Fréttir

Gistnóttum á hótelum fjölgaði um 9% í ágúst

Gistinóttum á hótelum í ágúst fjölgaði um rúm 9% milli ára. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar sem birti niðurstöður gistnáttatalningar sinnar í dag. Mismunandi er þó hverning einstakir landshlutar koma út. Gistinætur á hótelum í ágúst árið 2005 síðastliðnum 151.070 en voru 138.250 árið 2004, sem er 9% aukning eins og fyrr er sagt.  Hlutfallslega varð mesta aukningin á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem gistinætur fóru úr 12.550 í 14.500 (16%).  Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum um 12.000, úr 82.450 í 94.490 og fjölgaði þar með um 15% milli ára.  Á Austurlandi nam aukningin 2%, en gistinæturnar fóru úr 7.770 í 7.940. Gistinóttum á hótelum í ágúst fækkaði hinsvegar á Norðurlandi (-8%) og á Suðurlandi stóðu þær nánast í stað milli ára (-0,2%). Í ágúst árið 2005 voru gistinætur Íslendinga á hótelum 16.560 á móti 14.370 árið á undan, sem er rúmlega 15% aukning. Gistinóttum útlendinga á hótelum fjölgaði hlutfallslega minna eða um 9% milli ára, úr 123.880 í ágúst árið 2004 í 134.510 í ágúst árið 2005.
Lesa meira

Vel heppnuð kynning í London

Ráðstefnuskrifstofa Íslands í samvinnu við Ferðamálaráð, Icelandair og sendiráð Íslands í Bretlandi, stóð fyrir kynningu í sendiherrabústaðnum síðastliðin miðvikudag. Um 40 gestir, kaupendur og fagskipuleggjendur frá Bretlandi, sóttu kynninguna. Vel þótti til takast að ná til fulltrúa frá stórum kaupendum sem og fagskipuleggjendum sem vinna fyrir aðila bæði úr einka- og opinbera geiranum í Bretlandi. Meðal þess sem var á dagskrá var nýtt myndband Ráðstefnuskrifstofunnar, Dóra Magnúsdóttir frá Höfuðborgarstofu kynnti fyrirhugaða Tónlistar- og ráðstefnuhöll á Miðbakka og forsvarsmenn Icelandair kynntu sína þjónustu sem og að þeir munu byrja að fljúga frá Manchester á næsta ári. Gestum var síðan boðið að smakka íslenskan mat og höfðu að lokum tækifæri á því að hitta fulltrúa aðildarfélaga Ráðstefnuskrifstofunnar sem tóku þátt í kynningunni. Að sögn Önnu Valdimarsdóttur, verkefnisstjóra Ráðstefnuskrifstofunnar, tókst kynningin í alla staði mjög vel en viðburður sem þessi hefur verið haldinn annað slagið um árabil.. ?Bretland er og verður áfram einn af mikilvægustu mörkuðum Íslands þegar kemur að ráðstefnu- og hvataferðum og því mikilvægt að halda áfram með öflugt markaðsstarf þar,? segir Anna. Þess má að lokum geta að á næstu vikum munu Ráðstefnuskrifstofan, Ferðamálaráð, Icelandair og sendiráð Íslands halda sambærilegar kynningar í sendiráðunum í Kaupmannahöfn, Osló, Stokkhólmi og Helsinki, eins og áður hefur verið sagt frá hér á vefnum. Skipuleggjendur og þátttakendur í kynningunni í London. Á efri myndinni er Dóra Magnúsdóttir frá Höfuðborgarstofu að kynna fyrirhugað ráðstefnu- og tónlistarhús.
Lesa meira

Víkingar þá og nú!

Væntanlega hefur ekki fari framhjá neinum sem fylgst hefur með þróun ferðaþjónustunnar hér á landi á undanförnum árum hversu mikil gróska hefur verið á flestöllum sviðum.  Menningartengd ferðaþjónusta er þar engin undantekning og hefur verið virkilega gaman að fylgjast með hversu mikil gróska og nýsköpun þar hefur átt sér stað.  Fjölbreytt starfsemi um allt landEnn ánægjulegra er að þessi þróun á sér stað um allt land og á mjög fjölbreytilegan hátt.  Má þar t.d. nefna Hvalasafnið á Húsavík, Vesturfarasetrið á Hofsósi, Síldarminjasafnið á Siglufirði, Galdrasafnið á Ströndum, Samgöngusafnið á Skógum, Stríðsminjasafnið á Reyðarfirði og Sögusafnið í Perlunni í Reykjavík. Á Víkingamarkaði í St. Johns. Fleiri myndir úr ferðinni Sennilega eru færri sem vita að Íslendingar, með Rögnvald Guðmundsson  í broddi fylkingar, eru að leiða nokkur fjölþjóðleg Evrópuverkefni þar sem menning og menningararfleið eru höfð að leiðarljósi ásamt því hvernig hægt sé að spyrða þessa þætti saman við atvinnuuppbyggingu á þeim svæðum er verkefnin ná til. Destination Viking - SagalandEitt af þessum verkefnum er Destination Viking - Sagalands,  en þar er unnið með norræna sagnaarfleið og hvernig hægt sé að styrkja sagnahefðina ogtengja hana betur ferðaþjónustunni.   Að verkefninu koma um 20 aðilar frá7 löndum sem landfræðilega liggja frá Skotlandi í austri um Orkneyjar, Hjaltlandseyjar, Færeyjar, um strendur norðurhluta Svíþjóðar, Noregs að Íslandi og Grænlandi og enda loks í norðausturhéruðum Kanada í vestri (Nýfundalandi og Labrador). Megin þemu verkefnisins eru fimm, Sagnahefð,  þar sem megin áherslan hefur verið lögð á að þjálfa einstaklinga við okkar fornu list að segja sögur á lifandi og skemmtilegan hátt þannig að eftir því sé tekið. Fornar leiðir, þar sem þekktar fornar leiðir eru merktar og þeim gerð góð skil. Söfn með sögualda áherslum, tilgátuhús og lifandi söfn frá þessum tíma. Viðburðir,  að móta viðburði er tengjast þessu tímabili þannig að einfalt sé að selja þá og kynna. Sameiginleg útgáfa, þar sem safnað er saman öllu er hér að framan er talið og það kynnt fyrir áhugasömum kaupendum. Meðal annars mun fljótlega koma út bók um verkefnið sem og sögukort. Skýr markmiðÍ verkefninu hafa þátttakendur sett sér skýr markmið og síðan hafa þeir hist á um sex mánaða fresti í einskonar þjálfunarbúðum þar sem ákveðið þema hefur verið sett í hvert skipti.  Þar hafa allir þátttakendur þurft að skýra frá gangi sinna mála og hvernig gangi að ná settum markmiðum. Fundir þessir hafa verið haldnir á mismunandi stöðum, í flestum þátttökulöndunum. Síðasti fundur var haldinn ekki alls fyrir löngu á Nýfundnalandi og gafst greinarhöfundi tækifæri til að slást með í för og kynnast mjög svo áhugaverðu og vel útfærðu verkefni ásamt því að skoða sögutengda staði þar um slóðir. Fanga anda liðins tímaSkemmst er frá því að segja að frændur vorir í vestri hafa náð að fanga anda liðinna tíma og sett þá fram á trúverðugan og lifandi hátt. Sérstaklega í L´Anse aux Meadows, þar sem talið er að norrænir menn hafi komið fyrst að landi í Norður Ameríku um árið 1000 undir forystu Leifs heppna. En þar hafa  verið reist nokkur tilgátuhús sem byggð eru rétt við rústir þær er þar fundust á sjöunda áratug síðustu aldar.  Þar skammt undan hefur einnig verið komið fyrir litlu víkingaþorpi, Norsted, með allri þeirri aðstöðu sem talið er að menn hafi haft á þeim tíma, s.s. bátalægi, járnsmiðju, kirkju og langhúsum.   Heimamenn hafa síðan af því atvinnu aðklæðast þess tíma fötum og leika nokkra af forfeðrum okkar og ferst það nokkuð vel úr hendi, enda hefur fólkið hlotið sérstaka þjálfum til verksins. Stefnir í framhaldVerkefni það sem hér hefur verið fjallað um hefur verið styrkt af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (Northern Periphery Program – NPP) og þar á bæ eru menn það ánægðir með árangurinn  að góðar líkur eru á áframhaldandi verkefni sem kemur til með að byggjast á svipuðum hugmyndum en þó sem sjálfstætt framhald. Nægt er að fræðast nánar um verkefnið á meðfylgjandi heimasíðu. http://www.sagalands.org Elías Bj. GíslasonForstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðsFerðamálaráðs Íslands Skoða myndir úr ferðinni  
Lesa meira

Kynning stefnu í atvinnu- og ferðamálum fyrir Rangárþing og Mýrdal

Þann 26. október næstkomandi verður kynnt stefna í atvinnu- og ferðamálum fyrir Rangárþing og Mýrdal til ársins 2010. Að sögn Eymundar Gunnarssonar, atvinnu- og ferðamálafulltrúa, er af þessu tilefni von á mörgum góðum gestum í heimsókn. Ráðgjafar í stefnumótuninni er fyrirtækið Netspor og hafa þeir Sævar Kristinsson og Ingvar Sverrisson unnið með heimamönnum en alls hafa rúmlega 40 aðilar komið að verkefninu. Margar spennandi hugmyndir komu að sögn Eymundar fram í þessari vinnu. Segir hann gaman að segja frá því að sumar af þessum tillögum eru þegar komnar til framkvæmda og unnið er að öðrum sem síðan verða að veruleika inna tíðar.  
Lesa meira

Íslandsferðir selja söluskrifstofur sínar erlendis

Íslandsferðir, dótturfélag FL Group, hafa selt svissneska ferðaheildsalanum IS-Travel, sem er í eigu Jóns Kjaranssonar, söluskrifstofur sínar á meginlandi Evrópu. Skrifstofurnar heita einu nafni Island Tours. Segja Íslandsferðir í tilkynningu, að með þessu sé félagið að gera stefnumarkandi breytingu á starfsemi sinni sem felist í því að fyrirtækið muni hverfa af almennum neytendamarkaði í viðkomandi löndum en einbeita sér að framleiðslu og sölu pakkaferða til ferðaskrifstofa um allan heim. undir vörumerkinu Iceland Travel, og skipulagningu funda og ráðstefna á Íslandi. Island Tours skrifstofurnar á meginlandi Evrópu eru í Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi, Spáni, Ítalíu og í Sviss. Alls starfa um 20 starfsmenn af ýmsu þjóðerni á þeim skrifstofum erlendis sem skipt hafa um eigendur. Eftir breytinguna starfa alls 50 manns hjá Íslandsferðum og fer meginhluti starfseminnar fram á Ísland
Lesa meira

Áhrif ferðaþjónustunnar á efnahagslífið

Alþjóðaferðamálaráðið hefur gefið út lýsingu á því hvernig útbúa megi hliðarreikning, eða Tourism Satellite Account, fyrir ferðaþjónustu. Markmiðið var að meta umsvif ferðaþjónustunnar í efnahagslífinu en mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu sinna jafnframt öðrum viðskiptahópum. Á vef Samgönguráðuneytisins kemur fram að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur sett á laggirnar þriggja manna starfshóp til að kanna grundvöll þess að taka upp ofangreinda aðferðarfræði og hvernig best verði að því staðið. Starfshópnum er einnig ætlað að gera tillögur um það hvernig aðgengi ferðaþjónustunnar að hagtölum og könnunum verði best háttað. Þorleifur Þór Jónsson, hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar, er formaður starfshópsins. Aðrir í hópnum eru Vilborg Júlíusdóttir, hagfræðingur, tilnefnd af Hagstofunni og Hlynur Hreinsson, hagfræðingur í samgönguráðuneytinu.
Lesa meira

Enn fjölgar flokkuðum gististöðum

Gististöðum sem þátt taka í flokkun gististaða með stjörnugjöf heldur áfram að fjölga. Þrjú ný hótel sem opnuð hafa verið á síðustu mánuðum hafa öll verið flokkuð og fleiri eru í farvatninu. Þau þrjú nýju hótel sem síðast hafa bæst við eru Radisson SAS 1919 í Reykjavík, Hótel Hamar Icelandair Hotels í Borgarnesi og Sveitahótelið Þórisstöðum á Svalbarðsströnd. Allt eru þetta glæsilegir gististaðir, tvö þau síðarnefndu þriggja stjörnu og Radisson SAS 1919 fjögurra stjörnu. Allir gististaðir geta sótt um flokkunUm 40% gistirýmis hérlendis er nú flokkuð samkvæmt flokkunarkerfinu sem Ferðamálaráð Íslands heldur utan um og hófst árið 2000. Allir gististaðir á Íslandi sem eru með tilskilin leyfi geta óskað eftir því að vera flokkaðir og í kjölfar skipulagsbreytinga á síðasta ári, þar sem m.a. tókst að lækka talsvert kostnað við flokkunina, hefur flokkuðum gististöðum fjölgað talsvert. Þá má geta þess að nýtt flokkunarviðmið tók gildi frá og með síðustu áramótum. Breytingarnar voru hliðstæðar nýjum viðmiðum sem áður höfðu tekið gildi í Danmörku og gististaðir í Svíþjóð, Grænlandi og Færeyjum eru einnig flokkaðir eftir. Kemur bæði gestum og gististöðum til góðaÚttekt gististaðanna er í höndum Öldu Þrastardóttur, verkefnisstjóra hjá Ferðamálaráði. Hefur hún farið vítt og breitt um landið í sumar til að taka út gististaði en hver staður er heimsóttur einu sinni á ári. ?Vissulega er ánægjulegt að sjá stöðugt fleiri staði bætast við enda sífellt fleiri sem gera sér gein fyrir þeim kostum sem fylgja flokkuninni. Við getum sagt að hér sé um að ræða gæðaeftirlit sem kemur bæði gestum og gististöðum til góða. Um allan heim eru gestir vanir að hafa stjörnugjöf til viðmiðunar þegar þeir velja sér gistingu í þeim gæðaflokki sem þeir óska og fyrir gististaðina þá er flokkunin mikilvægt hjálpartæki í að bæta þjónustu,? segir Alda. Skrifstofa Ferðamálaráðs Íslands á Akureyri tekur við umsóknum um flokkun og veitir nánari upplýsingar í síma 464 9990 eða netfangið upplysingar@icetourist.is. Umsóknir þurfa að berast í pósti eða á faxi, meðfylgjandi þarf að vera rekstrarleyfi frá sýslumanni. Myndir:Efst: Sveitahótelið Þórisstöðum.Í miðið: Radisson SAS 1919 í Reykjavík.Neðst: Hótel Hamar Icelandair Hotels í Borgarnesi. Nánar um flokkun gististaða  
Lesa meira

Nýr ferðavefur fyrir Austurland

Ferðamálasamtök Austurlands hafa opnað nýjan ferðavef á slóðinni www.east.is. Vefurinn er allur hinn glæsilegasti og þar ætti ferðafólk að finna það sem máli skiptir varðandi ferðalög um landshlutann. Auk almennra upplýsinga um Austurland, áhugaverða staði, einstök sveitarfélög o.fl. má á vefnum meðal annars finna myndasafn og atburðadagatal. Þá er á vefnum gagnagrunnur með upplýsingum um ferðaþjónustuaðila í fjórðungnum, svo sem gististaði, veitingastaði, afþreyingarfyrirtæki, söfn o.fl.
Lesa meira

Vestnorden á Íslandi að ári liðnu

Vestnorden ferðakaupstefnunni lauk í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Að ári liðnu er komið að Íslendingum að sjá um framkvæmdina og hefur dagsetning verið ákveðin 12-13 september 2006. Kaupstefnan var nú haldin í 20. sinn og að þessu sinni var framkvæmdin í höndum Grænlendinga.Tóku þeir ákvörðun um að færa kaupstefnuna til Kaupmannahafnar en hún hafði fram að því aldrei verið haldin utan landanna þriggja sem standa að Vestnorden, þ.e. Íslands Grænlands og Færeyja. ?Almennt held ég að fólk hafi verið sátt við þessa ákvörðun. Tilgangurinn var að draga úr kostnaði fyrir þátttakendur og stytta ferðatíma. Sérstaklega á þetta við um kaupendurna, sem margir koma víða að,? segir Lisbeth Jensen, forstöðumaður markaðsskrifstofu Ferðamálaráðs Íslands í Kaupmannahöfn. Íslendingar samstilltirKaupstefnan var haldin í húsnæði á bakvið Bryggjuhúsið. ?Ég vil sérstaklega hrósa íslensku sýnendunum fyrir hvað þeir voru jákvæðir og samstilltir. Fólk snéri bökum saman og einbeitti sér að því að ná árangri í viðskiptunum,? segir Lisbeth. Líkt og vanaleg var nokkuð um að kaupendur mættu ekki í fyrirfram bókaða tíma. Lisbeth segir þetta viðvarandi vandamál sem erfitt virðist aðráða bót á. Hún bætti jafnframt við að gala-kvöldið hafi tekist einstaklega vel og allir skemmti sér konunglega. Hér að neðan eru nokkrar myndir sem Anders Jørgensen, starfsmaður markaðsskrifstofu Ferðamálaráðs Íslands í Kaupmannahöfn, tók á Vestnorden í liðinni viku. Bás Ferðamálaráðs Íslands. Vinna í fullum gangi. Vestnorden var haldin í húsnæði á bakvið Bryggjuhúsið þar sem Ferðamálaráð og sendiráð Íslands eru m.a til húsa. Sér yfir innganginn í sýningarhúsið.
Lesa meira

Virtir fyrirlesarar á fjölþjóðlegri ráðstefnu

Í gær hófst á Akureyri fjölþjóðleg ráðstefna um rannsóknir um ferðamennsku og rekstur ferðaþjónustufyrirtækja. Það er Ferðamálasetur Íslands sem gengst fyrir ráðstefnunni. Hún er haldin í samvinnu við Nordisk Selskab for Turismeforskning en samtökin standa að útgáfu Scandinavian Journal of Hospitality and Tourism. Sextíu og sex erindi verða flutt í fimm málstofum þar sem meginstef eru menning og samfélag,  náttúra,  efnahagslíf, stefnumótun og markaðsmál. Þátttakendur eru okkuð á annað hundrað. Mjög virtir aðalfyrirlesarar verða með erindi á ráðstefnunni og Simon Milne, forstöðuaður ferðamálaseturs Nýja Sjálands, reið á vaðið í gær. Dirk Glaesser, yfirmaður upplýsingasviðs World Tourism Organization á Spáni, Stephen Ball, formaður samtaka fræðimanna um rekstur ferðaþjónustufyrirtækja í Bretlandi og Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group, munu halda erindi sín á í dag. Á laugardag fjallar John Hull, fræðimaður frá Kanada, um möguleika sjálfbærrar ferðaþjónustu innan þjóðgarða. Ráðstefna um byggða- og svæðaþróunarmál Samhliða ráðstefnunni mun Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri halda ráðstefnu um byggða- og svæðaþróunarmál, VIII Nordic-Scottish Conference on Rural and Regional Development. Þar verður m.a. sérstök málstofa um ferðamennsku og byggðamál. Um 40 þátttakendum eru á þeirri ráðstefnu. Frá setningu ráðstefnunnar í gær. Ingjaldur Hannibalsson ráðstefnustjóri í ræðustóli.Ferðamálaráð/HA
Lesa meira