Fara í efni

Könnun um aukna og betri umhverfisfræðslu til ferðafólks

Geysir
Geysir

Með styrk frá umhverfis- og samgönguráðuneyti hefur Landvernd fengið það hlutverk að leiða samstarf hagsmunaaðila um hvernig megi auka og bæta fræðslu til ferðamanna um umhverfismál. Verkefnið hefur fengið vinnuheitið ÍslandsGátt.

Liður í þessu samstarfi er könnun sem nú er hægt að taka þátt í á vef Landverndar. Niðurstaðan verður birt í skýrslu sem er verið að taka saman um fyrri lotu verkefnisins og verður fjallað nánar um í byrjun næsta árs.

Meðal spurninga sem leitað er svara við er:

  • Hvernig mætum við þörfum erlendra og innlendra ferðamanna fyrir fræðslu um íslenska náttúru og umgegni við hana?
  • Hvernig getur sameiginleg gátt (móttaka) að íslenskri náttúru skapað ný viðskiptatækifæri fyrir hagsmunaaðila í ferðaþjónustu?

Taka þátt í könnun

Nánar um verkefnið