Fréttir

Aðgengi fyrir alla hjá Ferðaþjónustu bænda

Við setningu Uppskeruhátíðar Ferðaþjónustu bænda á dögunum var verkefnið "Aðgengi fyrir alla innan Ferðaþjónustu bænda" kynnt formlega. Verkefnið hófst í lok sumars en frumkvæðið að því átti Þórunn Edda Bjarnadóttir. Sá hún einnig um framkvæmd í samvinnu við gæðastjóra Ferðaþjónustu bænda, Berglindi Viktorsdóttur. Markmið verkefnisins Verkefnið gekk út á að kanna aðgengi fatlaðra hjá þeim 150 ferðaþjónustuaðilum sem eru innan Ferðaþjónustu bænda og fá þar með heilstæða mynd af stöðu þessara mála.  Niðurstöður verkefnisins verða notaðar til að koma upplýsingum á framfæri við ferðafólk og einnig til að veita ferðaþjónustuaðilum upplýsingar um  hvar þeir standa með tilliti til aðgengis. Nánar má fræðast um verkefnið á vef Ferðaþjónustu bænda. Þess má geta að innan Ferðamálaráðs er einnig unnið að þessum málum. Við framkvæmdir á fjölsóttum ferðamannastöðum sem Ferðamálaráð hefur komið að hefur þess t.d. ávallt verið gætt að hugað sé að aðgengi fyrir alla sem kostur er.  
Lesa meira

Metaðsókn að World Travel Market 2005

Tölur um aðsókn að World Travel Market í London liggja nú fyrir. Alls voru 49.000 þúsund manns sem sóttu sýninguna  eða rúmlega 5% fleiri en í fyrra, þannig að um metaðsókn er að ræða. Þá er líklegt að af hinum  13.193 Meridian Club gestum, en það eru kaupendur sem eru boðnir ?  hafi aukningin verið 2% milli ára og í heild voru það 11% fleiri erlendir (overseas) gestir sem þáðu Meridian Club boðið. Áhugi fjölmiðla  jókst einnig og voru þeir gestir 2.909 talsins sem samsvarar 7% aukningu á milli ára.  Sérstök dagskrá var í boði fyrir ráðherra ferðamála  sýningarlandanna og rúmlega 60 ráðherrar mættu. Þeir voru viðstaddir opnunarhátíð í ExCel sýningarhöllinni og síðan boðnir í sérstaka móttöku í House of Lords ásamt sendiherrum landa sinna. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sótti sýninguna eins og fram hefur komið og einnig Sendiherra Íslands í Bretlandi, Sverrir Haukur Gunnlaugsson. Sigrún Hlín Sigurðardóttir, markaðsfulltrúi Ferðamálaráðs Íslands á Bretlandsmarkaði, sá líkt og undanfarin ár um undirbúning og framkvæmd á þátttöku Íslands. Hún hefur sótt World Travel Market til fjölda ára og segir ánægjulegt að sjá hversu sýningin sé að vaxa.  ?Stærsta breytingin varð árið 2002 þegar sýningin var flutt í hina nýju og glæsilegu sýningarhöll ExCel í Docklands þar sem öll aðstaða er alveg frábær. Með þessari breytingu gafst kostur á að þróa sýninguna áfram. World Travel Market er mikilvæg fyrir íslenska ferðaþjónustu og markmiðið með þátttökunni er auðvitað fyrst og fremst að skapa aukin viðskipti. Ég heyri ekki annað á íslensku þátttakendunum en að þeir séu ánægðir með árangurinn enda var nóg að gera á íslenska sýningarsvæðinu alla dagana,? segir Sigrún. Þau íslensku fyrirtæki sem tóku þátt í WTM í ár voru: Icelandair; Icelandair holidays; Iceland Travel; Hertz; Icelandair Hotels; Reykjavik Excursions; Hotel Borg / Keahotels; Iceland Excursions ? Gray Line; Bláa lónið; Visit Reykjavik; Snæland Grimsson; Iceland Express; Ferðaþjónusta bænda; Guðmundur Jónasson og Flugfélag Íslands. Starfsfólk fyrirtækjanna gerði sér glaðan dag eftir ánægjuleg viðskipti á þriðjudeginum og eru meðfylgjandir mynd tekin við það tækifæri. Nánar má lesa um aðsókn á WTM í frétt á vef sýningarinnar Inga Birna Ragnarsdóttir hjá Flugfélagi Íslands og mæðginin Signý Guðmundsdóttir hjá Guðmundi Jónassyni Travel og Árni Gunnarsson hjá Flugfélagi Íslands. Strákarnir á Borginni og Arnar, gæti þessi mynd heitið. Páll Jónsson, KEA Hótels; Arnar Már Arnþórsson, Hertz og Ólafur Þorgeirsson, Hótel Borg.
Lesa meira

Samgönguráðherra á fundum með kínverskum ferðamálayfirvöldum

Nú er lokið opinberri heimsókn Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra til Kína. Í ferðinni hitti ráðherrann bæði ferðamálaráðherra Kína og formann ferðamálaráðs Shanghai, auk þess að sækja stærstu ferðasýningu Asíu. Á fundi með ferðamálaráðherra Kína, Hr. Shao Qiwei, lögðu ráðherrarnir áherslu á að efla þyrfti frekar grunn að samskiptum þjóðanna á sviði ferðamála. Þá ræddu ráðherrarnir möguleg skipti sérfræðinga í ferðaþjónustu á milli landanna. Ferðaþjónustu á Íslandi stæði þannig til boða að fá kynningu frá kínverskum ferðamálasérfræðingum um hvernig best skuli staðið að móttöku ferðamanna frá Kína. Hr. Shao Qiwei sagði gríðarleg tækifæri felast í auknum fjölda ferðamanna frá Kína fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi. Fundurinn fór fram í Kunming þar sem samtímis var haldin stærsta ferðasýning Asíu, China International Travel Mart. Fjögur íslensk ferðaþjónustufyrirtæki tóku þátt í sýningunni (Ferðaþjónusta bænda, Allrahanda, Jarðböðin við Mývatn, Icelandair og Icelandair Travel) auk Ferðamálaráðs og sendiráðs Íslands í Peking. Í Shanghai átti samgönguráðherra fund með Jin Fang, formanni ferðamálaráðs Shanghai. Þar kom m.a. fram að til að auka ferðalög Kínverja til Íslands er mikilvægt að koma á beinu flugi á milli landanna. Hvað aukin tækifæri varðar má geta þess að ef spá Alþjóða ferðamálasamtakanna, World Tourism Organization, gengur eftir mun kínverskum ferðamönnum fjölga um helming frá því sem nú er á næstu 15 árum, eða úr 20 milljónum árið 2005 í 40 milljónir árið 2020. Aðeins lítið brot þeirra kemur nú hingað til lands og því um óplægðan akur að ræða að mestu leyti. Á myndinni, sem fengin er af vef Samgönguráðuneytisins, er Sturla Böðvarsson á fundi með ferðamálaráðherra Kína, Hr. Shao Qiwei,  
Lesa meira

Skýrsla um niðurstöður Pisa-fundarins aðgengileg á vefnum

Á dögunum sögðum við hér á vefnum frá árlegu málþingi alþjóðlega markaðsrannsóknafyrirtækisins IPK og Ferðamálaráðs Evrópu (ETC) sem haldið var í Pisa á Ítalíu. Skýrsla þar sem helstu niðurstöður fundarins eru teknar saman var birt á World Travel Market og er nú jafnframt aðgengileg hér á vefnum. Byggt er á gögnum frá WTO (World Tourism Organization, IPK, IATA (International Air Transport Association), SYTA (Student Youth Travel Association) ofl. Eins og fram hefur komið var meginviðfangsefni þingsins að meta stöðu og horfur á ferðamörkuðum í Evrópu Ameríku og Asíu. Til málþingsins var boðið fulltrúum ferðamálaráða aðildarlanda Ferðamálaráðs Evrópu og nokkurra alþjóðlegra samtaka og fyrirtækja sem sinna gagnasöfnun um ferðamennsku á alþjóðavísu. Skoða skýrslu (PDF-0,4 MB)
Lesa meira

World Travel Market gekk vel

World Travel Market ferðasýningunni lauk í London sl. fimmtudag. Sýnigin var sú stærsta frá upphafi og þótti takast vel. Að þessu sinni tóku 15 íslensk fyrirtæki þátt. “Hvað varðar þátttöku Íslands þá get ég sagt að þetta var að mínu mati besta World Travel Market sýning sem ég hef tekið þátt í. Það var mikið líf í íslenska básnum og fólk að gera góð viðskipti,” segir Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálaráðs Íslands.  “Ég held að þáttur í því hversu vel okkar þátttaka gekk sé að bróðurpartur íslensku sýnendanna eru beinir söluaðilar í ferðaþjónustu, þ.e. flugfélög, hótel, bílaleigur o.s.frv. Það eru þessir aðilar fyrst og fremst sem kaupendurnir koma til að hitta og eiga viðskipti við,” segir Ársæll. Hann sagði alla íslensku sýnendurna hafa merkt aukin áhuga á ferðalögum til landsins. “Það voru fjölmargir nýir aðilar að koma til okkar og vildu komast í hóp þeirra sem selja ferðir til Íslands. Ég varð líka var við að fyrirhugað flug British Airways hingað til lands, sem hefst í vor, hefur vakið athygli og skapað aukinn áhuga, segir Ársæll. Um 5.200 sýnendur tóku þátt í World Travel Market að þessu sinni og um 45 þúsund manns komu í heimsókn, bæði sérhæfðir kaupendur í ferðaþjónustu og almenningur. Er áætlað að gerð hafi verið viðskipti sem samsvara um 33 milljörðum punda þá fjóra daga sem sýningin stóð yfir. Þess má geta að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra var meðal þeirra sem heimsóttu íslenska sýningarsvæðið. Skoða myndir frá sýningunni  
Lesa meira

Kertasníkir á jólahátíð í Rovaniemi

Í dag lagði jólasveinninn Kertasníkir af stað frá Dimmuborgum í Mývatnssveit áleiðis til Rovaniemi í Finnlandi. Þar hefst næstkomandi föstudag mikil jólahátíð og verða íslensku jólasveinarnir í hávegum hafðir. Styrkt af Norðurslóðaáætlun EvrópusambandsinsFerð Kertasníkis til Rovaniemi er liður í svonefndu Snow Magic verkefni. Um er að ræða umfangsmikið þróunarverkefni sem að koma þátttakendur frá þremur löndum, þ.e. Íslandi, Svíþjóð og Finnlandi. Verkefnishugmyndin var mótuð í umsókn um fjárhagsstuðning í Northern Periphery Programme (NPP) - Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins. NPP er ætlað að stuðla að samstarfsverkefnum meðal svæða á norðlægum slóðum í Evrópu. Í íslenska hluta verkefnisins er sjónum beint að Mývatnssveit og fer Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga með verkefnisstjórn í samvinnu við heimaaðila. Markmið íslenska hlutans er að efla atvinnulíf í Mývatnssveit, sérstaklega yfir vetrartímann, með áherslu á ferðaþjónustu og menningu. Íslensku jólasveinarnir í öndvegiVerkefni Snow Magic sem tengjast Mývatnssveit eru margvísleg og er jólasveinaverkefnið eitt þeirra. Í tengslum við það verkefni hafa verið hönnuð og gefin út póstkort með íslensku jólasveinunum, bæði með enskum og íslenskum texta. Nýir jólasveinabúningar hafa verið hannaðir og saumaðir og mun Kertasníkir klæðast búningnum á leið sinni til Rovaniemi og heim aftur. Eftir heimkomuna verður Kertasníkir síðan ásamt bræðrum sínum á ferð um Mývatnssveit og nágrenni allan desember og kemur víða við. Af öðrum verkefnum sem tengjast íslenska hluta Snow Magic verkefnisins má nefna að unnið hefur verið að sögusöfnun og minningum hjá eldri Mývetningum. Þá starfaði vinnuhópur að hugmyndavinnu og hönnun með snjó og ís og framleiddi þá hin ýmsu listaverk. Sögu og teiknisamkeppni barna og unglinga þar sem efniviðurinn var "snjór og ís" var í nóvembermánuði og fleira mætti telja. Nánar má fræðast um verkefnið á vef Snow Magic. Á myndinni er Kertasníkir ásamt föruneyti sínu á Akureyrarflugvelli fyrr í dag.  
Lesa meira

Íslensk ferðaþjónusta kynnt í Kína

Í dag heldur hópur Íslendinga til Kína. Tilefnið er þátttaka í China International Travel Mart ferðasýningunni sem hefst síðar í vikunni og jafnframt halda Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Hallgerður Gunnarsdóttir eiginkona hans, ásamt fylgdarliði, í opinbera heimsókn í boði kínverskra ferðamálayfirvalda. Í ferðinni mun ráðherra hitta Hr. Shao Qiwei, stjórnarformann kínverska ferðamálaráðsins og munu þeir meðal annars ræða sérfræðingaskipti á milli landanna á sviði ferðamála. Þá mun ráðherra heimsækja China International Travel Mart og halda móttöku fyrir íslenska sýnendur og viðskiptavini. China International Travel Mart er eins og fram hefur komið stærsta ferðakaupstefna í Asíu og er haldin á hverju ári til skiptis í Shanghai og Kunming (Yunnan) í Kína. Ferðamálaráð ásamt nokkrum íslenskum fyrirtækjum taka nú þátt i sýningunni í fyrsta sinn. Fyrirtækin sem taka þátt eru Ferðaþjónusta bænda, Allrahanda, Jarðböðin við Mývatn, Icelandair og Icelandair Travel. Samvinna er við sendiráð Íslands í Peking. Um það bil 20 þúsund kaupendur og 28 þúsund almennir gestir sóttu sýninguna í fyrra.
Lesa meira

Dagskrá aðalfundar Ferðamálasamtaka Íslands

Nú liggur fyrir dagskrá aðalfundar Ferðamálasamtaka Íslands fyrir árið 2005. Fundurinn verður eins og fram hefur komið haldinn á Hótel Varmahlíð 25 og 26 nóvember næstkomandi. Í dagskránni koma jafnframt fram upplýsingar um skráningu á fundinn og gistingu. Dagskrá fundarins. Föstudagur 25. nóvember. Kl.: 12:30  Hótel Varmahlíð - Afhending fundargagna Kl.: 13:00  Aðalfundur FSÍ á Hótel VarmahlíðKl.: 13:05  Setning - Pétur Rafnsson, formaður Ferðamálasamtaka    Íslands Kl.: 13:20  Skipað í fastanefndir aðalfundar: Kjörnefnd      Kjörbréfanefnd-Fjárhagsnefnd. Kl.: 13:25  Fagmennska í ferðaþjónustu Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Háskólans á Hólum Kl.: 13:50  Virkt gæðakerfi í dagsins önnSigríður Ólafsdóttir, rekstrarstj. Farfuglaheimilisins í Reykjavík Kl.: 14:15  Fyrirspurnir Kl.: 15:00  Kaffihlé Kl.: 15:30  Framhald aðalfundarstarfa skv. lögum FSÍ Kl.: 19:00  Móttaka Kl.: 20:00  Kvöldverður og kvöldvaka á Hótel Varmahlíð   Veislustjóri Jakob Frímann Þorsteinsson  Laugardagur 26. nóvember. Kl.: 10:00  Kynnisferð - Ferðaþjónusta í Skagafirði Fundarstjóri: Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður FMR á Akureyri Skráning á fundinn er í síma 898-6635 eða petur@icetourist.is og bókun herbergja er á Hótel Varmahlíð s. 464-4164 Stjórn FSÍ.  
Lesa meira

Iceland Excursions Allrahanda hlaut verðlaun Gray Line samtakanna

Iceland Excursions Allrahanda - Gray Line Iceland hlaut verðlaunin ?Blue Diamond Dedication Award? á ársfundi Gray Line Worldwide sem haldinn var í Vancover í Kanada nýlega. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi kynningu á árinu þar sem lögð er áhersla á metnaðarfull markmið samtakanna. ?Þetta er okkur mikill heiður og hvatning og sýnir sig að með aðild að sterkum samtökum erum við betur í stakk búin að kynna fyrsta flokks þjónustu og koma henni á framfæri við ferðamenn víðsvegar um heiminn,? segir Þórir Garðarsson markaðsstjóri félagsins. Í tilkynningu segir jafnframt að Gray Line Worldwide séu stærstu samtök í heiminum á sviði skoðunar- og pakkaferða en meðlimir séu um 150 fyrirtæki sem þjónusta yfir 25 milljónir ferðamanna á ári. ?Ársfundurinn í Kanada var athyglisverður þar sem fram kom mikill áhugi á Íslandi, landinu, sögu þess og náttúru,? sögðu þær Erla Vignisdóttir og Guðrún Þórisdóttir sem voru fulltrúar Iceland Excursions Allrahanda - Gray Line Iceland á fundinum í Kanada.
Lesa meira

Icelandair skiptir um flugvöll í Orlando

Frá næsta vori mun Icelandair hafa Orlando Sanford International Airport sem miðstöð starfsemi sinnar í Orlando, í stað Orlando International Airport. Samningur þess efnis var undirritaður í liðinni viku. Fram kemur í tilkynningu frá Icelandair að Sanford flugvöllurinn hafi boðið félaginu góð kjör til að ná viðskiptum félagsins til sín. Þannig veiti hann félaginu t.d. markaðsstyrk sem nemur um 5 milljónum króna árlega, auk þess sem Icelandair greiði engin lendingargjöld fyrstu sex mánuði samningstímans. Fyrsta flug Icelandair á Sanford flugvöllinn verður 27. mars á næsta ári.
Lesa meira