01.08.2018
Talnabæklingur Ferðamálastofu, Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum, er jafnan mikið notaður. Í honum eru teknar saman og settar fram myndrænt og í texta, ýmsar tölulegar staðreyndir um íslenska ferðaþjónustu - upplýsingar sem handhægt er að geta haft aðgang að með einföldum hætti á einum stað. Nýjasta útgáfan er aðgengileg á vefnum okkar.
Lesa meira
10.07.2018
Ferðamálastofa hefur sent ábendingu til Samkeppniseftirlitsins um starfsemi bókunarsíðunnar booking.com. Telur Ferðamálastofa álitamál hvort skilmálar fyrirtækisins standist samkeppnislög þar sem þeir feli mögulega í sér íþyngjandi skilyrði fyrir viðskiptavini þess og hindri þar með eðlilega samkeppni. Í því ljósi bendir margt til að markaðshlutdeild booking.com hafi náð yfir 50% á umræddum markaði og á þeirri forsendu er líklegt að fyrirtækið teljist hafa markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Lesa meira
09.07.2018
Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í júní síðastliðnum voru tæplega 234 þúsund talsins samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um tólf þúsund fleiri en í júní á síðasta ári. Fjölgunin nemur 5,4% á milli ára sem er mun minni fjölgun en hefur mælst milli ára í júní síðastliðin ár.
Lesa meira
04.07.2018
Markaðsstofa Norðurlands hefur birt Áfangastaðaáætlun Norðurlands sem var unnin í samvinnu við Ferðamálastofu. Markmið verkefnisins var að greina stöðu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi og skerpa á framtíðarmarkmiðum, en í áætluninni má finna helstu forgangsverkefni í ferðaþjónustu á Norðurlandi næstu þrjú árin.
Lesa meira
02.07.2018
Nú hafa verið birt í Stjórnartíðindum tvenn ný lög á sviði ferðamála, en Alþingi samþykkti lögin á síðustu dögum þingsins í nýliðnum mánuði: Lög um Ferðamálastofu og lög um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Bæði lögin taka gildi 1. janúar 2019. Viðamestu breytingarnar snúa að aukinni neytendavernd og öryggismálum.
Lesa meira