Fara í efni

Ferðamálaráðstefnan 2005 - enn hægt að skrá sig

Ráðst-bannerstuttur
Ráðst-bannerstuttur

Um 200 manns hafa þegar skráð sig á árleg ferðamálaráðstefnu Ferðamálaráðs Íslands, þá 36. í röðinni, sem hefst á Radisson SAS Hótel Sögu á morgun. Gæti stefnt í metþátttöku og enn er tækifæri til að skrá sig.

Ráðstefnurnar eru jafnan fjölsóttar enda er hér kjörinn vettvangur fyrir ferðaþjónustuaðila til að hittast og stilla saman strengi sína. Ráðstefnan er opin áhugafólki og hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu af öllu landinu og mikilvægi hennar fyrir ferðaþjónustuna lýsir sér á fleiri en einn hátt. Auk þess að taka fyrir tiltekin málefni er ekki síður mikilvægt að hafa þetta tækifæri til að stefna aðilum í ferðaþjónustu saman til skrafs og ráðagerða.

Ávörp samgönguráðherra og borgarstjóra
Ráðstefnan hefst kl. 9 með skráningu og afhendingu gagna. Að lokinni setningu flytja ávörp þau Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Steinunn V. Óskarsdóttir borgarstjóri.

Samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu
Þá er komið að Hannesi Smárasyni, stjórnarformanni FL Group, sem flytur inngangserindi ráðstefnunnar undir yfirskriftinni ?Samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu.? Næst flytur erindi Anneke Dekker, framkvæmdastjóri Island Tours Hollandi, og fjallar um markaðslega samkeppnishæfni Íslands, frá sjónarhorni erlends seljanda. Menningarleg samkeppnishæfni Íslands er síðan yfirskrift næsta erindis sem Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri flytur. Að þessu loknu verða umræður og fyrirspurnir áður en tekið verður hádegishlé.

Ráðstefnu- og tónlistarhús, ný Ferðamálastofa og lokaverkefnisverðlaun
Að loknu hádegishléi verður kynning á nýju ráðstefnu- og tónlistarhúsi í Reykjavík sem Stefán Hermannsson, framkvæmdastjóri Austurhafnar ehf., annast. Þá mun Magnús Oddsson, ferðamálastjóri fara yfir væntanlegar breytingar á Ferðamálaráði með stofnun Ferðamálastofu um næstu áramót. Afhending lokaverkefnisverðlauna Ferðamálaseturs Íslands fyrir árið 2005 fylgir í kjölfarið og þá almennar umræður og afgreiðsla ályktana. Ráðstefnuslit eru áætluð kl 16:00.

Afhending umhverfisverðlauna Ferðamálaráðs
Um kvöldið er móttaka í boði samgönguráðherra og í kjölfarið hefst kvöldverður og skemmtun. Þar fer samkvæmt venju fram afhending umhverfisverðlauna Ferðamálaráðs Íslands fyrir árið 2005.

 

Kynning á ferðaþjónustu svæðisins
Daginn eftir, þ.e. föstudaginn 28. október, verður vettvangsferð og kynning á ferðaþjónustu svæðisins. Hefst hún kl. 10 og verður farið frá Hótel Sögu. Dagskrá skoðunarferðar PDF-skjal

Skráning á ferðamálaráðstefnu 2005 - opna skráningareyðublað

Dagskrá:

Dags.:  27. og 28.  október 2005
Staður:  Reykjavík, Radisson SAS Hótel Saga

           Dagskrá: Fimmtudagur 27. október
kl. 09:00 Skráning og afhending gagna
kl. 09:30 Setning
kl. 09:35 Ávarp samgönguráðherra, Hr. Sturla Böðvarsson
kl. 09:55 Ávarp borgarstjóra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir

kl. 10:05 Kaffihlé

kl. 10:25 Samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu
              Hannes Smárason, stjórnarformaður FL Group 
kl. 10:45 Markaðsleg samkeppnishæfni Íslands, frá sjónarhorni erlends seljanda
              Anneke Dekker, framkvæmdastjóri Island Tours Hollandi
kl. 11:05 Menningarleg samkeppnishæfni Íslands
               Tinna Gunnlaugsdóttir, þjóðleikhússtjóri 
kl. 11:25 Umræður og fyrirspurnir

kl. 11:45 Hádegisverðarhlé

kl. 13:00 Kynning á nýju ráðstefnu- og tónlistarhúsi í Reykjavík
               Stefán Hermannsson, framkvæmdastjóri Austurhafnar ehf.
kl. 13:30 Ferðamálastofa  vs. Ferðamálaráð, hvers ber að vænta?
               Magnús Oddsson, ferðamálastjóri
kl. 14:00 Fyrirspurnir
kl. 14:15 Afhending lokaverkefnisverðlauna Ferðamálaseturs Íslands fyrir árið 2005

kl. 14:30 Kaffihlé

kl. 14:50 Almennar umræður og afgreiðsla ályktana
kl. 16:00 Ráðstefnuslit

kl. 18:00 Móttaka í boði samgönguráðherra og Höfuðborgarstofu í Listasafni Reykjavíkur,
                  Ath. safnið opnar kl 17:00 fyrir þá sem vilja kynna sér sýningar safnsins
kl. 19:30 Strætó frá Listasafni Reykjavíkur að Hótel Sögu
kl. 20:00 Kvöldverður og skemmtun, skráning hjá Ferðamálaráði 
               Afhending umhverfisverðlauna Ferðamálaráðs Íslands fyrir árið 2005

Dagskrá: Föstudagur 28.  október
kl. 10:00 Vettvangsferð og kynning á ferðaþjónustu svæðisins

Ráðstefnustjórar:
  Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar
  Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar

 

Dagskrá ferðamálaráðstefnu 2005 ? prentvæn útgáfa (PDF)