Fara í efni

Ísland kynnt í nýrri 66°Norður verslun í New York

Í dag verður opnuð 66°Norður verslun í Soho-hverfi New York-borgar. Verslunin selur fatnað undir merkjum 66°Norður en auk þess verður sjónum beint að íslenskri náttúru og listsköpun. Ferðamálaráð Íslands og  Iceland Naturally hafa meðal annars komið að verkefninu.

Í versluninni, sem stendur við 158 Mercer Street, verður Ísland kynnt með margvíslegum hætti. Myndum af íslenskri náttúru verður varpað á stór sýningartjöld í versluninni auk þess sem sýnd verða myndbönd með hvers konar útivist sem stunduð er hér á landi. Einnig munu íslenskir listamenn troða upp þá tvo mánuði sem búðin verður opin en henni verður lokað aftur um áramótin.