26.03.2018
Vakafyrirtækjum á Austurlandi fjölgaði í dag þegar Tinna Adventure á Breiðdalsvík lauk innleiðingarferli með glæsibrag og fékk viðurkenningar sínar afhentar.
Lesa meira
23.03.2018
Ferðamálastofa óskar eftir að ráða forstöðumann rannsókna- og tölfræðisviðs. Um er að ræða nýja stöðu en stofnuninni er ætlað að leggja aukna áherslu á söfnun og miðlun talnalegra upplýsinga.
Lesa meira
23.03.2018
Ferðamálastofa óskar eftir að ráða starfsmann í 100% starf á sviði leyfisveitinga. Starfið heyrir undir stjórnsýslu- og umhverfissvið á starfsstöð stofnunarinnar á Akureyri. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Lesa meira
22.03.2018
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, tilkynntu í dag um úthlutun á ríflega 2,8 milljörðum króna til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og öðrum ferðamannastöðum. Annars vegar er um að ræða 722 milljóna króna úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2018 og hins vegar tæplega 2,1 milljarða króna úthlutun vegna þriggja ára verkefnaáætlunar landsáætlunar um uppbyggingu innviða sem gildir fyrir árin 2018-2020.
Lesa meira
22.03.2018
Ferðaskrifstofuleyfi Iceland Travel Assistance ehf., kt. 590702-2850, Grófinni 1, Reykjavík, hefur verið fellt úr gildi vegna gjaldþrots ferðaskrifstofunnar. Starfsemi ferðaskrifstofunnar var tryggingaskyld vegna sölu alferða samkvæmt V. kafla laga nr. 73/2005 um skipan ferðamála.
Lesa meira
20.03.2018
Enn fjölgar í Vakanum og nýjasti þátttakandinn er Ís og ævintýri – Glacier Jeeps.
Lesa meira
12.03.2018
Guide to Iceland lauk nýverið innleiðingarferli í Vakanum. Félagið er 113. þátttakandinn í gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar og ríflega 60 til viðbótar eru í úttektarferli.
Lesa meira
09.03.2018
Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll voru 160.078 í febrúar síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 11.700 fleiri en í febrúar á síðasta ári. Aukningin nemur 7,9% milli ára sem er sambærileg þeirri aukningu sem var í nóvember (9,8%), desember (8,4%) og janúar (8,5%) síðastliðnum en umtalsvert minni en í febrúar síðustu ár.
Lesa meira
07.03.2018
Meðaldvalarlengd erlendra ferðamanna hér á landi var 5,8 nætur í janúar síðastliðnum. Bretar stöldruðu styst við, 4,7 nætur að meðaltali, en voru hins vegar duglegastir að nýta sér hótelgistingu. Lengst dvöldu Norðurlandabúar og íbúar Austur-Evrópu, eða tæpar 9 nætur. Hér ræður mestu í hvaða tilgangi íbúar ólíkra markaðssvæða eru komnir til landsins þar sem dvalarlengd er mjög breytileg eftir tilgangi ferðar. Þetta er meðal niðurstaðna úr nýrri landamærarannsókn Ferðamálstofu sem nálgast má í Mælaborði ferðaþjónustunnar.
Lesa meira
05.03.2018
Um níu af hverjum tíu landsmönnum telja ferðamenn auka fjölbreytileika mannlífsins og að ferðaþjónustan sé efnahagslega mikilvæg í heimabyggð. Þetta kemur fram í nýrri könnun á viðhorfum landsmanna til ferðaþjónustu og ferðafólks á Íslandi sem Rannsóknamiðstöð ferðamála hefur unnið.
Lesa meira