Fréttir

Áfangastaðaáætlun Vestfjarða birt

Markaðsstofa Vestfjarða hefur birt Áfangastaðaáætlun Vestfjarða sem unnin var í samvinnu við Ferðamálastofu. Markmiðið með áætluninni er að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu sem skilar sem mestum hagnaði til samfélaga, um leið og mögulegum neikvæðum áhrifum er haldið í lágmarki.
Lesa meira

Versnandi afkoma fyrirtækja í ferðaþjónustu

Afkoma ferðaþjónustufyrirtækja á landsbyggðinni versnar nokkuð milli ára. Þetta er á meðal niðurstaðna könnunar sem KPMG gerði að beiðni Ferðamálastofu um afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu. Niðurstöður voru kynntar á fundi í morgun.
Lesa meira

Bein útsending - Afkoma fyrirtækja í ferðaþjónustu

Ferðamálastofa og KPMG bjóða til fróðleiks á fimmtudegi 18. október þar sem kynnt verður afkoma fyrirtækja í ferðaþjónustu árið 2017 og fyrstu 6 mánuði ársins 2018. Fundurinn hefst kl. 8:30 og er hægt að fylgjast með beinni útsendingu.
Lesa meira

Laust starf - Hagfræðingur Ferðamálastofu

Rannsóknasvið Ferðamálastofu óskar eftir að ráða öflugan einstakling í greiningu og miðlun hagstærða sem tengjast íslenskri ferðaþjónustu. Um er að ræða nýtt og spennandi starf hjá Ferðamálastofu. Starfshlutfall er 100% og mun viðkomandi hafa starfsaðstöðu á skrifstofu Ferðamálastofu í Reykjavík.
Lesa meira

Áskorun um kröfulýsingu – Iceland4less ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi Iceland4less ehf., kt. 560109-0830, Gylfaflöt 5, Reykjavík, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira

Áskorun um kröfulýsingu – Hestahof ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi Hestahofs ehf., kt. 500197-2269, Köldukinn, Holtahreppi, 851 Hellu, hefur verið fellt úr gildi þar sem ferðaskrifstofurekstri hefur verið hætt.
Lesa meira

13,6% fjölgun erlendra farþega í september

Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í september síðastliðnum voru tæplega 232 þúsund talsins samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 28 þúsund fleiri en í september á síðasta ári. Fjölgunin nam 13,6% á milli ára sem er álíka og í maí og mun meiri en mælst hefur aðra mánuði ársins.
Lesa meira

Leiðrétting vegna ferðamannatalningar í ágúst

Eins og áður var greint frá kom í ljós villa í talningu ISAVIA á fjölda brottfara ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli í ágúst sem Ferðamálastofa birti 7. september síðastliðinn. Nemur skekkjan um 15 þúsund erlendum brottfararfarþegum og skýrist af bilun í tölvubúnaði sem heldur utan um talningarnar.
Lesa meira

Áfangastaðaáætlanir kynntar 15. nóvember

Þann 15. nóvember næstkomandi mun Ferðamálastofa halda kynningu á áfangastaðaáætlunum allra landshluta. Fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu í Reykjavík kl. 13-16.
Lesa meira