Fara í efni

Samtök og stofnanir

Íslandsstofa

Íslandsstofa

Markmið Íslandsstofu er að efla ímynd og orðspor Íslands, styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs á erlendum mörkuðum og laða erlenda ferðamenn og fjárfestingu til landsins. Eitt af sex fagráðum Íslandsstofu er fagráð ferðaþjónustu.

www.islandsstofa.is

Samtök ferðaþjónustunnar - SAF

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) eru hagsmunasamtök ferðaþjónustufyrirtækja. Meginhlutverk SAF er að gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna sinna, vinna að því að fyrirtækin búi við starfsskilyrði sem gera þau samkeppnishæf á alþjóðamarkaði og vinna að vexti og viðgangi greinarinnar með öllum tiltækum ráðum, svo sem með því að halda úti fræðslustarfi. Innan SAF starfa sjö fagnefndir en þar að auki starfa þverfaglegar nefndir s.s. umhverfisnefnd, nethópur o.fl. nefndir sem sinna sérstökum verkefnum. SAF er aðili að Samtökum atvinnulífsins.

www.saf.is

Rannsóknamiðstöð ferðamála

Rannsóknamiðstöð ferðamála

Rannsóknamiðstöð ferðamála er starfrækt af Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum að Hólum, Samtökum ferðaþjónustunnar og Ferðamálastofu. Markmið hennar er m.a. að að efla og bæta rannsóknir í ferðamálum á Íslandi, gefa út fræðirit og kynna niðurstöður rannsókna í ferðamálafræðum, gangast fyrir ráðstefnum og fyrirlestrum, efla samstarf o.fl.

www.rmf.is

Íslenski ferðaklasinn

Íslenski ferðaklasinnÍslenski ferðaklasinn er samstarfsvettvangur fyrirtækja og fólks sem hefur það að markmiði að efla samkeppnishæfni og verðmætasköpun íslenskrar ferðaþjónustu. Samstarfið byggist upp á verkefnadrifnum grunni þar sem áhersla er lögð á að efla samstarf og samvinnu í greininni, efla nýsköpun og stuðla að aukinni fagmennsku.

www.icelandtourism.is

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar

Hæfnisetur - lógó

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er verkefni, vistað hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Markmið Hæfniseturs ferðaþjónustunnar að auka hæfni starfsmanna ferðaþjónustunnar og þannig auka framleiðni og arðsemi greinarinnar. Hæfnisetrið starfar á forsendum ferðaþjónustunnar og  í víðtækri samvinnu við hagsmunaaðila. Áhersla er á að greina þarfir fyrirtækja og starfsmanna og  byggja upp þekkingu í samræmi við þær.  Grundvöllur aukinnar framleiðni og arðsemi í ferðaþjónustu er sá sami og í öðrum greinum, byggja þarf á hæfni þeirra sem þar stýra og starfa.

www.haefni.is

FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu

FHG er sameiginlegur vettvangur þeirra sem standa að hótel- og gistiþjónustu á Íslandi. Félagið stendur vörð um hagsmuni greinarinnar með það að markmiði að skapa henni heilbrigðar rekstrarforsendur í því samkeppnisumhverfi sem gistiþjónusta býr við, innanlands sem utan.

www.fhg.is

Festa - Ábyrg ferðaþjónusta

Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn, í samstarfi við félög og stofnanir ferðaþjónustunnar, vilja þannig bjóða íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum að sammælast um nokkrar skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferðaþjónustu. Ábyrg ferðaþjónsta er hvatningarverkefni og er tilgangur verkefnisins er að stuðla að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð sem styður við sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir þjóðarinnar. Með ábyrgri ferðaþjónustu er átt við að fyrirtækin axli ábyrgð á þeim afleiðingum sem rekstur þeirra hefur á umhverfið og samfélagið.

www.festasamfelagsabyrgd.is