Fréttir

IcelandTravelTech - Stafræn framtíð ferðaþjónustu - Upptökur

Hvað græði ég á tækni? Hvernig aukum við arðsemi með nýsköpun? Hvað getur ferðaþjónusta lært af Kísildalnum? Getur tæknin einfaldað líf þitt? Hvaða tækifæri felast í aukinni upplýsingatækni fyrir ferðaþjónustu? Þessum spurningum var leitast við að svara á ráðstefnu 29. nóvember sem skipulögð var af þróunarhópi nýsköpunar og tækni hjá Ferðaklasanum í samstarfi við Ferðamálastofu.
Lesa meira

Viðbragðsáætlun ferðaþjónustunnar vegna náttúruvár

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri undirrituðu á dögunum viðbragðsáætlun ferðaþjónustunnar vegna náttúruvár. Markmið áætlunarinnar eru að tryggja skipulögð og samhæfð viðbrögð allra aðila á neyðartímum.
Lesa meira

Mælaborðið opnar nýja sýn á gögn í ferðaþjónustu

Mælaborð ferðaþjónustunnar er viðfansgefni þriðja þáttar af Ferðalausnir – stafræn tækifæri. Í Mælaborðinu eru teknar saman og birtar með myndrænum hætti margvíslegar upplýsingar um ferðaþjónustuna sem áður þurfti að sækja á marga staði. Mælaborðið opnar þar með bæði nýja sýn á fyrirliggjandi gögn og bætir aðgengi að þeim til muna.
Lesa meira

"Ég bókaði allt sjálfur og það var mikið ódýrara... - Upptaka

Góð mæting var á fund Ferðamálastofu í morgun þar sem kynntar voru væntanlegar breytingar á lögum um starfsumhverfi ferðaþjónustuaðila. Yfirskriftin var: "Ég bókaði allt sjálfur og það var mikið ódýrara...“ Hægt var að fylgjast með beinni útsendingu hér á vefnum og er upptaka orðin aðgengileg.
Lesa meira

Fjölmennt á kynningarfundi um áfangastaðaáætlanir

Margt var um manninn á Hótel Sögu í dag þegar áfangastaðaáætlanir voru kynntar. Verkefnið er það umfangsmesta sem unnið hefur verið á grundvelli Vegvísis í ferðaþjónustu.
Lesa meira

Áfangastaðaáætlanir kynntar í dag - bein útsending

Í dag verða helstu niðurstöður áfangastaðaáætlana allra landshluta kynntar á fundi sem Ferðamálastofa heldur á Hótel Sögu kl. 13:00. Bein útsending frá fundinum verður hér á vefnum.
Lesa meira

Áfangastaðaáætlun Suðurlands birt

Markaðsstofa Suðurlands hefur birt Áfangastaðaáætlun Suðurlands. Áætlunin tekur tillit til ferðaþjónustu, náttúru, menningarminja og samfélags. Hún var unnin í samstarfi við hagsmunaaðila á Suðurlandi.
Lesa meira

Samstarfsaðilar um gæða- og umhverfisúttektir

Ferðamálastofa auglýsir eftir óháðum skoðunar- eða vottunarstofum til að annast úttektir hjá þátttakendum í Vakanum, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar.
Lesa meira

Bandaríkjamönnum hefur fjölgað um 40% í haust

Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í október síðastliðnum voru um 200 þúsund talsins samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 17.700 fleiri en í október á síðasta ári. Fjölgunin í október nam 9,7% milli ára en hún hefur einungis mælst hærri tvo mánuði á árinu, í maí (13,2%) og september (13,6%).
Lesa meira

Samfélagsmiðlar eru um sambönd og samtal

„Ef þú ætlar að nota samfélagsmiðla sem einhliða rás til að segja viðskiptavinum hvað þeir ætla að hlusta á, þá ertu algerlega á villigötum, segir Lella Erludóttir, markaðsstjóri Ferðaþjónustu bænda, í öðrum þætti af Ferðalausnir – stafræn tækifæri. Í myndbandinu fer Lella yfir tækifæri og áskoranir við notkun samfélagsmiðla og hvernig hægt er að nýta þá með áhrifaríkum hætti í ferðaþjónustu.
Lesa meira