Fara í efni

Flokkunarviðmið gististaða breiðist út

Flokkunarnefnd
Flokkunarnefnd

Flokkunarviðmið gististaða, það sem notaða er hér á landi og kemur frá frændum okkar Dönum, er í stöðugri þróun og útbreiðslu og nú nýlega hafa eystarsalts ríkin bæst í hópinn. Er þá óhikað hægt að tala um flokkunarkerfi sem alþjóðlegt, sem er vel. Þau lönd sem notast við sama kerfið  eru  orðin átta, Danmörk, Ísland, Færeyjar, Grænland, Svíþjóð, Eistland, Lettland og Litháen.

40% herbergja flokkuð
Hér á landi eru núna 65 gististaðir flokkaðir samkvæmt þessu kerfi sem telur um 21% hótela og gistiheimila í landinu,  en um 40% af öllum herbergjum á hótelum og gistiheimilum eru flokkað. 

Úrskurðarnefnd
Nýlega fundaði úrskurðarnefnd um flokkun gististaða og var það 10 fundur nefndarinnar en nefnd þessi er skipuð þremur fulltrúum sem eru tilnefndir af Ferðamálaráði og þremur sem eru tilnefndir af SAF.

Starfssvið nefndarinnar er eftirfarandi:

  • I Viðhalda þeim staðli sem unnið er eftir og fylgjast vel með þróun og breytingum erlendis á gæðakröfum gististaða.
  • II Veita undanþágur frá reglum ef gild rök eru fyrir hendi.
  • III Leysa úr ágreiningsmálum sem upp kunna að koma.

Flokkun gististaða tölulegar upplýsingar ppt. skjal


Úrskurðarnefnd um flokkun gististaða. Pétur Rafnsson, Kristófer
Oliversson, Áslaug Alfreðsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir Diljá
Gunnarsdóttir, Alda Þrastardóttir, verkefnisstjóri hjá Ferðamálaráði,
en hún sér um úttektir á gististöðum og Elías Bj. Gíslason, forstöðu-
maður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálaráðs.