Fara í efni

Ferðamálaráð verðlaunar samstarfsverkefni nemenda við Listaháskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík

Kort Landmælinga fáanleg á geisladiski
Kort Landmælinga fáanleg á geisladiski

Föstudaginn 9. desember næstkomandi kl. 17 verður í Hafnarhúsi, Listasafni Reykjavíkur, opnuð sýningin ?Ný sýn í ferðamálum?.  Hún er afrakstur samstarfsverkefna nema úr hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands og viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.

Í ár veitir Ferðamálaráð Íslands peningaverðlaun til þeirra verkefna sem best þykja. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra opnar sýninguna og afhendir verðlaun Ferðamálaráðs.

Áfangi af þessu tagi var nú kenndur á vegum skólanna í fjórða sinn. Að þessu sinni höfðu verkefnin öll sameiginlegt þema: Ný sýn í ferðamálum  - en þau lúta öll að nýjungum á sviði ferðaþjónustu á Íslandi. Sérstaklega var horft til þátta í menningu og sögu lands og þjóðar, og að draga það fram sem stundum gleymist í ferðamennsku á Íslandi. Nemendur unnu að hönnun nýrrar vöru eða þjónustu og útfærslu hennar með gerð viðskipta- og markaðsáætlunar. Afraksturinn er afar áhugaverður eins og getur að líta á sýningunni. Bók um kynlíf álfa og manna, veitingastaður í Botnsskála í Hvalfirði, Vala - nuddsteinn sem veitir einstaka upplifun, styttugarður á Mýrdalssandi, að vera persóna í Íslendingasögunum, Hrafnamenning, lúxushótel á fjöllum og ferðamenn sem lifa eins og útilegumenn eru dæmi um verkefni sem kynnt verða. Nánar um sýninguna.