Fréttir

Málþing um akstur utan vega

Umhverfisstofnun og Landvernd munu laugardaginn 16. apríl, gangast fyrir málþingi um akstur utan vega. Málþingið verður haldið í Norræna húsinu í Reykjavík kl. 13:00-16:45. Á málþinginu verður fjallað um akstur utan vega frá ýmsum sjónarhornum með pallborðsumræðum í lokin. Megináhersla verður lögð á hvar vandinn liggur og hvað er til ráða. Öllum er velkomið að mæta. Dagskrá verður birt á vef Umhverfisstofnunar. Mynd af vef Umhverfisstofnunar  
Lesa meira

Keahótel taka við rekstri Hótels Borgar

Hótel Borg við Austurvöll varð frá og með gærdeginum sjötta hótelið í keðju Keahótela ehf. Þá var skrifað undir samning þess efnis að Keahótel taki rekstur hótelsins á leigu til næstu 15 ára, að því er fram kemur í tilkynningu. Hótel Borg er óumdeilanlega meðal þekktari hótela landsins, reist af Jóhannesi Jóhannessyni glímukappa. Hótelið stendur á tímamótum um þessar mundir en þann 25. maí næstkomandi eru 75 ár frá því hótelið sjálft var tekið í notkun, rétt í tæka tíð til að taka á móti erlendum gestum sem heimsóttu landið í tilefni Alþingishátíðarinnar 1930.
Lesa meira

Úrskurðarnefnd SAF og Neytendasamtakanna

Samtök ferðaþjónustunnar og Neytendasamtökin hafa undirritað samkomulag um úrskurðarnefnd. Að sögn Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra SAF, er um mikilvægt gæðamál að ræða. Úrskurðarnefndin tekur til meðferðar og úrskurðar hvers konar kvartanir frá neytendum vegna kaupa á vöru og þjónustu af fyrirtækjum innan SAF. Úrskurðarnefndina skipa 3 fulltrúar. Einn er tilnefndur frá SAF, einn frá Neytendasamtökunum og formaður nefndarinnar er tilnefndur af samgönguráðherra. Samninginn undirrituðu Erna Hauksdóttir fyrir hönd SAF og Jóhannes Gunnarsson fyrir hönd Neytendasamtakanna. Samninginn í heild sinni má nálgast á vef SAF.
Lesa meira

Rauðaskriða bætist í hóp flokkaðra gististaða

Á dögunum fjölgaði flokkuðum gististöðum hérlendis þegar Gistiheimilið Rauðaskriða í Aðaldal bættist í hópinn. Rauðaskriða er þriggja stjörnu gististaður og býður gistingu í 18 tveggja manna herbergjum með baði. Ennfremur er boðið upp á gistingu í 2-4 manna sumarhúsi. Rauðaskriða er landnámsjörð, fornt höfuðból og löngum sýslumannssetur sem stendur vestan í Fljótsheiði, norðarlega og liggur að Skjálfandafljóti. Gestgjafar eru þau Kolbrún Úlfsdóttir og Jóhannes Haraldsson og segjast þau njóta góðs af því að vera vel staðsett miðsvæðis á Norðurlandi. Stutt er í margar helstu náttúruperlur svæðisins, svo sem Mývatnssveit, Jökulsárgljúfur og Goðafoss. Um 38 km eru til Húsavíkur og litlu lengra til Akureyrar. Rauðaskriða er innan ferðaþjónustu bænda. Heimasíða Rauðuskriðu Allir gististaðir geta sótt um flokkunUm helmingur gistirýmis hérlendis er nú flokkaður samkvæmt flokkunarkerfi sem Ferðamálaráð Íslands heldur utan um og  hófst árið 2000. Allir gististaðir á Íslandi sem eru með tilskilin leyfi geta óskað eftir því að vera flokkaðir og í kjölfar skipulagsbreytinga á síðasta ári, þar sem m.a. tókst að lækka talsvert kostnað við flokkunina, hefur flokkuðum gististöðum fjölgað talsvert. Skrifstofa Ferðamálaráðs Íslands á Akureyri tekur við umsóknum um flokkun og veitir nánari upplýsingar í síma 464 9990 eða netfangið upplysingar@icetourist.is. Umsóknir þurfa að berast í pósti eða á faxi, meðfylgjandi þarf að vera rekstrarleyfi frá sýslumanni. Nánar um flokkun gististað með stjörnugjöf  
Lesa meira

Góð reynsla af nýju fyrirkomulagi á vistun Ráðstefnuskrifstofu Íslands

Í síðustu viku lauk IMEX kaupstefnunni í Frankfurt en hún er talin mikilvægasta og dýrasta sýning á þessum markaði í heiminum. Líkt og undanfarin ár tók Ráðstefnuskrifstofa Íslands (RSÍ) ásamt aðildarfélögum sínum þátt í kaupstefnunni. Samtals voru á þriðja tug Íslendinga frá 11 fyrirtækjum á IMEX að þessu sinni. Mikilvæg tengsl og viðskipti eiga sér stað á sýningu sem þessari. Hárrétt ákvörðunSíðastliðið haust var tekin ákvörðun um áframhaldandi vistun RSÍ hjá Ferðamálaráði og jafnframt var sú breyting á að ábyrgðin á verkefninu færðist yfir á markaðssvið Ferðamálaráðs. Þetta var m.a. gert í því skyni að treysta enn betur samstarf RSÍ við skrifstofur Ferðamálaráðs erlendis. Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálaráðs, segist nú enn sannfærðari en áður að með ofangreindum breytingum hafi verið tekin hárrétt ákvörðun. ?Við skipulagningu og framkvæmd á þáttöku Íslands á IMEX nutum við Anna Valdimarsdóttir, verkefnisstjóri RSÍ, ómetanlegs stuðnings Hauks Birgissonar, Ninu Kreutzer og annars starfsfólk á skrifstofu Ferðamálaráðs Íslands í Frankfurt. Ég held að þarna hafi verið sýnt með mjög afgerandi hætti að Ferðamálaráð tekur það hlutverk sitt ákaflega alvarlega, að vista RSÍ og styðja við starfsemina úti á mörkuðunum. Starfsmenn okkar úti á mörkuðunum eru sérfræðingar á sínu svæði og engum blöðum um það að fletta að þetta fyrirkomulag að nýta þá í hið beina markaðsstarf, hvort sem er á einstaka sýningum eða allt árið um kring, mun gagnast aðildarfélugum RSÍ best,? segir Ársæll. Ferðamáalráð er sem kunnugt er með skrifstofur í Danmörku fyrir Norðurlönd, í Frankfurt fyrir Evrópu, í New York fyrir Norður Ameríku og sérhæfðan starfsmann í Reykjavík fyrir Bretlandsmarkað. Hefur þegar sannað sigÁrsæll segir jafnframt að engum dylst lengur mikilvægi ráðstefnu- og hvatningaferðamarkaðarins fyrir íslenska ferðaþjónustu. ?Í Norður Ameríku hefur skrifstofa Ferðamálaráðs árum saman unnið á sambærilegan hátt að viðgangi þessa hluta markaðarins m.a. með því að sjá alfarið um Motivation Show (IT&ME) í Chicago í nafni RSÍ. Skrifstofan í Kaupmannahöfn, þó ung sé, tekur þetta líka alvarlega og hefur þegar unnið að sértækum verkefnum. Sömu sögu er að segja um verkefnin í Bretlandi sem okkar starfsmaður hefur unnið heilshugar að í samstarfi aðila,? segir Ársæll. Ráðstefnu-og tónlistarhús mjög miklivægtAð sögn Ársæls bíður atvinnugreinin óþreyjufull eftir að nýtt ráðstefnu- og tónlistarhús verði tekið í notkun eftir nokkur ár. ?Það mun reynast einn mikilvægasti þátturinn í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir fundi og ráðstefnur í framtíðinni. Það er einnig lykill að áframhaldandi markaðssókn utan háannar í ferðaþjónustu? segir Ársæll að lokum. Vefur Ráðstefnuskrifstofu Íslands Ljósmynd: Ingi Gunnar Jóhannsson.
Lesa meira

Skráning hafin á ráðstefnu um umhverfisvottun í ferðaþjónustu

Nú er hafin skráning á ráðstefnuna ?Umhverfisvottun í ferðaþjónustu -tálsýn eða tækifæri?? sem haldin verður miðvikudaginn 11. maí næstkomandi á Grand Hótel í Reykjavík. Að henni standa Ferðamálaráð Íslands og Samgönguráðuneytið í samvinnu við Hólaskóla, Háskólann á Hólum, Landvernd, Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálasamtök Íslands og Ferðamálasetur Íslands. Tilgangurinn er að vekja athygli á og koma af stað umræðu um umhverfisvottun í ferðaþjónustu, með höfuðáherslu á umræðu um umhverfisvottun sem tæki til að ná fram sparnaði í rekstri. Skoða dagskrá Skráning    
Lesa meira

Höfuðborgarsvæðið kynnt sem ein heild

Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins hafa undirritað samstarfssamning um að vinna sameiginlega að upplýsingamiðlun, kynningu á viðburðum tengdum ferðaþjónustu og að markaðssetja höfuðborgarsvæðið sem eina heild. Aðgengilegri og markvissari upplýsingagjöfSveitarfélögin sem aðild eiga að samningnum eru Álftanes, Garðabær, Hafnarfjarðarbær, Kópavogur, Mosfellsbær, Seltjarnarnesbær og Reykjavíkurborg. ?Stærsti kostur við fyrirkomulag sem þetta er að með því næst að skapa heildstæða mynd af höfuðborgarsvæðinu í huga ferðamanna. Með aðgengilegri og markvissari upplýsingagjöf og kynningu á svæðinu næst fram það markmið að gestir höfuðborgarsvæðisins staldra lengur við. En einnig er samstarfinu ætlað að ná betur til allra íbúa svæðisins, sem er ekki síður mikilvægur markhópur fyrir afþreyingarfyrirtæki og menningarviðburði, óháð búsetu þeirra innan svæðisins,? segir Pétur Rafnsson, formaður Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins. Hann bendir á að ferðaþjónustufyrirtæki, menningarstofnanir og sveitarfélögin sjálf leggja í síauknu mæli til margskonar þjónustu og möguleika í afþreyingu fyrir gesti svæðisins. Þannig hefur fjölbreytni fyrir ferðamenn, sem dvelja á höfuðborgarsvæðinu, aukist mikið á undanförnum árum og tekur það til allra þátta ferðaþjónustunnar. Höfuðborgarstofa í lykilhlutverkiHöfuðborgarstofa gegnir lykilhlutverki í samstarfinu og þar mun markaðsstarfið fara fram. Höfuðborgarstofa mun m.a. sjá um að viðhalda samskiptum og miðla upplýsingum frá sveitarfélögunum og Ferðamálasamtökum höfuðborgarsvæðisins. Höfuðborgarstofa rekur Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík, sem er fjölsóttasta upplýsingamiðstöð landsins. Sérstakt svæði á Höfuðborgarstofu verður tileinkað höfuðborgarsvæðinu þar sem sveitarfélögin hafa hvert um sig tækifæri til að kynna sínar áherslur. Styrkir FSHMeð aukinni samvinnu mun að sögn Péturs starfsemi Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins gagnvart ferðaþjónustufyrirtækjum og sveitarfélögum á svæðinu styrkjast. Fulltrúar sveitarfélaganna, sem m.a. mynda stjórn FSH, geta þannig náð enn betra sambandi við ferðaþjónustuaðila svæðisins. ?Ég lít á samninginn sem ákveðin tímamót í ferðaþjónustu svæðisins. Á undanförnum árum hefur það tíðkast í síauknu mæli að landshlutar og einstök svæði hafa aukið samvinnu sína á sviði ferðaþjónustu með það í huga að gera markaðsstarfið einbeittara og bæta upplýsingagjöf og nýtingu fjármuna sem varið er í kynningarstarf á hverju svæði. Það er einnig markmið okkar hér,? segir Pétur. Samstarfssamningnum er ætlað að gilda til næstu tveggja ára til reynslu.   Pétur Rafnsson, formaður FSH.  
Lesa meira

Ráðstefna um stjórnun þjónustugæða

Næstkomandi fimmtudag, 28. apríl, gangast Ferðamálsetur Íslands og viðskiptadeild Háskólans á Akureyri fyrir ráðstefnu um stjórnun þjónustugæða. Ráðstefnan er haldin í stofu L201 í Háskólanum á Akureyri og er öllum opin. Dagskrá: 13:30 Setning ráðstefnu Dr. Ingjaldur Hannibalsson, prófessor við Háskóla Íslands og stjórnarformaður Ferðamálaseturs Íslands 13:40 Stjórnun þjónustugæða: Fræði og framtíð Hafdís Björg Hjálmarsdóttir, lektor við Viðskiptadeild HA 14:00 Stjórnun þjónustugæða: Minn Garðabær Guðfinna B Kristjánsdóttir, upplýsingastjóri hjá Garðabæ 14:20 Stjórnun þjónustugæða: SPRON sparisjóður Þórný Pétursdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra SPRON sparisjóðs 14:40 Kaffihlé 15:10 Stjórnun þjónustugæða: Höldur ? Bílaleiga Akureyrar Steingrímur Birgisson, forstjóri Höldurs 15:30 Stjórnun þjónustugæða: Bláa lónið Kári Þór Guðjónsson, markaðsstjóri hjá Bláa lóninu 15:50 Stjórnun þjónustugæða: Forsenda árangurs í ferðþjónustu Jón Karl Ólafssson, verðandi forstjóri Icelandair og stjórnarformaður SAF 16:10 Samantekt erinda Dr. Ingjaldur Hannibalsson, prófessor við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands 16:20 Ráðstefnulok Ráðstefnustjóri er Helgi Gestsson, forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands og lektor við Viðskiptadeild HA  Ráðstefnugestum er boðið að þiggja léttar veitingar í ráðstefnulok.   Ljósmynd: Ragnar Th. Sigurðsson.
Lesa meira

Nýr vefur í loftið

Í dag, sumardaginn fyrsta, opnaði Ferðamálaráð Íslands nýja útgáfu af vefnum ferdamalarad.is. Á vefnum, sem nefndur er samskiptavefur ferðaþjónustunnar, er að finna fjölþættar upplýsingar um íslenska ferðaþjónustu. Vefurinn á að nýtast bæði aðilum innan greinarinnar og öllum þeim sem þurfa að leita sér upplýsinga um efni tengt ferðaþjónustunni, svo sem fjölmiðlum, skólafólki og fleirum. ?Þótt vefurinn hafi þróast stöðugt á þeim 6 árum sem liðin eru frá því að hann fór í loftið var engu að síður orðið tímabært að taka hann til gagngerrar endurnýjunnar. Von okkar er sú að þeir sem voru heimavanir í notkun gamla vefsins finnist þessi nýi einnig kunnuglegur en jafnframt kynnum við ýmsar nýjunar á þessum tímamótum,? segir Halldór Arinbjarnarson, vefstjóri Ferðamálaráðs. Með nýja vefnum verður, að sögn Halldórs, handhægara að auka miðlun upplýsinga frá Ferðamálaráði og greininni í heild og tækifæri skapast til frekari þróunar vefsins. Meðal nýrra þátta má nefna viðburðadagatal um það sem er á döfinni í íslenskri ferðaþjónustu og spjallsvæði þar sem hægt er að skiptast á skoðunum og leita eftir upplýsingum. Hönnun og forritun nýja vefsins var unnin í samvinnu við upplýsingatæknifyrirtækin Betri lausnir og Hugvit í Reykjavík og er vefumsjónarkerfið Vefþór notað við daglega umsýslu.  
Lesa meira

Vel sóttur aðalfundur Félags ferðaþjónustubænda

Félag ferðaþjónustubænda hélt aðalfund sinn á dögunum. Fundurinn var haldinn á Hótel Heklu á Skeiðum og var vel sóttur. Ýmis mál voru til umræðu á fundinum. Meðal annars var samþykkt nýtt flokkunarkerfi fyrir Ferðaþjónustu bænda sem hefur verið í vinnslu sl. 4 ár. Bætt er við nýjum flokki sem heitir sveitahótel en með því eru þeir staðir aðgreindir sem eru með herbergi með baði og aðra úrvalsaðstöðu eins og veitingastað og fleira. Annað umfangsmikið mál var endurskoðun á umhverfismálum samtakanna. Að sögn Marteins Njálssonar, formanns Félags ferðaþjónustubænda, hafa ferðaþjónustubændur tekið þá ákvörðun að vera ævinlega í fararbroddi í umhverfismálunum ferðaþjónustu á landsbyggðinni, enda hafa samtökin hlotið viðurkenningar fyrir starf á þessum vettvangi. Skemmst er að minnast umhverfisverðlauna Ferðamálaráðs 2004 og Skandinavísku ferðaverðlaunanna sem Ferðaþjónusta bænda fékk á ITB ferðasýningunni í Berlín í síðasta mánuði. Að sögn Marteins fer afkoma ferðaþjónustubænda batnandi, útlitið fyrir sumarið sé gott og ferðamannatímabilið alltaf að lengjast fram á vorið og fram eftir hausti.  
Lesa meira