Fréttir

Vínaryfirlýsingin samþykkt á fundi Ferðamálaráðs Evrópu

Á fundi Ferðamálaráðs Evrópu í gær var meðal annars samþykkt svonefnd ?Vínaryfirlýsing? (Vienna Declaration). Yfirlýsingin felur í sér stefnumörkun í ferðamálum í Evrópu til næstu ára. Í yfirlýsingunni er meðal annars bent á mikilvægi ferðaþjónustunnar í efnahagslífi Evrópu. Fram kemur að hún stendur beint og óbeint fyrir um 10% af vergri þjóðarframleiðslu álfunnar og um 12% fólks á vinnumarkaði starfar innan hennar. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa á vef Ferðamálaráðs Evrópu.
Lesa meira

Dagskrá Ferðamálaráðstefnunnar 2005 ? opnað fyrir skráningu

Dagskrá Ferðamálaráðstefnunnar 2005 liggur nú fyrir og þá hefur jafnframt verið opnað fyrir skráningu. Meginþema ráðstefnunnar sem haldin er á Radisson SAS Hótel Sögu, verður eins og fram hefur komið samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu. Ávörp samgönguráðherra og borgarstjóraRáðstefnan hefst kl. 9 fimmtudaginn 27. október með skráningu og afhendingu gagna. Að lokinni setningu flytja ávörp þau Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Steinunn V. Óskarsdóttir borgarstjóri. Samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustuÞá er komið að Hannesi Smárasyni, stjórnarformanni FL Group, sem flytur inngangserindi ráðstefnunnar undir yfirskriftinni ?Samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu.? Næst flytur erindi Anneke Dekker, framkvæmdastjóri Island Tours Hollandi, og fjallar um markaðslega samkeppnishæfni Íslands, frá sjónarhorni erlends seljanda. Menningarleg samkeppnishæfni Íslands er síðan yfirskrift næsta erindis sem Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri flytur. Að þessu loknu verða umræður og fyrirspurnir áður en tekið verður hádegishlé. Ráðstefnu- og tónlistarhús, ný Ferðamálastofa og lokaverkefnisverðlaun Að loknu hádegishléi verður kynning á nýju ráðstefnu- og tónlistarhúsi í Reykjavík sem Stefán Hermannsson, framkvæmdastjóri Austurhafnar ehf., annast. Þá mun Magnús Oddsson, ferðamálastjóri fara yfir væntanlegar breytingar á Ferðamálaráði með stofnun Ferðamálastofu um næstu áramót. Afhending lokaverkefnisverðlauna Ferðamálaseturs Íslands fyrir árið 2005 fylgir í kjölfarið og þá almennar umræður og afgreiðsla ályktana. Ráðstefnuslit eru áætluð kl 16:00. Ráðstefnugjald er  9.000 kr. Móttakna, kvöldverður og afhending umhverfisverðlaunaMóttaka í boði samgönguráðherra og Höfuðborgarstofu hefst í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, kl. 18 en safnið opnar kl 17:00 fyrir þá sem vilja kynna sér sýningar safnsins. Strætó mun aka gestum frá Listasafni Reykjavíkur að Hótel Sögu þar sem kvöldverður og skemmtun hefst kl. 20. Þar verða samkvæmt venju afhent umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs Íslands fyrir árið 2005. Verð fyrir kvöldverð er 4.900 kr. Kynning á ferðaþjónustu svæðisinsDaginn eftir, þ.e. föstudaginn 28. október, verður vettvangsferð og kynning á ferðaþjónustu svæðisins. Hefst hún kl. 10 og verður farið frá Hótel Sögu. Dagskrá skoðunarferðar PDF-skjal Skráning á ferðamálaráðstefnu 2005 - opna skráningareyðublað Dagskrá: Dags.:  27. og 28.  október 2005Staður:  Reykjavík, Radisson SAS Hótel Saga            Dagskrá: Fimmtudagur 27. októberkl. 09:00 Skráning og afhending gagnakl. 09:30 Setning kl. 09:35 Ávarp samgönguráðherra, Hr. Sturla Böðvarssonkl. 09:55 Ávarp borgarstjóra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir kl. 10:05 Kaffihlé kl. 10:25 Samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu              Hannes Smárason, stjórnarformaður FL Group kl. 10:45 Markaðsleg samkeppnishæfni Íslands, frá sjónarhorni erlends seljanda              Anneke Dekker, framkvæmdastjóri Island Tours Hollandikl. 11:05 Menningarleg samkeppnishæfni Íslands               Tinna Gunnlaugsdóttir, þjóðleikhússtjóri kl. 11:25 Umræður og fyrirspurnir kl. 11:45 Hádegisverðarhlé kl. 13:00 Kynning á nýju ráðstefnu- og tónlistarhúsi í Reykjavík               Stefán Hermannsson, framkvæmdastjóri Austurhafnar ehf. kl. 13:30 Ferðamálastofa  vs. Ferðamálaráð, hvers ber að vænta?               Magnús Oddsson, ferðamálastjórikl. 14:00 Fyrirspurnirkl. 14:15 Afhending lokaverkefnisverðlauna Ferðamálaseturs Íslands fyrir árið 2005 kl. 14:30 Kaffihlé kl. 14:50 Almennar umræður og afgreiðsla ályktanakl. 16:00 Ráðstefnuslit kl. 18:00 Móttaka í boði samgönguráðherra og Höfuðborgarstofu í Listasafni Reykjavíkur,                  Ath. safnið opnar kl 17:00 fyrir þá sem vilja kynna sér sýningar safnsins kl. 19:30 Strætó frá Listasafni Reykjavíkur að Hótel Sögukl. 20:00 Kvöldverður og skemmtun, skráning hjá Ferðamálaráði                 Afhending umhverfisverðlauna Ferðamálaráðs Íslands fyrir árið 2005 Dagskrá: Föstudagur 28.  októberkl. 10:00 Vettvangsferð og kynning á ferðaþjónustu svæðisins Ráðstefnustjórar:  Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar  Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar   Dagskrá ferðamálaráðstefnu 2005 ? prentvæn útgáfa (PDF)  
Lesa meira

Áríðandi tilkynning: Vegabréf til Bandaríkjanna

Að gefnu tilefni er rétt að vekja athygli á því Íslendingar á leið til Bandaríkjanna verða að framvísa tölvulesanlegu vegabréfi eða vegabréfi með áritun frá bandaríska sendiráðinu. Fram í júní á þessu ári gátu íslenskir ríkisborgarar fengið undanþágu frá þessu en það er nú úr sögunni. Í dag er farþegum vísað til síns heima geti þeir ekki framvísað tölvulesanlegu vegabréfi eða vegabréfi með áritun frá bandaríska sendiráðinu. Öll íslensk vegabréf sem gefin eru út eftir 1. júní 1999 eru tölvulesanleg. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Útlendingastofnunar Nánari upplýsingar um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna (athugið að upplýsingar á íslensku eru neðar á síðunni) Nánari upplýsingar um vegabréfsútgáfu  
Lesa meira

Niðurstöður þarfagreiningar fyrir menntun í ferðaþjónustu

Lokaskýrsla um þarfagreiningu fyrir menntun og fræðslu í ferðaþjónustu á Íslandi var kynnt á morgunverðarfundi Samtaka ferðaþjónustunnar fyrr í vikunni. Skýrslan er mikil að vöxtum enda verkefnið viðamikið. Verkefnið var unnið að frumkvæði Samtaka ferðaþjónustunnar í samstarfi við Starfsgreinaráð um náttúrunýtingu, Starfsafl, Landsmennt og Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks og með styrk frá Starfsmenntasjóði félagsmálaráðuneytis og menntamálaráðuneyti. Í skýrslunni segir að meginmarkmið rannsóknarinnar hafi verið: Að varpa ljósi á hverjar þarfir ólíkra hópa, greina og sviða innan ferðaþjónustunnar eru. Að varpa ljósi á efnisþætti er tengjast skipulagi og stefnumörkun varðandi uppbyggingu náms og fræðslu í ferðaþjónustu á öllum stigum. Að varpa ljósi á hvort og hvernig aukin hæfni og menntun geti nýst atvinnugreininni. Í lokaorðum um niðurstöður skýrslunnar segir m.a. að starfsmenn og stjórnendur fyrirtækja í ferðaþjónustu telji að þörf sé fyrir framboð náms og námskeiða á sviði ferðaþjónustu á framhaldsskólastigi, háskólastigi og í símenntun. Þörf sé fyrir sérhæft nám, starfsnám, alþjóðleg tengsl og sérhæfða símenntun. ?Um þessa þætti virðist ríkja almennt samkomulag þó svo að ljóst sé að tímaskortur og skortur á viðeigandi framboði komi helst í veg fyrir að fólk í greininni sæki nám eða námskeið,? segir í skýrslunni. Fundurinn þar sem skýrslan var kynnt var vel sóttur og hófst á ávarpi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Að erindi ráðherra loknu kynntu þær Sigríður Þrúður Stefánsdóttir og Arney Einarsdóttir könnunina. Á fundinum var dreift myndum sem sýna tillögur um aðgerðir, niðurstöður rýnihópa og niðurstöður viðhorfskönnunar. Í lok fundarins dró Jón Torfi Jónasson prófessor saman helstu atriði. Glærur frá fundinum og myndir, ásamt skýrslunni í heild, má nálgast á vef SAF. Mynd: Við Seljalandsfoss /Elías Bj. Gíslason  
Lesa meira

Lokaverkefni um ferðamál verðlaunað

Stjórn Ferðamálasetur Íslands hefur ákveðið að veita ein 100.000 króna verðlaun fyrir lokaverkefni um ferðamál. Verða þau afhent á ferðamálaráðstefnunni 27 október næstkomandi. Um er að ræða verkefni sem unnið er af nemanda eða nemendum við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri skólaárið 2004-2005. Kennarar við skólana eða leiðbeinendur nemenda hafa tilnefnt athyglisverð lokaverkefni og sérstök dómnefnd skipuð af stjórn FMSÍ mun velja verðlaunaverkefnið úr þeim hópi. Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri starfrækja sameiginlega Ferðamálasetur Íslands, sem er miðstöð rannsókna, fræðslu og samstarfs í greinum sem tengjast ferðamálum.  
Lesa meira

Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu nær þær sömu fyrstu sex mánuði ársins og í fyrra

Samkvæmt upplýsingum Seðlabankans voru gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu fyrstu sex mánuði þessa árs 14,776 miljarðar, en sömu mánuði í fyrra voru þær 14,874 miljarðar. Þetta hljóta að teljast jákvæðar fréttir þegar litið er til styrkingar krónunnar um nálægt 10% á þessum tímabili og þeirrar umræðu sem verið hefur um áhrif hennar á tekjur í greininni. Auknar tekjur af hverjum gestiÞá er einnig jákvætt að gjaldeyristekjur af hverjum gesti eru hærri fyrstu sex mánuði þessa árs samanborði við árið áður í íslenskum krónum og því verulega hærri í erlendum myntum. Tekjur vegna neyslu í landinu lækka um 2,2 % á hvern gest á þessum tíma, en tekjur vegna ferðalaga hækka nokkuð þannig að í heildina eru auknar tekjur að meðaltali af hverjum gesti. Margir jákvæðir þættirEins og áður sagði er þarna um að ræða fyrstu sex mánuði ársins. Ýmsar upplýsingar um nýliðna mánuði um umfang ferðaþjónustunnar hafa verið jákvæðar. Samkvæmt upplýsingum SAF hefur t.d. meðalnýting hótela í Reykjavík í ágúst hækkað þrátt fyrir aukið framboð og það sem er ekki síður ánægjulegt að meðalverð á hvert selt herbergi hefur hækkað í íslenskum krónum þrátt fyrir gengisþróun. Þá hefur gistinóttum á hótelum fjölgað undanfarna mánuði samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Eins og kemur fram í annarri frétt hér þá fjölgaði erlendum ferðamönnum um 12% í nýliðnum september og aukning upp á um 25% frá Bandaríkjunum sem hlýtur að vera ánægjuefni sérstaklega þegar mið er tekið af sterkri stöðu krónunnar.
Lesa meira

Ferðamönnum fjölgar fyrstu 9 mánuði ársins

Rétt tæplega 300 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Leifsstöð fyrstu 9 mánuði ársins, samkvæmt talningu Ferðamálaráðs. Fjölgun ferðamanna þessa fyrstu 3 ársfjórðunga yfirstandandi árs nemur 1% en sem kunnugt er var árið í fyrra metár hvað fjölda ferðamanna snertir. 12% aukning í septemberÁ ágústmánuði var fjölgun erlendra ferðamanna 1,5%. Norðurlöndin koma þar mjög sterkt inn og einnig er fjölgun frá Bandaríkjunum. Í september nemur fjölgunin hins vegar 12% miðað við september í fyrra. Góð aukning er frá flestum mörkuðum, mest frá Bandaríkjunum, Þýskalandi og fleiri löndum Mið-Evrópu. Sé litið á árið í heild er aukningin 1% sem fyrr segir. Af einstökum markaðssvæðum eru Bandaríkin að sýna mesta aukningu. Þá er veruleg fjölgun frá löndum sem talin eru sem ein heild, þ.e. sundurgreining eftir þjóðerni í talningunni nær til 14 landa en önnur eru talin sameiginlega. Niðurstöður talninganan fyrstu 9 mánuði ársins má sjá í töflunni hérað neðan og heildarniðurstöður eru aðgengilegar í meðfylgkandi Excel-skjali. Talning ferðamanna í Leifsstöð 2002-2005 (Excel skjal) Frá áramótum til septemberloka   2004 2005 Mism. % Bandaríkin                     40.408 45.682 5.274 13,1% Bretland                       47.808 46.727 -1.081 -2,3% Danmörk                        27.256 29.142 1.886 6,9% Finnland                       6.313 6.563 250 4,0% Frakkland                      19.614 18.368 -1.246 -6,4% Holland                        9.836 9.449 -387 -3,9% Ítalía                         8.838 8.340 -498 -5,6% Japan                          5.581 4.389 -1.192 -21,4% Kanada                         2.771 2.855 84 3,0% Noregur                        21.648 19.457 -2.191 -10,1% Spánn                          5.321 5.901 580 10,9% Sviss                          6.666 6.202 -464 -7,0% Svíþjóð                        21.993 20.584 -1.409 -6,4% Þýskaland                      35.810 33.890 -1.920 -5,4% Önnur þjóðerni                 35.635 40.886 5.251 14,7% Samtals: 295.498 298.435 2.937 1,0%
Lesa meira

Uppskeruhátíð ferðaþjónustu á Norðurlandi

Ferðamálasamtök Norðurlands eystra og vestra, Ferðaþjónustuklasinn og Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi bjóða til uppskeruhátíðar þann 10. nóvember. Þangað eru boðaðir allir sem starfa að ferðamálum á Norðurlandi. Að þessu sinni eru Þingeyingar gestgjafar en áætlað er þessi hátíð verði haldin árlega og á mismunandi svæðum á Norðurlandi. Markmiðið með hátíðinni er að efla samkennd og samvinnu á milli ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi og að ferðaþjónustuaðilar kynnist því sem að önnur svæði hafa upp á að bjóða. Nánari dagskrá verður send út á næstu dögum þar sem fram koma m.a. upplýsingar um skráningu og fleira.  
Lesa meira

Sífellt fleiri farþegar fara um Keflavíkurflugvöll

Umferð um Keflavíkurflugvöll hélt áfram að aukast í september og fjölgaði farþegum á leið um völlinn um 18% á milli ára. Í lok september hafði 1,4 milljónir gesta farið um völlinn frá áramótum sem er 11,3% fjölgun. Farþegar á leið til landsins í september voru 65.180 og á leið úr landi 71.675. Áfram- og skiptifarþegar (transit) voru um 28.000 í september. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.     Sept.05. YTD Sept.04. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 71.675 602.072 59.538 540.765 20,39% 11,34% Hingað: 65.180 599.193 55.756 551.686 16,90% 8,61% Áfram: 1.605 10.627 680 4.258 136,03% 149,58% Skipti. 26.443 239.102 23.814 210.462 11,04% 13,61%   164.903 1.450.994 139.788 1.307.171 17,97% 11,00%
Lesa meira

Niðurstöður þarfagreiningar fyrir menntun í ferðaþjónustu

Þann 11. október næstkomandi kl 8:15 verða á Radisson SAS Hótel Sögu kynntar niðurstöður þarfagreiningar fyrir menntun og fræðslu í ferðaþjónustu á Íslandi. Í tilkynningu kemur fram að verkefnið sé ein umfangsmesta rannsókn sem hefur verið framkvæmd á sviði ferðaþjónustu á Íslandi.  Markmið þarfagreiningarinnar var að varpa ljósi á þarfir stjórnenda og starfsfólks í ferðaþjónustu á sviði menntunar, varpa ljósi á þætti sem tengjast skipulagi og stefnumörkun varðandi uppbyggingu náms og hvort og hvernig aukin hæfni og menntun geti nýst ferðaþjónustu.  Rannsóknin var unnin að frumkvæði Samtaka ferðaþjónustunnar og í samstarfi við Starfsgreinaráð um náttúrunýtingu, Starfsafl, Landsmennt og Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks.  Sigríður Þrúður Stefánsdóttir og Arney Einarsdóttir, hjá HRM- rannsóknir & ráðgjöf sáu um framkvæmd þarfagreiningarinnar í samstarfi við Félagsvísindastofnun og Jón Torfa Jónasson, prófessor við Háskóla Íslands.  Þarfagreiningin byggði á rýnihópum og viðtölum við stjórnendur í ferðaþjónustu og viðhorfskönnun meðal stjórnenda og starfsfólks í greininni. Dagskrá:  Kl: 08:15          Morgunverður                         Setning fundar, Jón Karl Ólafsson, formaður SAF                         Ávarp, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra                         Kynning á niðurstöðum: Sigríður Þrúður Stefánsdóttir og Arney Einarsdóttir                         Samantekt: Jón Torfi Jónasson, prófessor Háskóla Íslands. Kl. 10:00          Fundarlok   Þátttökugjald með morgunverði.kr. 1.500. Vinsamlegast skráið þátttöku hjá Samtökum ferðaþjónustunnar info@saf.is eða í síma 511-8000.  
Lesa meira