Fara í efni

Vefur Ferðamálaráðs kemur vel út

Forsíða vefs
Forsíða vefs

Í gær var kynnt úttekt sem gerð var á vefjum ríkis og sveitarfélaga. Alls voru 246 vefir skoðaðir og metnir og kemur vefur Ferðamálaraðs, ferdamalarad.is, vel út í samanburði við aðra opinbera vefi.

Þetta er í fyrsta skipti sem úttekt af þessari stærðargráðu er gerð á Íslandi. Niðurstöður úttektarinnar liggja fyrir í skýrslu sem ber heitið Hvað er spunnið í opinbera vefi ? Megintilgangurinn er að fá heildstætt yfirlit yfir alla þá rafrænu þjónustu sem er í boði hjá ríki og sveitarfélögum en einnig að auka vitund opinberra aðila um það hvar þeir standa í samanburði við aðra og gefa betri hugmynd um möguleika og tækifæri sem felast í rafrænni þjónustu.

Verkefnið hófst í maí síðastliðnum og voru skoðaðir 246 vefir og þeir metnir með tilliti til rafrænnar þjónustu, innihalds, nytsemi og aðgengis. Sjá ehf vann verkefnið fyrir forsætisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Verkefnið er liður í stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið fyrir árin 2004-2007, Auðlindir í allra þágu.

Meðal aðgengilegustu vefja landsins
Varðandi innihald fékk vefur Ferðamálaráðs 12 stig af 17 mögulegum, er í 38-73 sæti af 246 vefjum eða hærri en 77% vefja í könnuninni. Hvað varðar nytsemi fékk vefurinn 14 stig af 22 mögulegum. Erum í 75-93 af 246 vefjum eða hærri en hjá 65% þátttakenda. Besta útkomu í samanburði við aðra vefi fékk vefur Ferðamálaráðs varðandi aðgengi. Er þar í 4.-6. sæti af vefjunum 246.

Skýrslan í heild sinni, ?Hvað er spunnið í opinbera vefi?? er aðgengileg á vef forsætisráðuneytisins. Þá hefur verið sett upp sérstök síða á í þeim tilgangi að auðvelda samanburð á niðurstöðum fyrir einstakar stofnanir. Hvað er spunnið í opinbera vefi?-samanburðarvefur