FL Travel selur Íslandsferðir í Skandinavíu
FL Travel Group, sem er hluti af samstæðu FL Group, hefur tekið ákvörðun um að selja allar erlendar ferðaskrifstofur sem hafa verið partur af Íslandsferðum, dótturfélagi FL Travel Group. Í dag var tilkynnt um sölu á Íslandsferðum í Noregi og Svíþjóð; Islandia Travel AS og Islandsresor AB.
Kaupandinn að báðum félögunum er sænska fyrirtækið Atlantöar AB og tekur það yfir rekstur þeirra um áramótin. Lars Ericsson, framkvæmdastjóri Atlantöar, segir í fréttatilkynninfu að það séu veruleg samlegðaráhrif af sameiningu félaganna. Atlantöar skipuleggur ferðir til margra eyja á Atlansthafi, eyja þar sem oft er háannatími í ferðaþjónustu þegar það er lágannatími í þeirri þjónustu á Íslandi.
Athugasemdir