Fara í efni

Áfangastaðaáætlun Austurlands birt

Forsíða Áfangastaðaáætlunar Austurlands
Forsíða Áfangastaðaáætlunar Austurlands

Austurbrú hefur birt Áfangastaðaáætlun Austurlands sem unnin er í samstarfi við Ferðamálastofu og markaðsstofur landshlutanna. Áfangastaðaáætlunin er byggð á vinnu síðustu fjögurra ára í verkefninu Áfangastaðurinn Austurland sem Austurland hefur haft umsjón með.

Með Áfangastaðaáætlun Austurlands verður til heildræn stefna unnin á forsendum svæðisins sem eflir bæði samstöðu og slagkraft út á við. Markmið þessarar áætlunar er að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu sem skilar sem mestum hagnaði til samfélaga og um leið að draga úr neikvæðum áhrifum. Í skýrslunni eru meðal annars birgar niðurstöður grieningar á stöðu ferðaþjónustunnar á Austurlandi, en á grunni hennar var mótuð framtíðarsýn og aðgerðaráætlun.

Hátt í tvöhundruð manns hafa mætt á vinnustofur og fundi sem haldnir hafa verið í tengslum við verkefnið Áfangastaðurinn Austurlands og hefur verið haft gott samráð við sveitarfélög í landshlutanum frá upphafi. Unnið er að styttri útgáfu af áætluninni sem kemur út á íslensku, en áætlunin er gefin út á ensku. 

Áætlunin verður uppfærð árlega eða eins oft og tilefni gefst til. Nánari upplýsingar um Áfangastaðaáætlun Austurlands veitir María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú.