Fara í efni

Myndir frá Ferðamálaráðstefnunni 2005

Myndir frá Ferðamálaráðstefnunni 2005 eru nú komnar inn á vefinn. Um 200 manns sóttu ráðstefnuna sem tókst vel í alla staði. Ráðstefnan var að þessu sinni haldinn á Radisson SAS Hótel Sögu í Reykjavík.

Jafnframt eru myndir frá afhendingu lokaverkefnisverðlauna Ferðamálaseturs Íslands, afhendingu umhverfisverðlauna Ferðamálaráðs, móttöku í boði samgönguráðherra og Höfuðborgarstofu og skoðunarferð í boði Ferðamálasamtaka Höfuðborgarsvæðisins þar sem kynntar voru ýmsar nýjungar í ferðaþjónustu svæðisins.