Fréttir

Ítarlegri þekking á viðhorfi og atferli ferðamanna

Ástand ferðamannastaða, öryggisþættir og aðgengi eru þeir þættir sem ferðamenn eru ánægðastir með en mannfjöldi á ferðamannastöðum og ástand vega fær lökustu útkomuna. Almennt eru ferðamenn afar sáttir við heimsókn sína til landsins. Að meðaltali dvöldu gestir 9,3 nætur í ágúst en 5 nætur í nóvember. Íbúar frá meginlandi Evrópu eru þeir sem dvelja lengst á landinu og tæp 6% ferðamanna gistu í tjaldi eða húsbíl utan skipulagðra tjaldsvæða síðastliðið sumar.
Lesa meira

Endurbætt vefsjá fyrir kortagögn Ferðamálastofu

Ferðamálastofa heldur utan um ýmsar staðtengdar upplýsingar sem ætlað er að styðja við skipulagningu, stefnumótun og vöruþróun í ferðamálum. Gögnin er hægt að skoða saman á vefsjá en við hafa hafa nú verið tengd ný grunnkort sem gefa enn skemmtilegra sjónarhorn.
Lesa meira

Opið fyrir umsagnir um drög að landsáætlun um innviði

Drög að landsáætlun um það hvernig byggja eigi byggja upp helstu innviði til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum hefur verið sett fram til umsagnar á Samráðsgátt. Um er að ræða stefnumarkandi áætlun til tólf ára þar sem sett er fram sýn um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum svo vernda megi náttúru og menningarminjar fyrir álagi af völdum aukinnar umferðar ferðafólks.
Lesa meira

Dregur úr fjölgun vetrarferðamanna

Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll voru 147.600 í janúar síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 11.500 fleiri en í janúar á síðasta ári.
Lesa meira

Vinnustofa verkefnisstjóra áfangastaðaáætlana með Tom Buncle

Einn fremsti ráðgjafi heims á sviði uppbyggingar áfangastaða, Tom Buncle, aðstoðar nú íslenska ferðaþjónustu við gerð áfangastaðaáætlana. Tom var hér á landi mánudaginn 5. febrúar í tilefni af vinnustofu með verkefnisstjórum áfangastaðaáætlana. Vinna við áfangastaðaáætlanir á landsvísu gengur vel og verður áfangastaðaáætlunum frá öllum landshlutum skilað inn til Ferðamálastofu í vor.
Lesa meira

Styrkir vegna ferðamálasamstarfs Íslands, Færeyja og Grænlands

Við minnum á að nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Styrkirnar geta hentað bæði þeim sem hyggja á ferðalög á milli landanna eða eru að vinna að einhverju ferðaþjónustutengdu verkefni.
Lesa meira