45.742 195.077 326% Norðurlöndin 90.291 254.201 181% Bandaríkin 53.757 127.686 137% BREYTINGAR 19 ÁR - GISTINÆTURHlutdeild af heild   1985 2003 Meginland Evrópu 42% 49% Norðurlöndin 25% 18% Bretland 13% 14% Bandaríkin 15% 9% Annað 5% 10%  
Lesa meira

Náttúra Vestfjarða og ferðamennska

Dagana 15.-16. apríl næstkomandi verður haldin ráðstefna á Ísafirði með yfirskriftinni "Náttúra Vestfjarða og ferðamennska". Að henni standa Ferðamálasamtök Vestfjarða, Fjórðungssamband Vestfirðinga, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Náttúrustofa Vestfjarða. Eins og nafn ráðstefnunnar gefur til kynna verður þema hennar náttúra Vestfjarða og hvernig hægt sé að tengja hana ferðamennskunni á svæðinu þannig að hagsmunir ferðaþjónustuaðila og ferðamanna fari saman. Markmið ráðstefnunnar er að leitast við að svara mjög sértækum spurningum um náttúru og ferðamennsku, s.s. hvaða náttúrufyrirbæri eru á Vestfjörðum, hvar eru þau, hverjir vilja skoða þau, hvenær og hvað má það kosta. Fyrirlesarar koma víða aðUm er að ræða tveggja daga ráðstefnu, frá hádegi á föstudegi og fram til kl. 16 á laugardegi. Fyrirlesarar koma úr ýmsum áttum og munu fjalla um þetta málefni út frá mörgum sjónarhornum. Fyrirlestrarnir ná yfir allt sviðið, s.s. ferðaþjónusta, ferðamennska, markaðssetning menning svæðisins, náttúruvísindi, rannsóknir, öryggi ferðamanna, aðgengi inn á svæðið og innan þess. Heimasíða ráðstefnunnarOpnuð hefur verið heimasíða ráðstefnunnar. Þar eru allar upplýsingar um ráðstefnuna að finna og þar fer skráning fram. Allar nýjar upplýsingar verða færðar inn á heimasíðuna jafnóðum og þær berast. Að auki veitir verkefnisstjóri, Anna Guðrún Edvardsdóttir, upplýsingar í síma 456 7207, GSM 864 0332 og netfang: arun@nave.is  
Lesa meira

Er selurinn vanýtt auðlind í ferðaþjónustu?

Á Hvammstanga var á dögunum haldinn stofnfundur Selaseturs Íslands. Að stofnuninni standa heimamenn sem hafa að markmiði að nýta nærveru sela úti fyrir Vatnsnesi til eflingar ferðaþjónustu svæðisins. Mikill fjöldi selja heldur sig jafnan úti fyrir ströndinni við Vatnsnes og upp í fjöru. Hindisvík er til að mynda talinn einn hentugasti staðurinn hérlendis til selaskoðunar. Þetta hyggjast heimamenn nýta sér með því m.a. að efla mjög upplýsingagjöf til ferðafólks um selinn og lifnaðarhætti hans. Það verður gert í Selasetrinu sem valinn hefur verið staður á Hvammstanga. Hvalaskoðun hefur sem kunnugt er orðið verulegur þáttur í ferðaþjónustu á tilteknum stöðum og er von þeirra er standa að stofnun Selasetursins að hægt verði að nýta selinn í svipuðum tilgangi. Í fréttum Ríkissjónvarpsins í vikunni var rætt við Gudrun M.H. Kloes, ferðamálafulltrúa Húnaþings vestra, um málið. Sjá frétt RÚV.  
Lesa meira