Fréttir

Hjólum til framtíðar 2018 - Veljum fjölbreytta ferðamáta

Ferðamálastofa er meðal aðila sem koma að áttundu ráðstefnu Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna undir heitinu Hjólum til framtíðar. Ráðstefnan fer fram í dag í Félagsheimili Seltjarnarness og hefst kl. 10. Henni er streymt beint á netinu.
Lesa meira

Mælaborðið birtir lykilmælikvarða ferðaþjónustunnar

Í Mælaborði ferðaþjónustunnar er nú hægt að fylgjast með þróun þeirra lykilmælikvarða sem skilgreindir voru í Vegvísi í ferðaþjónustu og ætlað er að meta stöðu, árangur og ávinning greinarinnar. Tilgangurinn er, að með einföldum hætti sé hægt að fylgjast með hvernig þessir grundvallarþættir eru að þróast og auðvelda þannig ákvarðanatöku og markmiðasetningu.
Lesa meira

Áfangastaðaáætlanir kynntar - breytt dagsetning

Fresta þarf áður auglýstum fundi þann 11. október næstkomandi á Hótel Sögu þar sem til stóð að halda kynningu á áfangastaðaáætlunum. Ný dagsetning verður send út um leið og hún liggur fyrir.
Lesa meira

Áskorun um kröfulýsingu - Arctic Experience ehf.

Ferðaskrifstofuleyfi Arctic Experience ehf., kt. 570402-3740, Fjallalind 68, Kópavogi, hefur verið felld úr gildi þar sem ferðaskrifstofan hefur hætt starfsemi.
Lesa meira

Mikil fjölgun frá Bandaríkjunum í sumar en fjórðungs fækkun Þjóðverja

Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í ágúst síðastliðnum voru um 276 þúsund talsins samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða tæplega átta þúsund færri en í ágúst á síðasta ári. Færri brottfarir í ágúst milli ára má einkum rekja til Þjóðverja, Frakka, Kanadamanna og Breta sem fækkaði á bilinu 15-26%. Bandaríkjamenn voru langfjölmennastir í ágúst í ár og fjölgaði þeim verulega frá árinu áður eða um 23,8%.
Lesa meira