21.12.2018
Starfsfólk Ferðamálastofu sendir sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða, með von um áframhaldandi gott samstarf við að styrkja og efla ferðaþjónustuna á árinu 2019.
Lesa meira
20.12.2018
Þann 1. janúar 2019 taka gildi tvenn ný lög á sviði ferðamála, Lög um Ferðamálastofu og Lög um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Hér að neðan er farið yfirr nokkra lykilþætti sem ferðaþjónustuaðilar þurfa að hafa í huga.
Lesa meira
19.12.2018
Nýr vefur fyrir Mælaborð ferðaþjónustunnar fór í loftið í dag. Markmiðið er að gera notkun þess þægilegri og aðgengilegri og veita þannig atvinnugreininni, og öðrum sem vefurinn á að nýtast, enn betri þjónustu en áður.
Lesa meira
18.12.2018
Góður vefur spilar að líkindum stærra hlutverk í rekstri ferðaþjónustufyrirtækis en í flestum öðrum atvinnugreinum. Því er mikill fengur að við höfum í 5. þætti af Ferðalausnum -
stafræn tækifæri fengið til liðs við okkur einn reyndasta vefráðgjafa landsins, Sigurjón Ólafsson hjá Fúnksjón vefráðgjöf.
Lesa meira
18.12.2018
Ferðaþjónustuaðilum ætti í lok liðinnar viku að hafa borist tölvupóstur frá Ferðamálastofu með upplýsingum um nýja löggjöf á sviði ferðamála sem tekur gildi um áramót. Áríðandi er að forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja kynni sér efni bréfsins vel og komi því á framfæri við starfsfólk.
Lesa meira
17.12.2018
Atvinnuvega -og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir umsögnum um drög að reglugerð um tryggingar vegna pakkaferða og samtengdrar ferðatilhögunar. Drögin hafa verið birt á samráðgátt stjórnvalda þar sem hægt er að kynna sér þau og senda inn athugasemdir.
Lesa meira
14.12.2018
Niðurstöður ferðavenjukönnunar meðal erlendra gesta á átta áfangastöðum voru birtar í dag í Mælaborði ferðaþjónustunnar og kynntar á fundi sem Ferðamálastofa stóð fyrir í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Helstu niðurstöður sýna að ferðavenjur og útgjöld erlendra gesta voru talsvert ólík eftir stöðum og lá helsti munurinn í ástæðum heimsóknar, dvalartíma og neyslumynstri gesta.
Lesa meira
14.12.2018
Stjórnstöð ferðamála hélt í dag kynningarfund í Hörpu um álagsmat efnahags, umhverfis og samfélags gagnvart fjölda ferðamanna á Íslandi. Um var að ræða kynningu á niðurstöðum úr 1. áfanga og markmið og skipulag 2. áfanga. Efni og upptökur frá fundinum má nálgast hér að neðan.
Lesa meira
10.12.2018
Við gildistöku nýrrar löggjafar um komandi áramót verða allir sem framkvæma skipulagðar ferðir á Íslandi að hafa skriflegar öryggisáætlanir. Gildir það jafnt um íslenska sem erlenda aðila. Nú eru komnar hér inn á vefinn leiðbeiningar um gerð öryggisáætlana og eyðublöð sem aðilar geta nýtt sér til stuðnings við gerð þeirra.
Lesa meira
07.12.2018
Föstudaginn 14. desember næstkomandi býður Ferðamálastofa til hádegiskynningar á niðurstöðum könnunar sem fór fram í sumar á ferðavenjum og útgjöldum erlendra gesta í Reykjavík, Reykjanesbæ, Vík, Stykkishólmi, Ísafirði, Hvammstanga, Húsavík og Egilsstöðum. Um er að ræða verkefni sem tilheyrir reglulegri gagnasöfnun hins opinbera á ýmsum þáttum ferðaþjónustu og ferðamennsku á Íslandi.
Lesa meira