Fréttir

Öflug fjölmiðlaumfjöllun um Ísland í Þýskalandi

Eins og fram hefur komið var eitt hefti hins virta þýska ferðatímarits Merian, sem kom út fyrr í sumar, helgað Íslandi. Gríðarleg landkynning felst í svo vandaðri umfjöllun en þetta er þó langt í frá eina dæmið af þessu tagi, enda hefur skrifstofa Ferðamálaráðs Íslands í Frankfurt lagt verulega áherslu á þennan þátt í markaðsstarfinu. ?Fólk gerir sér eflaust ekki grein fyrir hversu stóran þátt Ferðamálaráð á oft í jákvæðri umfjöllun erlendra fjölmiðla um land og þjóð. Ef við tökum Merian sem dæmi þá kom Ferðamálaráð mikið að þeirri vinnu. Héðan fékk tímaritið t.d. tillögur að efni, hvað þeir ættu að skrifa um og sjá, auk þess sem Ferðamálaráð greiddi fyrir framtakinu með ýmsum hætti. Síðan er í blaðinu vísað á okkur hjá Ferðamálaráði fyrir frekari upplýsingar. Annað dæmi af sama toga er GEO Season, sem einnig er mjög þekkt ferðatímarit, en það var í febrúar með mikla Íslandsútgáfu,? segir Haukur Birgisson, forstöðumaður markaðsskrifstofu Ferðamálaráðs í Frankfurt. Dæmin eru fjölmörgHaukur segir hægt að nefna fjölmörg dæmi um áberandi umfjöllun um Ísland í þýskum fjölmiðlum. Nýlega var t.d. bein útending frá Íslandi á tónlistarviðburði sem nefnist Musikanstadl og er þekktur sjónvarpsþáttur. Þar spiluðu m.a. Stuðmenn o.fl. Studdi Ferðamálaráð verkefnið ásamt Island Pro Travel. ?Fyrr í sumar voru einnig blaðamenn á ferð fyrir norðan og vestan. M.a. voru Snæfellsnesi og jöklinum gerð skil í tengslum við að 100 ár voru liðin frá andláti Jules Vernes. Það birtust margar greinar í blöðum og einnig er HR 3 sjónvarpsstöðin að taka upp fyrir þátt sem heitir ?Service Reisen. Hollenskir og franskir blaðamenn voru einnig á ferðinni nú í byrjun sumars en við reynum að senda fjölmiðlafólk til landsins áður en háannatímabil byrjar," segir Haukur. Farsælt samstarfHaukur segist vilja nefna að Ferðamálaráð hafi í gegnum árin átt mjög gott samstarf við Icelandair í tenglsum við ferðir blaðamanna og félagið sjálft sé auðvitað líka með öflugt markaðsstarf . Þá má megi nefna ferð blaðamanna í samstarfi við Iceland Express í vor til kynningar á nýja fluginu til Hahn. Skilar sér margfaltHann segir ljóst að landkynning sem þessi skili sér margfalt til baka. ?Eins og ég hef áður sagt má meta svona umfjöllun til nokkur hundruð milljóna króna í auglýsingum, mun meiri fjármuna en við getum nokkurn tíman sett í beinar auglýsingar? segir Haukur að lokum.  
Lesa meira

Farfuglaheimilið í Reykjavík eitt hið fyrsta í heimi með gæðavottun

Í gær fékk Farfuglaheimilið í Reykjavík afhenta gæðavottun alþjóðasambands farfuglaheimila, Hostelling International. Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit. Það var gæðastjóri Hostelling International, Iddan Kroll, sem afhenti vottunina. Í frétt frá Farfuglaheimilinu í Reykjavík kemur fram að alls eru starfrækt rúmlega 5000 farfuglaheimili í yfir 60 löndum og saman mynda þau stærstu gistihúsakeðju í heimi, Hostelling International. Bandalag íslenskra farfugla er aðilar að alþjóðasamtökunum og rekur Farfuglaheimilið í Reykjavík í Laugardalnum allt árið um kring. 12 heimilum boðin þátttakaÖll farfuglaheimili samtakanna skulu uppfylla lágmarks staðla í aðbúnaði en fyrir nokkrum árum fóru alþjóðasamtökin af stað með sérstakt tilraunaverkefni á sviði allsherjar gæðastjórnunar sem nýtast skyldi þeim sem lengra eru komin til að styrkja enn frekar gott starf. Farfuglaheimilinu í Reykjavík var boðin þátttaka í litlum 12 heimila hópi ólíkra Farfuglaheimila alls staðar að úr heiminum og hafa þau unnið að því síðan að innleiða gæðakerfi hvert á sínum stað. Í þessum hópi eru heimili í Ástralíu, Ungverjalandi, Chile, Tælandi, Kanada, Frakklandi, Spáni, Englandi og Austurríki. Kerfið, sem byggt er á ISO 9001 gæðastöðlum, hefur verið aðlagað þjónustunni og sérkennum samtakanna þar sem áhersla er lögð á að taka vel á móti öllum. Þau Farfuglaheimili fá vottunina sem uppfylla strangar kröfur um gæði og innra eftirlit.  Farfuglaheimilið í Reykjavík er eitt af fyrstu tólf Farfuglaheimilunum í heiminum sem fær slíka vottun og það fyrsta á Norðurlöndum. Mynd:Strfsfólk Farfuglaheimilisins í Reykjavík stllti sér upp til myndatöku að lokinni afhendingu viðurkenningarinnar.  
Lesa meira

Markaðsstarfið í N.-Ameríku styrkt með ráðningu á nýjum starfsmanni

Ólafur William Hand hefur verið ráðinn markaðsstjóri Ferðamálaráðs Íslands á Norður-Ameríkumarkaði. Mun hann hefja störf á skrifstofu Ferðamálaráðs í New York um miðjan september næstkomandi. Ólafur er fæddur í Bandaríkjunum árið 1968 en hefur verið búsettur hérlendis lengst af. Hann hefur sérhæft sig í markaðs- og útflutningsfræði við Háskóla Íslands og starfað við sölu- og markaðsmál síðastliðin 15 ár. Hann var einn af stofnendum Apple-búðarinnar á Íslandi og starfaði að markaðs- og sölumálum á Apple búnaði í 10 ár. Þá starfaði hann hjá Radíóbúðinni, Aco og Tæknivali og nú síðast hjá Expert, þar sem hann hefur gengt starfi rekstrar- og markaðsstjóra. Þá hefur hann setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, m.a. CCP sem framleiðir Eve-online tölvuleikinn og Apple IMC á Íslandi. Ólafur hefur starfað talsvert innan íþróttahreyfingarinnar, sérstaklega í tengslum við uppbyggingu og útbreiðslu Taekwondo-íþróttarinnar hérlendis. Unnusta Ólafs er Þórdís Filipsdóttir, einkaþjálfari. Ólafur kvaðst mjög spenntur að takast á við nýtt starf en hann mun sem fyrr segir koma til starfa hjá Ferðamálaráði um miðjan september næstkomandi. Öflugur viðbótarliðsmaðurÁrsæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálaráðs, kveðst mjög ánægður með ráðningu Ólafs. ?Bandaríki Norður-Ameríku hafa verið einn mikilvægasti markaður íslenskrar ferðaþjónustu í áraraðir. Skrifstofu Ferðamálaráðs í New York hefur verið stýrt farsællega af Einari Gústavssyni og bætist honum nú nýr og öflugur liðsauki. Ráðning Ólafs er liður í þeirri stefnumótun Ferðamálaráðs að styrkja enn frekar sölu- og markstarf fyrir íslenska ferðaþjónustu. Við væntum mikils af Ólafi enda er hann reyndur sölu- og markaðsmaður og munu kraftar hans ekki síst nýtast í verkefninu Iceland Naturally sem er vistað hjá Ferðamálaráði,? segir Ársæll.
Lesa meira

Sterk staða Íslands í Bandaríkjunum

Ísland virðist vera einn af heitastu áfangastöðum fyrir Bandaríkjamenn um þessar mundir og mikið spurt eftir ferðum til landsins. Þetta endurspeglast meðal annars í umfjöllun bandarískra fjölmiðla um Ísland, sem hefur líklega aldrei verið jafn mikil og nú. Einar Gústavsson, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálaráðs Íslands í New York, segir þetta afar áhugavert, ekki síst í ljósi óhagstæðrar gengisþróunar undanfarin misseri. "Þrátt fyrir að Ísland sé nú mun dýrari valkostur fyrir Bandaríkjamenn en áður og fjölskylduferðir hingað nánast útilokaðar af þeim sökum, virðist það ekkert slá á eftirspurnina. Þetta er staðreynd sem ég tel afar mikilvægt fyrir íslenska ferðaþjónustuaðila að hafa í huga. Það er nauðsynlegt fyrir þá að sækja áfram af fullum krafti inn á þennan markað hér vestan hafs", segir Einar. Einstök umfjöllunEinar segist aldrei hafa orðið vitni að jafn mikilli umfjöllun fjölmiðla um Ísland og nú upp á síðkastið og hámarki var náð sl. sunnudag þegar tvö af stærstu dagblöðum Kaliforníu gerðu Íslandi ítarleg skil sama daginn. Þetta voru blöðin Los Angeles Times og San Francisco Chronicle. Hið fyrrnefnda var með heilsíðuumfjöllun í ferðablaði sínu og umfjöllun San Francisco Chronicle var enn meiri. Bæði var forsíða blaðsins helguð Íslandi með stórri mynd og tvær síður inn í blaðinu einnig. "Það að tvö af einum virtustu blöðum Bandaríkjanna og frá sama fylki skuli helga sig Íslandi sama daginn er alvegeinstakt," segir Einar. Þessu til viðbótar nefnir hann heilsíðugrein á besta stað í New York Times í síðustu viku og þannig mætti áfram telja. Halda áfram af krafti"Fjölmiðlaumfjöllun ásamt mikilli eftirspurn eftir ferðum til landsins sýnir hvað Ísland hefur náð sterkri stöðu. Við skulum átta okkur á að þetta gerist þrátt fyrir að gengi dollars gagnvart krónu hafi fallið um 42% á þremur árum. Þetta kemur mörgum á óvart og ég vil ítreka hversu mikilvægt er að íslensk ferðaþjónusta haldi áfram að sinna markaðinum hér. Þetta bendir sterklega til að í sókninni hafi tekist að koma réttum skilaboðum til réttra markhópa sem hopa ekki þrátt fyrir hærra verð. Einnig hefur verið dreift á markaðinum fyrsta flokks kynningarefni um Ísland, meðal annars á annað hundrað þúsund eintökum af DVD mynd um landið. Við megum því hvergi slaka á. Ég á von á að haustið verði gott og nú verður aftur boðið upp á flug í allan vetur á milli Íslands og New York, sem hefur verið okkar sterkasti vetrarmarkaður. Þetta er tækifæri sem ekki má missa aftur," segir Einar. Tryggja þarf flugið til San FranciscoÁ vesturströndinni hefur að sögn Einars átt sér stað öflugt markaðsstarf í tengslum við flugið til San Francisco þar sem Icelandair, Ferðamálaráð og Iceland Naturally hafa komið að málum. "Það er einnig mikilvægt að sinna þeim markaði vel til að tryggja framhald þess flugs. Hér er sem sagt fullt af góðum hlutum að gerast og þrátt fyrir að Ísland sé dýrt virðast Bandaríkjamenn spenntari fyrir landinu en nokkru sinni fyrr," segir Einar Gústavsson að lokum. Mynd: Seljalandsfoss. Ferðamálaráð/EBG  
Lesa meira

Flugstöð Leifs Eiríkssonar meðal þeirra bestu í heimi

Alþjóðasamtök flugvalla standa árlega fyrir könnun meðal farþega um gæði flugstöðva. Viðurkenningar fyrir árið 2004 voru afhentar á dögunum og hafnaði Flugstöð Leifs Eiríkssonar í þriðja sæti í flokki minni flugstöðva, eða þar sem færri en 5 milljónir farþega fara um. Ferðamenn völdu Hong Kong bestu flugstöð í heimi árið 2004. Í öðru sæti lenti Seoul Incheon og í því þriðja flugstöðin í Singapore. Í flokki minni flugstöðva var flugstöðin í Halifax í fyrsta sæti, Malta í öðru sæti og þá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.Þetta er niðurstaða svokallaðrar AETRA könnunar sem framkvæmd er á vegum Airports Council International (ACI) and the International Air Transport Association (IATA).  Samtökin veita árlega verðlaun þeim flugvöllum sem standa sig best í þessari könnun.  Árið 2004 var könnunin framkvæmd á 48 flugvöllum um allan heim.  Farþegar eru fengnir til að svara spurningum á vettvangi um hina ýmsu þjónustuþætti í byggingunni.  Alls eru þetta 31 þjónustuþáttur sem farþegar eru spurðir um m.a. aðgengi, leiðbeiningar, þjónustu, aðstöðu, öryggi og umhverfi.  Gagna í þessari könnun er aflað allt árið, en niðurstöður birtar ársfjórðungslega. Vefur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar Mynd: Hrönn Ingólfsdóttir forstöðumaður markaðssviðs tók við verðlaununum fyrir hönd Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf.  
Lesa meira

Tæpir tveir mánuðir í Vestnorden

Um 80 íslensk fyrirtæki eru skráð til þátttöku á Vestnorden ferðakaupstefnunni sem haldin verður í Kaupmannahöfn 13.-14. september í haust. Verða Íslendingar fjölmennastir eins og jafnan áður. Ferðamálaráð Íslands, Færeyja og Grænlands tóku fyrir 20 árum höndum saman um að halda sameiginlega ferðakaupstefnu. Sú fyrsta var haldin árið 1985 og Vestnorden í Kaupmannahöfn í haust verður sú 20. í röðinni. Löndin skipast á um að halda kaupstefnuna og hefur hún 10 sinnum verið haldin hér á landi, 5 sinnum í Færeyjum og nú eru Grænlendingar gestgjafar í fimmta sinn. Þetta er þó í fyrsta skipti sem Vestnorden er haldin utan landanna þriggja en ákvörðun um Kaupmannahöfn í stað Grænlands miðar að því að draga úr kostnaði fyrir þátttakendur. Eftir sem áður verða í boði skoðunarferðir til landanna þriggja í tengslum við kaupstefnuna. Auk Íslands, Færeyja og Grænlands gerðust Hjaltlandseyjar nokkurs konar aukaaðili að Vestnorden fyrir þremur árum. Á kaupstefnunni hitta ferðaþjónustuaðilar frá löndunum fjórum, ferðaheildsala frá ýmsum löndum. Þarna er um að ræða fyrirtæki sem eru að selja, eða hafa hug á að selja, ferðir til vestnorrænu landanna. Ferðaheildsalarnir koma eins og jafnan áður víða að, m.a. frá Ástralíu, Kanada, Bandaríkjunum og Rússlandi. Heimasíða Vestnorden 2005
Lesa meira

Um 9.000 gestir á tveimur dögum

Mikil umferð skemmtiferðaskipa hefur verið undanfarna daga. Í gær lágu þrjú skip í Reykjavíkurhöfn og í dag voru þrjú skip samtímis á Pollinum á Akureyri, þar af tvö þau sömu og í Reykjavík. Í dag eru tvö skip í Reykjavíkurhöfn og þau verða bæði á Akureyri á morgun. Þá hefur eitt þessara sex skipa viðkomu á Ísafirði á morgun. Samtals eru um 6000 farþegar með þessum sex skipum sem hafa viðkomu í Reykjavík, Akureyri, Ísafirði eða öllum stöðum. Miðað við að einn áhafnarmeðlimur sé fyrir hverja tvo farþega má reika með að um 9.000 gestir hafi komið með skemmtiferðaskipum til landsins þessa tvo daga. Annríki hjá rútufyrirtækjumÍ dag voru það skipin Deutschland, Discovery og Astoria sem heiðruðu Eyfirðinga með nærveru sinni og voru um 1.700 gestir með þeim. Tvö þeirra voru í Reykjavík í gær ásamt skipinu Costa Allegra með um 500 farþega. Tvö skip af stærri gerðinni eru hins vegar í Reykjavík í dag og fara norður á morgun, Sea Princess og Aurora, sem hvort um sig eru um 77.000 brúttutonn og rúma samtals um 3.800 gesti. Stór hluti farþeganna fer í skoðunarferðir með rútum og því er mikið annríki á þeim vettvangi einnig. Fleiri skip og meiri dreifing farþegaÍ sumar er áætlað að 69 skemmtiferðaskip leggjast að bryggju í Reykjavíkurhöfn, af öllum stærðum og gerðum, og er það aukning frá því í fyrra þegar 58 skip komu til landsins. Árið 1993 voru skipin hins vegar 22. Sama þróun hefur átt sér stað á Akureyri en þangað hafa 53 skip boðað komu sína í sumar, samanborið við 45 í fyrrasumar. Fjölgun skemmtiferðaskipa er m.a. árangur öflugs markaðsstarfs hafna landsins og fleiri aðila og má í því sambandi nefna samtökin Cruse Iceland sem formlega voru stofnuð á síðasta ári. Þá hefur sú þróun einnig átt sér stað að skipin hafa viðkomu í fleiri höfnum hérlendis en áður var þannig að farþegar dreifast meira um landið, eru að fara í fleiri ferðir og skilja þannig meira eftir. Þá hefur færst í vöxt að farþegaskipti eigi sér stað hérlendis þannig að nýir farþegar séu að koma með flugi og aðrir að hverfa til síns heima. Mynd: Deutschland, Discovery og Astoria á Pollinum á Akureyri í dag.Ferðamálaráð HA  
Lesa meira

Dalvíkurbyggð í stefnumótunarvinnu

Síðastliðið haust fór af stað stefnumótunarvinna í ferðaþjónustu í Dalvíkurbyggð sem áætlað er að  verði lokið nú í haust. Liður í vinnunni er skýrsla um komur ferðamanna til sveitarfélagsins. Rannsóknir - og ráðgjöf ferðaþjónustunnar unnu skýrsluna fyrir Dalvíkurbyggð. Niðurstöður byggja annars vegar á símakönnunum sem gerðar voru á meðal Íslendinga og spurningakönnunum sem lagðar voru fyrir erlenda ferðamenn. Samkvæmt skýrslunni var fjöldi erlendra ferðamanna í Dalvíkurbyggð á síðast ári í kringum 17.000 manns og fjöldi innlendra ferðamanna er áætlaður um 50.000 manns. Stærstur hluti erlendu ferðamannanna kom á tímabilinu júní-september eða um 14.000 manns. Ekki er munur á komu erlendra ferðamanna til Dalvíkur eftir kyni eða aldri. Þegar skoðað er frá hvaða löndum erlendu gestirnir koma má sjá að stærstur hluti þeirra er frá Mið-Evrópu, alls 3.800, Suður-Evrópu, alls 3.700, og Norðurlöndunum, alls 2.700. Um það bil 83% erlendra ferðamanna á Dalvík kemur á eigin vegum en það helst í hendur við það að rúmlega 20% erlendra gesta á Dalvík koma til landsins með Norrænu. Útfrá niðurstöðum könnunarinnar er áætlað að yfir 50.000 Íslendingar hafi komið til Dalvíkur á síðasta ári í rúmlega 100.000 heimsóknum og benda niðurstöðurnar til þess að ferðamönnum á Dalvík hafi fjölgað umtalsvert. Aldurshópurinn sem mest sækir Dalvík heim er 46-55 ára. Íbúar af Norðurlandi eystra komu hlutfallslega mest til Dalvíkur á síðasta ári, þá fólk af Norðurlandi vestra en íbúar Vestfjarða komu minnst. Skýrsluna er hægt að nálgast í heild sinni á heimasíðu Dalvíkurbyggðar www.dalvik.is Mynd: Frá Fiskideginum mikla á Dalvík.  
Lesa meira

Guðrún Bergmann fær viðurkenningu mánaðarins hjá Green Globe 21

Guðrún Bergmann, ferðaþjónustubóndi á Hótel Hellnum á Snæfellsnesi, hlotnaðist á dögunum sá heiður að vera valin ?Champion of the Month? hjá Green Globe 21. Viðurkenninguna fær Guðrún fyrir framlag sitt til eflingar sjálfbærrar ferðaþjónustu á Íslandi og útbreiðslu Green Globe 21. Green Globe 21 eru sem kunnugt er alþjóðleg samtök fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu sem vilja starfa út frá markmiðum um sjálfbæra þróun. Þátttakan byggist á vottun á umhverfisvænum starfsháttum þar sem tekið er mið af umhverfislegum, efnahagslegum og félagslegum þáttum. Guðrún hefur unnið ötullega að umhverfisvænni ferðaþjónustu hér á landi og innt af hendi mikið frumkvöðlastarf á því sviði undir merkjum Green Globe 21. Á það bæði við um hennar eigin ferðaþjónusturekstur og einnig starf með öðrum, svo sem vottun 5 sveitarfélaga og þjóðgarðs á Snæfellsnesi og samstarf við Ferðaþjónustu bænda. Þá hefur hún verið óþreytandi í að kynna Ísland og Green Globe 21 á erlendum vettvangi. Því er ljóst að Guðrún er vel að þessari viðurkenningu komin.
Lesa meira

Lausn flugvallarskattamáls í Þýskalandi í augnsýn

Á dögunum var haldinn tvíhliða fundur Íslands og Þýskalands um viðskiptamál. Fundurinn var í Þórsmörk og þar lýstu fulltrúar Þýskalands því yfir að svokallað flugvallarskattsmál  væri í góðum farvegi og að leysast. Þetta kemur fram í nýsta tölublaði af Stiklum, vefriti Viðskiptastofu utanríkisráðuneytisins. Eins og fram hefur komið heimta stjórnvöld í Frakklandi og Þýskalandi hærri flugvallarskatta af farþegum sem fljúga til Íslands og annarra EFTA-ríkja en af farþegum sem fljúga til aðildarríkja Evrópusambandsins. Slíkt er í ósamræmi við reglur sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu og fóru íslensk stjórnvöld þegar fram á að þessi mismunun í gjaldtökunni yrði afnumin, segir í Stiklum. Málið er til meðferðar í Þýskalandi en það krefst m.a. atbeina þýsku sambandsríkjanna. Þýska sendinefndin taldi nær öruggt að málið leystist fyrir árslok 2005. Mynd: Úr Þórsmörk/Ingi Gunnar Jóhannsson.
Lesa meira