Fara í efni

Ferðamálaráð auglýsir eftir lögfræðingi til starfa

LogoFMR
LogoFMR

Ferðamálaráð Íslands hefur auglýst eftir lögfræðingi á skrifstofu sína á Akureyri í 60% starf. Starfsmaðurinn mun sinna almennum lögfræðistörfum með sérstakri vísan til framkvæmdar laga um skipan ferðamála.

Líkt og fram hefur komið taka ný lög um skipan ferðamála gildi um næstu áramót. Meðal breytinga er að Ferðamálaráð sem stofnun fær aukin stjórnsýsluleg verkefni, ásamt því sem nafni hennar verður breytt í Ferðamálastofa. Stofnunin mun áfram sinna öllum þeim verkefnum sem verið hafa á hennar könnu hingað til og við bætist umfangsmikill málaflokkur sem snýr að útgáfu ýmissa leyfa í ferðaþjónustu, skráningu á starfsemi og eftirliti með að skilyrðum fyrir þeim sé fullnægt. Þetta tekur m.a. til ferðaskrifstofuleyfa og ferðaskipuleggjendaleyfa. Auglýsing um nýtt starf tengist ofangreindum breytingum. 

Umsóknarfrestur er til 2. nóvember og umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Mannafls-Liðsauka.