Fréttir

13% fjölgun erlendra farþega í maí

Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll í maí síðastliðnum voru um 165 þúsund talsins samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 19.200 fleiri en í maí á síðasta ári. Fjölgunin nemur 13,2% á milli ára, sem er meiri hlutfallsleg aukning en aðra mánuði ársins. Sé litið til tímabilsins frá áramótum, eða janúar-maí, dregur úr aukningu í samanburði við fyrri ár.
Lesa meira

Hvert fóru ferðamenn og hvað gerðu þeir?

Niðurstöður fleiri spurninga úr landamærarannsókn Ferðamálastofu eru nú orðnar aðgengilegar í Mælaborði ferðaþjónustunnar. Meðal þess sem bæst hefur við er hvaða landshlutar og staðir voru heimsóttir og nú er t.d. í fyrsta sinn hægt að skoða hvernig heimsóknir í einstaka landshluta og staði þróast frá mánuði til mánaðar. Einnig hvernig bókunarferlinu var háttað, hvað hafði áhrif á ákvörðun um að heimsækja landið og hvaða afþreying var nýtt. Gagnasöfnun hófst í júlí og liggja niðurstöður fyrir til og með apríl síðastliðnum.
Lesa meira