Fara í efni

Mikilvægar upplýsingar vegna nýrrar löggjafar

Mynd. Ragnar Th. Sigurðsson
Mynd. Ragnar Th. Sigurðsson

Ferðaþjónustuaðilum ætti í lok liðinnar viku að hafa borist tölvupóstur frá Ferðamálastofu með upplýsingum um nýja löggjöf á sviði ferðamála sem tekur gildi um áramót. Áríðandi er að forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja kynni sér efni bréfsins vel og komi því á framfæri við starfsfólk.

Nánari upplýsingar á vefnum 

Hér á vefnum er að finna frekari upplýsingar um nýja löggjöf sem nauðsynlegt er að skoða vel. Upplýsingum og frekara skýringarefni verður bætt á vefinn á næstu dögum og vikum og eru forsvarsmenn og starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækja hvött til að fylgjast vel með uppfærslum á vefnum.

Meðal efnis má benda á flæðirit sem auðveldar að skilgreina hvort starfsemi fellur undir lög nr. 95/2018 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun og annað sem auðveldar að skilgreina hvort sala þjónustu leiðir til samtengdrar ferðatilhögunar

Hér að neðan er hlekkur á bréfin send voru út.