Fréttir

Aðalfundur SAF 2005

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar 2005 verður haldinn 7. apríl næstkomandi á Grand Hótel Reykjavík og verður Markaðstorg SAF haldið daginn eftir á sama stað. Ákveðið hefur verið að fjalla um markaðssetningu og sölu á netinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýjasta fréttabréfi samtakanna en það er aðgengilegt á vef SAF.  
Lesa meira

Aðalfundur Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins

Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins halda aðalfund sinn næstkomandi föstudag, 4. mars. Fundurinn verður haldinn í Smárahóteli í Kópavogi og hefst kl: 14:00 Dagskrá fundarins. Kl.: 14:00 Afhending fundargagna Kl.: 14:10 Setning - Pétur Rafnsson, formaður Ferðamálasamtaka hbsv. Kl.: 14:20 Ávarp Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar Kl.: 14:40 Kaffihlé Kl.: 15:00 Aðalfundarstörf skv. lögum FSH Kl.: 16:00 Samstarf í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu - Dóra Magnúsdóttir, markaðsstjóri Reykjavíkurborgar Kl.: 16:25 Fyrirspurnir Kl.: 16:45 Fundarslit Fundarstjóri: Sigurrós Þorgrímsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi. Skráning á fundinn er í síma 898-6635 eða petur@icetourist.is  
Lesa meira

Reynslusaga ferðamanns

Daglega berast Ferðamálaráði fjöldi tölvupóstsendinga með fyrirspurnum eða öðrum erindum. Oft er fólk að lýsa ánægju sinni með heimsókn til landsins og til gamans er hér birt bréf sem skrifstofu Ferðamálaráðs í New York barst í gær frá bandarískum ferðamanni. "Ég heimsótti Reykjavík fyrir stuttu og átti mjög ánægjulega dvöl. Mér finnst Ísland einn fallegasti staður á jörðinni. En ég varð fyrir því óláni að 500 dollara myndavélinni minni var stolið. Ég vissi ekki hvert ég ætti að snúa mér og fór til baka þar sem ég hafði verið að versla fyrr um daginn. Er ég sagði konunni sem á verslunina hvað hefði gerst sagði hún að það gæti ekki verið að einhver hefði stolið myndavélinni minni. Ég hlyti að hafa tínt henni. "Þetta er Ísland ekki Bandaríkin," sagði hún. Hún hringdi síðan fyrir mig á alla staði sem ég hafði komið á um daginn. Í ljós kom að ég hafði gleymt myndavélinni í rútunni og einhver vingjarnlegur Íslendingur farið með hana á lögreglustöðina þangað sem ég gat sótt hana. Þetta er sönnun þess hversu vingjarnleg þjóð Íslendingar eru. Ég mun heimsækja Ísland eins oft og ég get. Ég er hugfanginn af Reykjavík!" -Eric Diello  
Lesa meira

20 ár frá opnun skrifstofu Ferðamálaráðs í Evrópu

Nú um helgina eru liðin 20 ár frá því að skrifstofa Ferðamálaráðs var opnuð í Evrópu. Skrifstofan er staðsett í Frankfurt í Þýskalandi en markaðssvæði hennar tekur til allrar Mið-Evrópu, svo sem Þýskalands, Frakklands, Austurríkis, Sviss, Ítalíu, Hollands Belgíu og fleiri landa. "Árið 1984 var mikil umræða innan stjórnar Ferðamálaráðs um nauðsyn þess að efla allt kynningar- og markaðsstarf okkar á þessum mikilvæga markaði", segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri, sem þá sat í framkvæmdastjórn Ferðamálaráðs. "Niðurstaða þeirra viðræðna var sú að hefja starfsemi með opnun skrifstofu í Frankfurt í samstarfi við aðra hagsmunaaðila í ferðaþjónustu. Þetta var í reynd fyrsta "krónu á móti krónu" samstarfið þar sem Ferðamálaráð greiddi helming kostnaðar og Flugleiðir, Arnarflug, Samband veitinga- og gistihúsa, Félag íslenskra ferðaskrifstofa og Ferðaskrifstofa ríkisins greiddu hinn helminginn á móti. Við fórum síðan út og opnuðum skrifstofuna með viðhöfn 27. febrúar 1985. Smám saman fækkaði síðan þessum samstarfsaðilum og nú um nokkuð langt skeið hefur Ferðamálaráð staðið eitt að þessum rekstri", segir Magnús. Þrír gegnst starfi forstöðumannsFyrsti forstöðumaður skrifstofunnar var Ómar Benediktsson, þá tók við Dieter Wendler og loks núverandi forstöðumaður Haukur Birgisson. Á skrifstofunni starfa nú fjórir starfsmenn þar af einn frönskumælandi sem sinnir fyrst og fremst frönskumælandi hluta Evrópu. Starfsmenn svara miklum fjölda fyrirspurna, taka þátt í tugum ferðasýninga í Evrópu árlega, dreifa hundruðum þúsunda bæklinga og annars kynningarefnis, aðstoða söluaðila Íslandsferða og leita nýrra. Þá eru samskipti við fjölmiðlafólk og aðstoð við það mikilvægur þáttur í starfsemi skrifstofunnar. Fjórföldun á umfangi ferðaþjónustu frá markaðssvæðinu Þegar litið er til breytinga á þessum 20 árum þá má t.d. nefna að nær fjórföldun hefur orðið í umfangi ferðaþjónustu hér á landi frá þessu markaðssvæði skrifstofunnar á þessum 20 árum og miklar breytingar á því samhliða, hvað varðar t.d. minnkun í árstíðarsveiflu og fleira. Ferðamálaráð mun halda fund á skrifstofunni í Frankfurt á fimmtudag og föstudag og kynna sér ýmislegt tengt starfseminni. Má þar nefna heimsókn til söluaðila Íslandsferða, kynningu á markaðssetningu ráðstefnumiðstöðvar Frankfurt og fleira. Frá Frankfurt í Þýskalandi.  
Lesa meira

Málstofur um ferðamál hjá viðskiptadeild HA

Á næstunni gengst viðskiptadeild Háskólans á Akureyri fyrir tveimur málstofum þar sem ferðamál verða til umfjöllunar. Sú fyrri er á dagskrá þann 4. mars næstkomandi kl. 12:10. Þar mun Bergþóra Aradóttir, sérfræðingur við Ferðamálasetur Íslands, fjalla um þróun ferðamannastaða í óbyggðum. Síðari málstofan tengd ferðamálum er á dagsskrá 15. apríl kl 12:10. Þar mun Jónína Guðmundsdóttir, aðjúnkt við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri, fjalla um þróun mannauðs í ferðaþjónustu og samanburð á milli Íslands og Skotlands. Nánar á vef Háskólans á Akureyri.  
Lesa meira

Hestamennska á landsbyggðinni

Síðastliðinn föstudag var kynnt skýrsla nefndar sem landbúnaðarráðherra skipaði til að gera úttekt á aðstöðu til hestamennsku á landsbyggðinni og gera tillögur um stuðning ríkissjóðs við uppbyggingu hennar. Fulltrúi Ferðamálaráðs í nefndinni var Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs. ReiðhúsMeðal þess sem nefndin leggur til er að ríkisvaldið styrki sérstaklega byggingu reiðhúsa á ákveðnum stöðum á landsbyggðinni samkvæmt skilgreiningu nefndarinnar þar um. Er í því sambandi talað um reiðhallir á Akureyri og Fljótsdalshéraði og reiðskemmur í Borgarfirði, Hornafirði, Snæfellsnesi og Ísafirði. ReiðleiðirNefndin leggur til að hætt verði að leggja reiðleiðir meðfram þjóðvegum eftir því sem frekast er kostur. Þess í stað verði þegar hafist handa við, í samstarfi við Landssamband hestamannafélaga (L.H.) og Vegagerðina að leggja reiðleiðir þar sem þær voru áður eftir því sem heimildir og kort mæla fyrir um, eða á nýjum stað, en ekki við þjóðveginn eða á helgunarsvæði hans. Gripið verði til aðgerða til að tryggja lagningu slíkra reiðleiða. Nefndin leggur jafnframt til að um leið og reiðleið er lögð sé þess gætt að nauðsynleg aðstaða sé jafnframt byggð upp eða gert ráð fyrir henni. Þá er gerð tillaga um að sérstaklega verði farið hvernig tengja megi vinsæla staði við stofnleiðir og héraðsleiðir, fornar og nýjar og veittir fjármunir til uppbyggingar slíkra reiðleiða. Nefndin leggur til að framlög til reiðvega af Vegaáætlun verði tvöfölduð. Og jafnframt að ríkisstjórnin samþykki, í eitt sinn, sérstaka fjárveitingu á fjárlögum, umfram tekjur Vegasjóðs sem fjárframlag vegna átaks við gerð reiðleiða og mannvirkja tengdum þeim á landsbyggðinni. Komið verði á fót nefnd skipaðri fulltrúum frá L.H. og Vegagerðinni er geri tillögur að því hvernig sérstöku fjármagni vegna átaks í reiðvegamálum skuli varið. KnapamerkjakerfiðNefndin leggur til að ríkisvaldið styðji við uppbyggingu knapamerkjakerfisins. Kannað verði hvort hægt sé að koma slíkum stuðningi að í gegnum hið almenna menntakerfi landsins eða með öðrum hætti eftir því sem best nýtist verkefninu. Skýrslan í heild sinni er aðgengileg á vef landbúnaðarráðuneytisins  
Lesa meira

Ferðamálaráð býður til samstarfs um auglýsingar á íslenskri ferðaþjónustu

Ferðamálaráð Íslands hefur ákveðið að bjóða íslenskum fyrirtækjum til samstarfs um gerð og birtingu auglýsinga sem hvetja landsmenn til ferðalaga innanlands. Um er að ræða hluta af kynningarherferðinni ?Ísland ? sækjum það heim? og er gert ráð fyrir að útlit og efnistök auglýsinga taki mið af því sem gert hefur verið til þessa. Ferðamálaráð hyggst verja 12 milljónum króna til verkefnisins á tímabilinu 15. maí 2005 ?30. apríl 2006. Hér með er auglýst eftir samstarfsaðilum sem hafa áhuga á að leggja fram fé á móti Ferðamálaráði og auglýsa þjónustu sína á framangreindu tímabili. Skilyrði er að viðkomandi aðili sé starfandi í ferðaþjónustu og reiðubúinn að auglýsa í fjölmiðlum sem ná til allra landsmanna. Skipt í 16 hluta Fjármunum Ferðamálaráðs er skipt í 16 hluta; 8 að fjárhæð 1.000.000 krónur og 8 að fjárhæð 500.000 krónur. Lágmarksframlag þeirra sem vilja taka þátt er jafnhá upphæð í hverjum hluta. Hver aðili getur einungis boðið í einn hlut. Samstarfsaðilar verða valdir með hliðsjón af fjárframlögum og fyrirhugðum kynningarverkefnum hvers og eins. Sérstakt tillit verður tekið til verkefna sem höfða til ferðalaga utan háannar á landsvísu. Að uppfylltum þessum skilyrðum verður að öðru jöfnu sá aðili sem leggur til hæst mótframlag á móti Ferðamálaráði valinn til samstarfs. Tekið er við skriflegum umsóknum um samstarf til 30. apríl nk. á skrifstofu Ferðamálaráðs Íslands, Lækjargötu 3, 101 Reykjavík á sértöku eyðublaði sem nálgast má hér á vefnum. Sækja eyðublað Auglýsing um samstarfið, prentvæn útgáfa Eyðublaðið og auglýsingin eru á Adobe Acrobat formi (pdf-skrá) og til að opna það þarf forritið Acrobat Reader að vera uppsett á viðkomandi tölvu. Smelltu  hér og fylgdu leiðbeiningunum sem fylgja í kjölfarið ef þú ert ekki með Acrobat Reader.  
Lesa meira

Ferðamálaráðstefnan 2005

texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti texti
Lesa meira

Ferðaþjónusta framtíðarinnar

Samtök ferðaþjónustunnar gengust í dag fyrir málþingi á Hótel Nordica. Á málþinginu var fjallað um ferðaþjónustu sem atvinnugrein framtíðarinnar, virði ferðaþjónustunnar og ferðaþjónustu sem fjárfestingarkost í framtíðinni. Málþingið hófst með ávarpi Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Þá hélt Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri erindi um virði ferðaþjónustunnar undir yfirskriftinni "Að slá máli á ferðaþjónustuna" og Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands, fjallaði um fjárfestingar í ferðaþjónustu. "Áhættufjarmagn í ferðaþjónsutu - hver vill vera með?" Að lokum voru pallborðsumræður, sem Jón Karl Ólafsson formaður SAF stjórnaði. Aðrir þátttakendur pallborðsumræðunnar voru Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri Radisson SAS Hótel Sögu og Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda. Ávarp Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra vakti verðskuldaða athygli en það má nálgast í heild sinni á vef Samgönguráðuneytisins.  
Lesa meira

Heimsþekktir matreiðslumenn og fjöldi erlendra blaðamanna á "Food and fun"

Rúmlega 60 erlendir blaðamenn koma hingað til lands vegna "Food and fun" hátíðarinnar sem hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Er ljóst að hátíðin, sem nú er haldin í fjórða sinn, vekur sívaxandi athygli erlendis. Flestir koma blaðamennirnir frá Bandaríkjunum en einnig frá níu þjóðum Evrópu. Munu þeir fylgjast með 12 heimsþekktum matreiðslumeisturum sem koma til að taka þátt í hátíðinni. "Food and fun" er samstarfsverkefni Icelandair, íslensks landbúnaðar og "Iceland Naturally" verkefnisins og er tilgangurinn að kynna kosti íslenskra matvæla sem víðast. Jafnframt tengist "Food and fun" vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Yfirvöld ferðamála eru einn meginstuðningsaðili hátíðarinnar og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra opnar hana með formlegum hætti með hádegisverðarboði í Matvælaskólanum í Kópavogi. Þar verða m.a. viðstaddir hinir erlendu blaðamenn, keppendur og dómarar, auk fjölda annarra sem tengjast hátíðinni. Heimsþekktir matreiðslumenn á veitingastöðum borgarinnarHátíðin hefur tvö meginþemu. Annars vegar munu hinir erlendu matreiðslumeistarar koma sér fyrir í eldhúsum nokkurra bestu veitingahúsa höfuðborgarinnar og elda með íslenskum starfsbræðrum sælkeramáltíðir fyrir gesti þá daga sem hátíðin stendur yfir. Veitingastaðirnir eru Grillið, Siggi Hall, Rauðará, 3 Frakkar, Hótel Holt, La Primavera, Einar Ben, Argentína, Apótekið, Perlan, Sjávarkjallarinn og Vox. Keppni þeirra bestuHins vegar taka matreiðslumeistararnir þátt í alþjóðlegri keppni sem fram fer laugardaginn 19. febrúar í Listasafni Íslands. Keppnin hefst kl. 13 og er opin fyrir almenning. Keppnin gengur þannig fyrir sig að meistarakokkarnir hafa 3 klukkustundir til að útbúa þriggja rétta máltíð þar sem eingöngu er notað íslenskt hráefni. Síðan metur 6 manna alþjóðleg dómnefnd árangurinn og veitir verðlaun fyrir besta fiskréttinn, besta kjötréttinn og besta eftirréttinn. Verðlaunin verða veitt í hátíðatkvöldverði á Nordica hótelinu og þar verður jafnframt útnefndur "Iceland Naturally matreiðslumaður ársins 2005" Vefsíða Food and Fun  
Lesa meira