Fara í efni

Starf forstöðumanns Ferðamálaseturs Íslands auglýst laust til umsóknar

logoferdamalaseturs
logoferdamalaseturs

Starf forstöðumanns Ferðamálaseturs Íslands hefur verið auglýst laust til umsóknar. Um er að ræða sameiginlega stöðu forstöðumanns Ferðamálasetursins og lektors, dósents eða prófessors við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri.

Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri starfrækja sameiginlega Ferðamálasetur Íslands sem er miðstöð rannsókna, fræðslu og samstarfs í greinum sem tengjast ferðamálum. Stjórn setursins skipa sjö aðilar frá Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Hólaskóla, Ssamtökum ferðaþjónustunnar og Ferðamálaráði Íslands. Forstöðumaðurinn mun hafa starfsaðstöðu við Ferðamálsetur Íslands í Háskólanum á Akureyri.

Skoða auglýsingu (PDF)