Fréttir

Ný lög um skipan ferðamála taka gildi

Í maí síðastliðnum voru samþykkt ný lög um skipan ferðamála ( lög 73/2005). Lögin taka gildi nú 1. janúar 2006. Helstu breytingar frá núgildandi lögum hvað varðar starfsemi skrifstofu Ferðamálaráðs eru þessar. Sérstak ráð, Ferðamálaráð, hefur frá 1964 verið stjórn skrifstofu Ferðamálaráðs og samkvæmt lögum borið faglega og fjárhagslega ábyrgð á störfum hennar. Ferðamálaráð fær með gildistöku laganna nýtt og breytt hlutverk og verður  ekki lengur  stjórn umræddrar stofnunar og ber  ferðamálastjóri því nú  alla faglega og fjárhagslega ábyrgð á störfum stofnunarinnar gagnvart ráðherra. Ferðamálastofa tekur við hlutverki Ferðamálaráðs sem stofnunarStofnunin, sem hefur verið kölluð Ferðamálaráð Íslands eins og ráðið sjálft, þó í reynd væri hún eðlilega  skrifstofa Ferðamálaráðs, fær nú nafn og  mun heita Ferðamálastofa.Ferðamálastofa tekur samkvæmt lögunum við öllum skuldbindingum og verkefnum skrifstofu Ferðamálaráðs. Þannig að engin núverandi verkefni falla niður eða eru færð annað. Ferðamálastofa mun því áfram sinna þeim verkefnum sem  skrifstofur Ferðamálaráðs hafa sinnt gagnvart stjórnvöldum, greininni og innlendum og erlendum ferðamönnum. En veigamiklir nýir málaflokkar bætast við þau verkefni sem fyrir eru. Leyfismál færast til FerðamálastofuÍ fyrsta lagi færast nú  til Ferðamálastofu  1. janúar 2006   leyfismál vegna ferðaskrifstofa, ferðaskipuleggjenda og fleiri svo og öll stjórnsýsla því tengd. Þeir sem hafa gild leyfi til reksturs ferðaskrifstofu nú skulu fyrir 30. júní 2006 sækja um ný leyfi, en þá falla úr gildi öll núgildandi leyfi til rekskturs ferðaskrifstofa. Eftirlit með umræddri starfsemi verður nú á hendi Ferðamálastofu. Gera má ráð fyrir að þetta kalli á umsóknir og því útgáfu leyfa til um 200 aðila í ferðaþjónustu á árinu 2006 og eftirlit með þeirra starfsemi, þ.m.t. árleg yfirferð ársreikninga ferðaskrifstofa samkvæmt umræddum lögum. Þá er Ferðamálastofu  falið að ákvarða, innheimta og vista tryggingarfé ferðaskrifstofa. Stofnuninni er einnig falið að taka ákvarðanir um aðgerðir hvað varðar sviptingar leyfa og um notkun tryggingarfjár komi til gjaldþrots rekstraraðila. Þá mun Ferðamálastofa  samkvæmt nýju lögunum sinna skráningu bókunarmiðstöðva og upplýsingamiðstöðva, sem verða nú skráningaskyldar í fyrsta sinn. Framkvæmd markaðrar ferðamálastefnuÍ öðru lagi er Ferðamálastofu falið með nýju lögunum það nýja verkefni að sjá um framkvæmd markaðrar ferðamálastefnu. Þingsályktun um framkvæmd þessarar áætlunar var samþykkt á síðasta þingi í kjölfar mikillar vinnu við gerð hennar, sem var stjórnað af þriggja manna stýrihóp skipuðum af samgönguráðherra  og var ferðamálastjóri formaður þess hóps.Í umræddri áætlun eru fjölmörg verkefni sem nú með nýjum lögum Ferðamálastofu er falið að hafa umsjón með framkvæmd á. Sömu verkefnum sinnt áframMagnús Oddsson ferðamálastjóri segir að undanfarna mánuði hafi verið unnið að þessari breytingu innan stofnunarinnar. ?Það eru ótal atriði sem hefur þurft að skoða  og  hefur eðlilega undirbúningur vegna þessara nýju stjórnsýsluverkefna tekið mestan tímann, þar sem það eru ný verkefni, en að öðru leyti er um að ræða mikið sömu verkefni í nýrri stofnun þó áherslur breytist í mörgum málaflokkum,? segir Magnús. Samkvæmt nýju lögunum þá  yfirtekur Ferðamálastofa allar skuldbindingar skrifstofu Ferðamálaráðs. Allar eignir skrifstofu Ferðamálaráðs renna til Ferðamálastofu svo og gilda allir ráðningarsamningar sem skrifstofa Ferðamálaráðs hefur gert við starfsfólk áfram gagnvart Ferðamálastofu. ?Það verður því ekki um að ræða breytingar hvað varðar starfsfólk á öllum okkar sex skrifstofum að öðru leyti en því að ráðinn er lögfræðingur til stofnunarinnar í samræmi við aukið og breytt stjórnsýsluhlutverk. Þannig að gagnvart samstarfsaðilum okkar hjá stjórnvöldum, innlendum og erlendum ferðaþjónustuaðilum svo og ferðafólkinu, þá eru það  sömu aðilar nú í nýrri stofnun. Ferðamálastofu sem munu áfram leggja sig fram innan lands og utan að vinna að frekari framgangi ferðaþjónustunnar og nú  í samræmi við markaða ferðamálastefnu þar sem íslensk náttúra, menning og aukin gæði leiði til frekari arðsemi fyrirtækja og þjóðarbús,? segir Magnús. Ný lög um skipan ferðamála  
Lesa meira

Samningur um samevrópskt flugsvæði

Af hálfu Íslands var áritaður fyrr í vikunni samningur um sameiginlegt flugsvæði í Evrópu (European Common Aviation Area). Frá þessu er greint á vef Samgönguráðuneytisins. Ísland er aðili að samningnum auk Evrópusambandsins, Albaníu, Bosníu og Hersegóvínu, Búlgaríu, Króatíu, Makedóníu, Noregs, Serbíu og Svartfjallalands, Rúmeníu og UNMIK í Kosovo. Fulltrúi samgönguráðuneytisins við fastanefnd Íslands í Brussel áritaði samninginn fyrir Íslands hönd. Stefnt er að formlegri undirritun samningsins í maí 2006. Með samningnum verður komið á flugsvæði sem byggir á frjálsum markaðsaðgangi, frelsi til staðfestu, jöfnum samkeppnisskilyrðum og sameiginlegum reglum sem lúta að flugöryggi, flugvernd, flugleiðsöguþjónustu, umhverfismálum og félagslegum þáttum. Samningurinn gerir ráð fyrir að að ákvæði EES-samningsins skuli halda áfram að gilda um samskipti EES-ríkjanna á sviði flugmála. Í þessu felst að EES-samningurinn mun áfram gilda um samskipti Íslands við aðildarríki Evrópusambandsins á þessu sviði. Gildir þetta jafnt um aðgang flugfélaga á Íslandi að flugmörkuðum á Evrópska efnahagssvæðinu, sem og reglur um flugvernd, flugöryggi og samkeppnisreglur á sviði flugmála. Þá mun samningurinn gilda um samskipti Íslands við aðildarríki samningins í austanverðri Evrópu sem ekki eru aðilar að EES samningnum og Ísland hefur ekki loftferðasamning við. Samningurinn kemur til með að taka gildi í áföngum gagnvart þeim ríkjum sem ekki hafa aðlagað sig og innleitt þær tilskipanir og reglugerðir Evrópubandalagsins sem lúta að flugsamgöngum. Íslensk samgönguyfirvöld binda vonir við að þessi samningur muni enn auka framrásarmöguleika íslenskra flugrekenda og styrkja þar með til lengri tíma litið rekstrargrundvöll flugfélaga og ferðaþjónustu á Íslandi.
Lesa meira

Ferðamenn frá áramótum komnir yfir 340 þúsund

Samkvæmt talningum Ferðamálaráðs í Leifsstöð voru erlendir ferðamanna í nóvember síðastliðnum 15.500 talsins. Þar með eru erlendir ferðamenn frá áramótum orðnir tæplega 341 þúsund, um 4 þúsund fleiri en á sama tíma í fyrra og nemur aukningin 1,2% miðið við fyrstu 11 mánuði ársins. Erlendum ferðamönnum fækkar í nóvember samanborið við nóvember í fyrra sem nemur um 460 gestum, eða 2,9%. Í töflunni hér að neðan má sjá fjölda ferðamanna fyrstu 11 mánuði ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Heildarniðurstöður talninga Ferðamálaráðs eru aðgengilegar í meðfylgjandi Excel-skjali. Talning ferðamanna í Leifsstöð 2002-2005 (Excel skjal) Frá áramótum til nóvemberloka   2004 2005 Mism. % Bandaríkin                     46.538 52.049 5.511 11,8% Bretland                       57.671 55.380 -2.291 -4,0% Danmörk                        31.637 33.349 1.712 5,4% Finnland                       7.246 7.971 725 10,0% Frakkland                      20.938 19.493 -1.445 -6,9% Holland                        10.743 10.634 -109 -1,0% Ítalía                         9.212 8.747 -465 -5,0% Japan                          6.045 5.579 -466 -7,7% Kanada                         3.259 3.285 26 0,8% Noregur                        26.001 23.098 -2.903 -11,2% Spánn                          5.528 6.267 739 13,4% Sviss                          6.873 6.461 -412 -6,0% Svíþjóð                        26.349 24.890 -1.459 -5,5% Þýskaland                      37.832 35.977 -1.855 -4,9% Önnur þjóðerni                 40.924 47.790 6.866 16,8% Samtals: 336.796 340.970 4.174 1,2%
Lesa meira

Ákveðið að tilnefna Surtsey á heimsminjaskrá UNESCO

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að tilnefna Surtsey á heimsminjaskrá UNESCO í febrúar á næsta ári. Þingvellir eru nú eini íslenski staðurinn á þessum lista. Fyrir fjórum árum samþykkti ríkisstjórnin tillögu menntamálaráðherra og umhverfisráðherra um að tilnefna Þingvelli og Skaftafell á heimsminjaskrá UNESCO. Frá þeim tíma hafa ýmsar forsendur breyst og því þarf mun lengri tíma til að undirbúa tilnefningu Skaftafells en upphaflega var ætlað. Gert var ráð fyrir að þessir staðir færu inn á skrána bæði sem náttúru- og menningarminjar, þ.e sem blandaðir staðir. Nefnd um arfleifð þjóðanna (World Heritage Committee) samþykkti 2. júlí 2004 að Þingvellir skyldu settir á listann sem menningarlandslag. Unnið er að undirbúningi þess að ljúka tilnefningu Þingvalla sem náttúruminjastaðar. Í byrjun þessa árs setti menntamálaráðherra á fót sérstaka heimsminjanefnd sem hefur það hlutverk að vera vettvangur samráðs um framfylgd samnings UNESCO frá 1972 um menningar- og náttúruarfleifð heimsins hér á landi og undirbúa tilnefningu íslenskra staða á heimsminjaskrá. Nefndin vinnur nú að endurskoðun á yfirlitsskrá Íslands í ljósi fenginnar reynslu við tilnefningaferli Þingvalla. Á grundvelli þeirrar vinnu og til þess að láta ekki of langt líða á milli tilnefninga Íslands á heimsminjaskrá UNESCO og þar sem enn er talsvert í land með að vinna við tilnefningu Skaftafells geti hafist, hefur nefndin lagt til við menntamálaráðherra og umhverfisráðherra að næsti staður sem Ísland tilnefnir verði Surtsey. Surtsey er á yfirlitskrá Íslands sem náttúruminjar. Í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu segir að allar nauðsynlegar upplýsingar um jarðfræði, lífríki og þróun Surtseyjar frá lokum gossins fram á þennan dag liggja fyrir og þess vegna sé mögulegt að ganga frá umsókn fyrir 1. febrúar á næsta ári til nefndar um arfleifð þjóðanna um að Surtsey verði bætt á heimsminjaskrá UNESCO. Mynd: Surtsey að myndast. Mynd af vefnum Vestmannaeyjar.
Lesa meira

Flokkunarviðmið gististaða breiðist út

Flokkunarviðmið gististaða, það sem notaða er hér á landi og kemur frá frændum okkar Dönum, er í stöðugri þróun og útbreiðslu og nú nýlega hafa eystarsalts ríkin bæst í hópinn. Er þá óhikað hægt að tala um flokkunarkerfi sem alþjóðlegt, sem er vel. Þau lönd sem notast við sama kerfið  eru  orðin átta, Danmörk, Ísland, Færeyjar, Grænland, Svíþjóð, Eistland, Lettland og Litháen. 40% herbergja flokkuðHér á landi eru núna 65 gististaðir flokkaðir samkvæmt þessu kerfi sem telur um 21% hótela og gistiheimila í landinu,  en um 40% af öllum herbergjum á hótelum og gistiheimilum eru flokkað.  ÚrskurðarnefndNýlega fundaði úrskurðarnefnd um flokkun gististaða og var það 10 fundur nefndarinnar en nefnd þessi er skipuð þremur fulltrúum sem eru tilnefndir af Ferðamálaráði og þremur sem eru tilnefndir af SAF. Starfssvið nefndarinnar er eftirfarandi: I Viðhalda þeim staðli sem unnið er eftir og fylgjast vel með þróun og breytingum erlendis á gæðakröfum gististaða. II Veita undanþágur frá reglum ef gild rök eru fyrir hendi. III Leysa úr ágreiningsmálum sem upp kunna að koma. Flokkun gististaða tölulegar upplýsingar ppt. skjal Úrskurðarnefnd um flokkun gististaða. Pétur Rafnsson, Kristófer Oliversson, Áslaug Alfreðsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir Diljá Gunnarsdóttir, Alda Þrastardóttir, verkefnisstjóri hjá Ferðamálaráði, en hún sér um úttektir á gististöðum og Elías Bj. Gíslason, forstöðu-maður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálaráðs.  
Lesa meira

Síðasti fundur núverandi Ferðamálaráðs Íslands

- 669 fundir  á 41 ári. Í gær var haldinn síðasti fundur núverandi Ferðamálaráðs, þar sem ný lög um skipan ferðamála taka gildi 1. janúar næstkomandi.  Með nýjum lögum fær það Ferðamálaráð sem  skipað verður samkvæmt þeim  nýtt hlutverk. Því var fundurinn í gær síðasti fundur  þess Ferðamálaráðs sem hefur verið með nær óbreytt hlutverk frá árinu 1964, eða í 41 ár. Ráðið hefur verið  stjórn stofnunarinnar, auk þess að sinna öðrum lögbundnum verkefnum. En frá og með 1. janúar heyrir stofnunin beint undir samgönguráðherra og ábyrgð á rekstri verður í höndum ferðamálastjóra en ekki stjórnar eins og verið hefur samkvæmt lögum. Í nýju Ferðamálaráði munu sitja 10 fulltrúar og verður ráðið samgönguráðherra til ráðgjafar   um áætlanir í ferðamálum, gefur umsagnir um lög og reglur og gerir tillögur til ráðherra um markaðs- og kynningarmál. Stofnunin sjálf fær  svo aukið hlutverk og nýtt nafn; Ferðamálastofa og verður sú breyting kynnt sérstaklega um áramótin. Ákveðin tímamótAlls hafa um 120 einstaklingar setið í  Ferðamálaráði Íslands  frá upphafi. Magnús Oddsson ferðamálastjóri segir að  þetta séu auðvitað ákveðin tímamót. ?Það hefur verð mikill skóli og ákaflega  gagnlegt að taka þátt í fundum ráðsins en ég hef setið nær alla fundi ráðsins frá árinu 1984 eða í 21 ár, fyrst sem fulltrúi í ráðinu, síðan sem starfsmaður og loks hin síðari ár  sem ferðamálastjóri. Í ráðinu hefur setið á hverjum tíma  áhrifafólk í íslenskri ferðaþjónustu sem hefur mótað starf stofnunarinnar og þetta  600 klukkustunda  ?nám?  að sitja á fundum ráðsins skilur margt eftir,? segir Magnús. Hann bætir við að tengslin við hið nýja ráð verði eðlilega með öðru sniði en verið hefur en það sé tilhlökkunarefni að  sjá hvernig þetta nýja fyrirkomulag þróast og þá sérstaklega framkvæmd nýrrar ferðamálastefnu sem tekur einnig gildi um áramót. Síðasta fund ráðsins í gær sátu:                         Ísólfur Gylfi Pálmason starfandi formaður                        Pétur Rafnsson, fulltrúi Ferðamálasamtaka Íslands                        Gunnar Sigurðsson fulltrúi Sambands ísl. Sveitarfélaga                        Felix Bergsson varafulltrúi Sambands ísl. sveitarfélaga                        Hlynur Jónsson fulltrúi SAF                        Þórunn Gestsdóttir varamaður                        Helga Haraldsdóttir , samgönguráðuneyti                        Ársæll Harðarson forstöðumaður markaðssviðs                        Magnús Oddsson, ferðamálastjóri Fjarverandi voru Dagur B. Eggertsson og Steinn Lárusson. Einhverjir þeirra sem sitja í núverandi ráði hafa verið tilnefndir í hið nýja ráð. Óljóst er hverjir hverfa af  þessum vettvangi nú en það mun koma fram við skipan nýs ráðs og verða þá kynnt sérstaklega. Að loknum fundi ráðsins í gær bauð samgönguráðherra Sturla Böðvarsson fundarmönnum til kvöldverðar svo og  Einari Kr. Guðfinnssyni sjávarútvegráðherra, sem var formaður ráðsins til loka september, þegar hann var skipaður ráðherra. Myndin að ofan var tekin á 40 ára afmælisfundi Ferðamálaráðs í fyrra.  
Lesa meira

Könnun um aukna og betri umhverfisfræðslu til ferðafólks

Með styrk frá umhverfis- og samgönguráðuneyti hefur Landvernd fengið það hlutverk að leiða samstarf hagsmunaaðila um hvernig megi auka og bæta fræðslu til ferðamanna um umhverfismál. Verkefnið hefur fengið vinnuheitið ÍslandsGátt. Liður í þessu samstarfi er könnun sem nú er hægt að taka þátt í á vef Landverndar. Niðurstaðan verður birt í skýrslu sem er verið að taka saman um fyrri lotu verkefnisins og verður fjallað nánar um í byrjun næsta árs. Meðal spurninga sem leitað er svara við er: Hvernig mætum við þörfum erlendra og innlendra ferðamanna fyrir fræðslu um íslenska náttúru og umgegni við hana? Hvernig getur sameiginleg gátt (móttaka) að íslenskri náttúru skapað ný viðskiptatækifæri fyrir hagsmunaaðila í ferðaþjónustu? Taka þátt í könnun Nánar um verkefnið
Lesa meira

Miðja landsins fundin

Landmælingar Íslands hafa nú reiknað út og staðsett miðju landsins. Þetta er spurning sem margir hafa velt fyrir sér í gegnum árin og aldirnar  en nýjasta tækni hefur gert mögulegt að reikna þetta út með öruggum hætti. Með því að nota strandlínu IS 50V gagnagrunnsins gátu Landmælingar látið kortahugbúnað stofnunarinnar finna miðpunktinn. Hann er með staðsetninguna 64°59''11.4" N og 18°35''12.0" V. Eyjar landsins voru ekki teknar með í útreikninginn. Hér að neðan sést miðpunkturinn á korti, sem fengið er á vef Landmælinga. Hann er skammt norðan við Hofsjökul, austan undir Illviðrahnjúkum og ekki fjarri því að vera miðja vegu í loftlínu á milli skálanna Laugafells og Ingólfsskála.
Lesa meira

Vefur Ferðamálaráðs kemur vel út

Í gær var kynnt úttekt sem gerð var á vefjum ríkis og sveitarfélaga. Alls voru 246 vefir skoðaðir og metnir og kemur vefur Ferðamálaraðs, ferdamalarad.is, vel út í samanburði við aðra opinbera vefi. Þetta er í fyrsta skipti sem úttekt af þessari stærðargráðu er gerð á Íslandi. Niðurstöður úttektarinnar liggja fyrir í skýrslu sem ber heitið Hvað er spunnið í opinbera vefi ? Megintilgangurinn er að fá heildstætt yfirlit yfir alla þá rafrænu þjónustu sem er í boði hjá ríki og sveitarfélögum en einnig að auka vitund opinberra aðila um það hvar þeir standa í samanburði við aðra og gefa betri hugmynd um möguleika og tækifæri sem felast í rafrænni þjónustu. Verkefnið hófst í maí síðastliðnum og voru skoðaðir 246 vefir og þeir metnir með tilliti til rafrænnar þjónustu, innihalds, nytsemi og aðgengis. Sjá ehf vann verkefnið fyrir forsætisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Verkefnið er liður í stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið fyrir árin 2004-2007, Auðlindir í allra þágu. Meðal aðgengilegustu vefja landsinsVarðandi innihald fékk vefur Ferðamálaráðs 12 stig af 17 mögulegum, er í 38-73 sæti af 246 vefjum eða hærri en 77% vefja í könnuninni. Hvað varðar nytsemi fékk vefurinn 14 stig af 22 mögulegum. Erum í 75-93 af 246 vefjum eða hærri en hjá 65% þátttakenda. Besta útkomu í samanburði við aðra vefi fékk vefur Ferðamálaráðs varðandi aðgengi. Er þar í 4.-6. sæti af vefjunum 246. Skýrslan í heild sinni, ?Hvað er spunnið í opinbera vefi?? er aðgengileg á vef forsætisráðuneytisins. Þá hefur verið sett upp sérstök síða á í þeim tilgangi að auðvelda samanburð á niðurstöðum fyrir einstakar stofnanir. Hvað er spunnið í opinbera vefi?-samanburðarvefur
Lesa meira

FL Travel selur Íslandsferðir í Skandinavíu

FL Travel Group, sem er hluti af samstæðu FL Group,  hefur tekið ákvörðun um að selja allar erlendar ferðaskrifstofur sem hafa verið partur af Íslandsferðum, dótturfélagi FL Travel Group. Í dag var tilkynnt um sölu á Íslandsferðum í Noregi og Svíþjóð; Islandia Travel AS og Islandsresor AB. Kaupandinn að báðum félögunum er sænska fyrirtækið Atlantöar AB og tekur það yfir rekstur þeirra um áramótin. Lars Ericsson, framkvæmdastjóri Atlantöar, segir í fréttatilkynninfu að það séu veruleg samlegðaráhrif af sameiningu félaganna. Atlantöar skipuleggur ferðir til margra eyja á Atlansthafi, eyja þar sem oft er háannatími í ferðaþjónustu þegar það er lágannatími í þeirri þjónustu á Íslandi.
Lesa meira