Fréttir

Hótelgistingin of ódýr í Danmörku?

Að mati samtaka hótela og veitingahúsa í Danmörku (Horesta) er hótelgisting í Kaupmannahöfn of ódýr. Samtökin vilja beita sér fyrir hærra verði til þess að bæta hag hótela sem mörg hver eiga við fjárhagsvanda að stríða. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu. Í dag kostar næturgisting á fjögurra stjörnu hóteli að jafnaði 2.000 krónum meira í Stokkhólmi en í Kaupmannahöfn. Stóraukið framboð á gistirými telja samtökin helstu ástæðuna fyrir þessu lága verði. Einnig hafa viðskiptaferðalög minnkað eftir hryðjuverkaárásinar í New York 2001 og hár virðisaukaskattur í Danmörku kemur jafnframt niður á hótelunum.
Lesa meira

Íslendingar fjölmennir á Vestnorden

Rúmlega 100 íslenskir aðilar eru skráðir til þátttöku á Vestnorden ferðakaupstefnunni sem haldin verður í Kaupmannahöfn 13.-14. september næstkomandi. Ferðamálaráð Íslands, Grænlands og Færeyja hafa staðið að kaupstefnunni síðastliðna tvo áratugi og er hún nú haldin í tuttugasta sinn. Rúmlega 150 sýnendurSýnendur á kaupsstefnunni koma frá vestnorrænu löndunum þremur auk þess sem fyrirtæki frá Danmörku og Settlandseyjum taka þátt. Samtals eru rúmlega 150 fyrirtæki frá þessum löndum skráð sem sýnendur að þessu sinni þannig Íslendingar eru lang fölmennastir líkt og jafnan áður. Kaupendur koma víð aðÁ Vestnorden hitta sýnendurnir ferðaheildsala hvaðanæva að úr heiminum og eiga með þeim stutta fundi sem búið er að tímasetja áður en kaupstefnan hefst. Þarna er um að ræða fyrirtæki sem eru að selja, eða hafa hug á að selja, ferðir til vestnorrænu landanna. Um 112 kaupendur frá um 20 löndum eru skráðir til þátttöku á Vestnorden að þessu sinni. Má þar nefna fyrirtæki frá Ástralíu, N.-Ameríku og Rússlandi og en flest eru fyrirtækin þó frá nágrannaríkjum okkar í V.-Evrópu. Takmarkanir á kynningumÁrsæll Harðarson forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálaráðs vill koma því á framfæri við íslenska söluaðila að þeir átti sig á þeirri takmörkun á kynningum sem felst í breytingu á fyrirkomulagi kaupstefnunnar nú. ?Að þessu sinni stendur Ferðamálaráð Grænlands fyrir Vestnorden og fer það fram í Kaupmannahöfn í fyrsta sinn. Fundirnir fara fram í húsnæði bak við Bryggjuhúsið og plássleysi gerir það að verkum að fyrirtækin geta ekki haft með sér kynningarveggi og annað áberandi sýningarefni. Þetta er ókostur en að sögn Grænlendinga óhjákvæmilegt," segir Ársæll. Vestnorden í Kaupmannahöfn í haust verður sem fyrr segir sú 20. í röðinni. Kaupstefnan hefur 10 sinnum verið haldin hér á landi, 5 sinnum í Færeyjum og nú eru Grænlendingar gestgjafar í fimmta sinn. Þetta er þó í fyrsta skipti sem Vestnorden er haldin utan landanna þriggja en ákvörðun um Kaupmannahöfn í stað Grænlands miðar að því að draga úr kostnaði fyrir þátttakendur. Heimasíða Vestnorden 2005 Mynd: Norðurbrygggja í Kaupmannahöfn.
Lesa meira

Markviss markaðssetning á ráðstefnu- og hvataferðamarkaði

Síðustu misseri hefur farið fram skipuleg markaðssetning á Íslandi sem áfangastað fyrir hvataferðir og ráðstefnur. Fjölmargir aðilar standa saman að þessum verkefnum undir leiðsögn og forystu Ferðamálaráðs og Ráðstefnuskrifstofu Íslands. Dæmi um þetta eru þátttaka í sýningum og beinar markaðsaðgerðir á völdum markaðssvæðum á Norðurlöndum, í Evrópu og Bandaríkjunum. Kynningar í sendiráðum í fimm löndumÁ næstunni mun Ráðstefnuskrifstofa Íslands í samvinnu við Ferðamálaráð Íslands, Icelandair og sendiráð Íslands, standa fyrir kynningum í London, Osló, Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Helsinki. Fyrsta kynningin verður haldinn í London þann 28. september þar sem kynnt verður hvað Ísland hefur að bjóða er varðar hvataferðir og ráðstefnur. Gestunum verður boðið að bragða íslenskan mat og hitta aðildarfélaga RSÍ sem taka þátt í kynningunni. Einnig verður kynning á fyrirhugaðri byggingu Ráðstefnu- og tónlistarhúss sem mun rísa á Miðbakkanum í Reykjavík. Samskonar kynningar verða svo haldnar í Helsinki 25. október, í Osló þann 7. nóvember, Stokkhólmi þann 8. nóvember og Kaupmannahöfn þann 9. nóvember. Samvinnan gefur aukið vægi?Tilgangurinn með þessum kynningum er að sinna því meginhlutverki Ráðstefnuskrifstofunnar að markaðssetja Ísland sem áfangastað til ráðstefnuhalds og móttöku hvataferða. Með því að halda kynningarnar erlendis næst betur til vel valdra kaupenda og samvinnan við sendiráðin, Ferðamálaráð og Icelandair gefur þeim enn aukið vægi. Norðurlöndin og Stóra-Bretland eru meðal mikilvægustu markaðssvæða Íslands þegar kemur að hvataferðum og ráðstefnuhaldi og því mikilvægt að sinna vel markaðsstarfi og kynningum þar,? segir Anna R. Valdimarsdóttir, verkefnisstjóri Ráðstefnuskrifstofunnar. Ráðstefnu-og tónlistarhús skapar nýja möguleikaAð sögn Ársæls Harðarsonar, forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálaráðs, er ráðstefnu-og hvataferðamarkaðurinn einn verðmætasti vaxtabroddurinn í íslenskri ferðaþjónustu. ?Nú hillir undir nýtt metnaðarfullt Ráðstefnu-og tónlistarhús með alþjóðlegu hóteli. Sú framkvæmd mun gerbreyta möguleikum okkar á þessum markaði og skapa ný sóknarfæri, beggja vegna Atlantshafs, fyrir ferðaþjónustuna. Ferðaþjónustan og opinberir aðilar vinna náið saman að markaðssetningunni enda viðurkennt að markaðssetning og gjaldeyrisöflun vegna ferðaþjónustu vinni gegn þensluáhrifum í hagkerfinu og skilar erlendu tekjustreymi inn í landið, segir Ársæll Harðarson að lokum. Mynd: Ingi Gunnar Jóhannsson.
Lesa meira

Ferðamál og kynjuð orðræða

Næstkomandi þriðjudag, 30. ágúst, mun Annette Pritchard, prófessor við háskólann í Cardiff Wales, halda fyrirlesturinn "Ferðamál, ímyndasköpun og kynjuð orðræða". Fyrirlesturinn er haldinn í stofu 101 Odda og hefst kl. 16.15 Á ensku nefnist fyrirlesturinn "Tourism and Gendered Discourses. The Importance of Locating Gender Issues at the Heart of Tourism Education". Hann er haldinn á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum og ferðamálafræði Háskóla Íslands. Dr. Annette Pritchard er forstöðumaður Welsh Centre for Tourism Research við háskólann í Cardiff, og gestaprófessor við New Zealand Tourism Research Institute. Hún hefur bakgrunn úr félagsvísindum, fjölmiðlafræði og félagsfræði ásamt alþjóðastjórnmálafræði. Eftir hana liggja um 100 bækur og greinar í alþjóðlegum tímaritum um ímyndir, markaðssetningu í ferðamennsku og kynjafræði, um kyngervi og um stjórnmál ferðamála. Dr. Annette Pritchard er aðalfyrirlesari á heimsfundi menningarmálaráðherra úr röðum kvenna sem er haldinn í Reykjavík 29. og 30. ágúst á vegum Heimsráðs kvenleiðtoga (Council of Women World Leaders). Í fréttatilkynningu segir að dr.Pritchard hafi m.a. staðið að því að byggja upp teymi kynjafræðinga í ferðamálafræðum og sé í forsvari fyrir First International Conference on Critical Tourism Studies sem haldin var í Dubrovnik í Króatíu, í júlí 2005. Hún er ennfremur stjórnarmaður í Executive Committee of the Association for Tourism in Higher Education á Bretlandi og í ritstjórn tímaritsins Journal of Tourism and Cultural Change and Leisure Studies, ásamt því að vera reglulega með innlegg um ferðamál í útvarpi og sjónvarpi BBC.
Lesa meira

SAMIK auglýsir eftir umsóknum um styrki

Vert er að minna á að þann 1. september næstkomandi rennur út frestur til að sækja um styrk til SAMIK. Hægt er að sækja um styrki til verkefna sem aukið geta samstarf Íslands og Grænlands á sviði ferðamála. Styrkirnir geta aldrei numið nema 50% af heildarkostnaði viðkomandi verkefnis. Umsóknir skulu sendar samgönguráðuneytinu, merktar SAMIK, fyrir 1. september næstkomandi eyðublöðum sem þar fást. Eyðublöðin er einnig að finna á heimasíðu ráðuneytisins. (Sækja eyðublað) Allar upplýsingar þurfa að vera á dönsku eða ensku. Nauðsynlegt er að leggja fram kostnaðaráætlun þess verkefnis sem sótt er um styrk til auk nákvæmra upplýsinga um umsækjendur, verkefnið og tilgang þess. Stefnt er að því að ákvörðun um úthlutun styrkjanna liggi fyrir í lok september. Fyrri helmingur styrksins er að jafnaði greiddur út þegar ákvörðun um styrkveitingu liggur fyrir og seinni helmingur þegar viðkomandi verkefni er lokið. Rétt er að benda á að eldri umsóknir er nauðsynlegt að endurnýja. Nánari upplýsingar veitir Birgir Þorgilsson, stjórnarmaður SAMIK, í síma 553 9799. Mynd: Á Jöklusárlóni/Ingi Gunnar Jóhannsson  
Lesa meira

Nýr stigi upp úr Ásbyrgi og bætt aðstaða fyrir ferðamenn við Dettifoss

Síðastliðinn föstudag var formlega tekinn í notkun nýr stigi upp úr Tófugjá í Ásbyrgi. Jafnframt var opnuð ný og gjörbreytt snyrtiaðstaða fyrir ferðamenn við Dettifoss að austan. Stiginn upp úr Tófugjá bætir aðstöðu allra náttúruunnenda, innlendra sem erlendra, á vinsælli gönguleið milli Vesturdals og Ásbyrgis. Áður voru margir sem treystu sér ekki til að fara um Tófugjá og þurftu að fara um lengri veg í Ásbyrgi. Vatnssalernið við Dettifoss kemur í stað þurrsalernis sem hefur staðið ferðamönnum til boða í nokkur ár. Hér er um verulega framkvæmd að ræða þar sem bora þurfti sérstaklega fyrir vatni til að geta boðið gestum þjóðgarðsins upp á viðunandi hreinlætisaðstöðu á þessum vinsæla ferðamannastað. Ferðamálaráð Íslands styrkti verkefnið um 3 milljónir króna en einnig fékk Umhverfisstofnun, sem Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum heyrir undir, styrki vegna þessara verkefna frá Pokasjóði og ÁTVR. Klippt á borða við formlega opnun á nýju salernishúsi við Dettifoss. Talið frá vinstri. Davíð Egilson, forstjóri Umhverfisstofnunar; Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, Valur Þór Hilmarsson, umhverfisfulltrúi Ferðamálaráðs Íslands og Þórey I. Guðmundsdóttir, forstöðumaður  fjárhags- og rekstrarsviðs Umhverfisstofnun.  
Lesa meira

Metfjöldi farþega hjá Icelandair

Farþegar Icelandair í júlí síðastliðnum voru rúmlega 214 þúsund og hafa aldrei verið fleiri í einum mánuði í sögu félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Farþegum fjölgaði um 16,2% frá því í júlí í fyrra en þá voru farþegarnir 184 þúsund. Farþegafjöldinn í júlí í ár samsvarar því að félagið hafi flutt um 70% íslensku þjóðarinnar í mánuðinum, en sú er ekki raunin, því mikill meirihluti farþeganna eru erlendir, segir í frétt félagsins. Icelandair flutti tæplega sjö þúsund farþega að jafnaði daglega í júlí. Framboðið í júlí, var 23% meira en á síðasta ári og sætanýting var 86,6% eða 0,1 prósentustigi betri en í júlí í fyrra. Frá áramótum hefur farþegum Icelandair fjölgað um 13,5% og eru 882 þúsund. Sætanýting hefur batnað um 2,3 prósentustig og er það sem af er árs 76,9%. Í fréttinni kemur einnig fram að fartímum (block-hours) í leiguflugi Loftleiða-Icelandic hefur fjölgað um 42,6% í júlí og um 21,7% frá áramótum. Farþegum Flugfélags Íslands í innanlandsflugi fækkaði um 3% í júlí og voru tæplega 29 þúsund. Þeim hefur hins vegar fjölgað frá áramótum um 4,6%.
Lesa meira

Samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu umfjöllunarefni Ferðamálaráðstefnunnar 2005

Nú liggur fyrir að ferðamálaráðstefnan 2005 verður haldin á Radisson SAS Hótel Sögu í Reykjavík dagana 27.-28. október næstkomandi. Meginumfjöllunarefni verður Samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu. Nánari dagskrá og fyrirlesarar verða kynnt síðar en málið verður reifað frá ýmsum hliðum, svo sem rekstrarlega, markaðslega, umhverfislega, menningarlega o.fl. Þá verður jafnframt á ráðstefnunni kynnt það nýja stjórnsýsluumhverfi sem tekur gildi 1. janúar næstkomandi með nýjum lögum um skipan ferðamála. Opin áhugafólki og hagsmunaaðilum í ferðaþjónustuRáðstefnurnar eru jafnan fjölsóttar enda er hér kjörinn vettvangur fyrir ferðaþjónustuaðila til að hittast og stilla saman strengi sína. Ráðstefnan er opin áhugafólki og hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu af öllu landinu og mikilvægi hennar fyrir ferðaþjónustuna lýsir sér á fleiri en einn hátt. Auk þess að taka fyrir tiltekin málefni er ekki síður mikilvægt að hafa þetta tækifæri til að stefna aðilum í ferðaþjónustu saman til skrafs og ráðagerða. Mynd: Ingi Gunnar Jóhannsson    
Lesa meira

Fundað með ferðaþjónustuaðilum í Húnaþingi vestra

Í gær voru Einar Kr. Guðfinnsson, formaður Ferðamálaráðs, og Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs stofnunarinnar, á ferð í Húnaþingi vestra. Funduðu þeir með heimamönnum og tóku púlsinn á ferðaþjónustu svæðisins. Stefnt á opnun Selaseturs næsta vorFyrst var fundað á Gauksmýri með forsvarsmönnum Selasetursins á Hvammstanga. Þar var m.a. rætt um framtíðaráform Selasetursins, fjármögnunarleiðir og fleira. Markmið Selasetursins eru að reka sýningu og upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn á Hvammstanga og stuðla að almennri þekkingu um sjávarspendýr, náttúrufar og búskaparhætti við strendur Vatnsness. Eru þar víða góðar aðstæður til að skoða seli í sínu náttúrulega umhverfi. Er stefnt á að opna Selasetrið næsta vor. Grettir sterki í forgrunniÞá var einnig fundað á Gauksmýri með forsvansmönnum Grettistaks en markmið þess verkefnis eru að efla menningu og atvinnulíf í Húnaþingi vestra með því að nýta menningararf og sögu svæðisins. Eins og nafnið ber með sér er þar Grettir sterki Ásmundsson og saga hans í forgrunni. Er m.a. unnið að uppbyggingu fræðaseturs á Laugarbakka sem hlotið hefur nafnið Grettisból. ?Báðir þessir fundir voru ákaflega fróðlegir og gagnlegir og tengjast vel þeirri miklu gerjun sem nú á sér stað víða um land á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu,? segir Elías. Almennur fundur á HvammstangaUm kvöldið var síðan boðað til almenns fundar með ferðaþjónustuaðilum svæðisins og var hann haldinn á Hvammstanga. Fundurinn var vel sóttur og bar margt á góma. ?Við fórum m.a. yfir og skýrðum út hlutverk og starfsemi Ferðamálaráðs og fræddumst hjá heimamönnum um það sem er efst á baugi hjá þeim. Þannig held ég að fundurinn hafi verið afar gagnlegur fyrir alla aðila,? segir Elías. Mynd: Hvítserkur við Vatnsnes.  
Lesa meira

Hagvöxtur á heimaslóð á Vestfjörðum

Í haust hefst á Vestfjörðum þróunarverkefnið Hagvöxtur á heimaslóð. Það er ætlað stjórnendum ferðaþjónustufyrirtækja og er markmiðið að aðstoða þá við að innleiða skipulögð og árangursrík vinnubrögð við markaðssetningu, stjórnun og vöruþróun. Jafnframt að nýta betur þau tækifæri sem fyrir hendi eru á hverju svæði. Verkefnið var fyrst reynt síðastliðinn vetur með ferðaþjónustufyrirtækjum á Vesturlandi. Útflutningsráð stendur að verkefninu í samvinnu við Samtök ferðaþjónustunnar, Impru nýsköpunarmiðstöð, LandsMennt, Mími-símenntun, Ferðamálasetur Íslands og Byggðastofnun. Verkefnið hefst í október og stendur til mánaðamótanna janúar/febrúar. Haldnir verða fjórir tveggja daga vinnufundir þar sem áherslan verður lögð á vöruþróun, markaðssetningu og klasamyndun. Verkefnið á Vesturlandi skilaði mjög góðum árangri og er þess vænst að forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja á Vestfjörðum sjái sér einnig hag í því að taka þátt.? Nánari upplýsingar veitir Guðjón Svansson, verkefnisstjóri hjá Útflutningsráði, í síma 511 4000 eða með tölvupósti, gudjon@utflutningsrad.is.  
Lesa meira