Fréttir

Guide to Iceland þátttakandi í Vakanum

Guide to Iceland lauk nýverið innleiðingarferli í Vakanum. Félagið er 113. þátttakandinn í gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar og ríflega 60 til viðbótar eru í úttektarferli.
Lesa meira

8% fjölgun erlendra farþega í febrúar

Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll voru 160.078 í febrúar síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 11.700 fleiri en í febrúar á síðasta ári. Aukningin nemur 7,9% milli ára sem er sambærileg þeirri aukningu sem var í nóvember (9,8%), desember (8,4%) og janúar (8,5%) síðastliðnum en umtalsvert minni en í febrúar síðustu ár.
Lesa meira

Ferðahegðun ólík á milli markaðssvæða

Meðaldvalarlengd erlendra ferðamanna hér á landi var 5,8 nætur í janúar síðastliðnum. Bretar stöldruðu styst við, 4,7 nætur að meðaltali, en voru hins vegar duglegastir að nýta sér hótelgistingu. Lengst dvöldu Norðurlandabúar og íbúar Austur-Evrópu, eða tæpar 9 nætur. Hér ræður mestu í hvaða tilgangi íbúar ólíkra markaðssvæða eru komnir til landsins þar sem dvalarlengd er mjög breytileg eftir tilgangi ferðar. Þetta er meðal niðurstaðna úr nýrri landamærarannsókn Ferðamálstofu sem nálgast má í Mælaborði ferðaþjónustunnar.
Lesa meira

Landsmenn sáttir við ferðamenn og ferðaþjónustu

Um níu af hverjum tíu landsmönnum telja ferðamenn auka fjölbreytileika mannlífsins og að ferðaþjónustan sé efnahagslega mikilvæg í heimabyggð. Þetta kemur fram í nýrri könnun á viðhorfum landsmanna til ferðaþjónustu og ferðafólks á Íslandi sem Rannsóknamiðstöð ferðamála hefur unnið.
Lesa meira

Verkefnum forgangsraðað á Vestfjörðum

Vinna við áfangastaðaáætlun á Vestfjörðum er á fullu skriði. Lokaáfangi verkefnisins er hafinn en áætluninni verður skilað inn til Ferðamálastofu í vor. Síðasti opni fundurinn vegna áfangastaðaáætlunar á Vestfjörðum var haldinn 22. febrúar síðastliðinn á Patreksfirði.
Lesa meira