Fréttir

Aðgerðaáætlun mótuð eftir vinnufund

Þann 30. nóvember síðastliðinn hélt Höfuðborgarstofa vinnustofu með tæplega níutíu þátttakendum til að safna saman sjónarmiðum og hugmyndum um stöðu og framtíð ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Á næstu vikum verður unnin aðgerðaáætlun úr gögnunum sem komu úr fundinum.
Lesa meira

Laust starf hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála

Rannsóknamiðstöð ferðamála hefur auglýst starf sérfræðings við rannsóknir og verkefnastjórn á starfsstöð sinni í Reykjavík.
Lesa meira

Innviðir, náttúra og samfélag í brennidepli á Suðurlandi

Vinna við mótun framtíðarsýnar ferðaþjónustu á Suðurlandi er á góðu skriði. Samfélagsmál brenna á íbúum og hagaðilum á svæðinu sem vilja að við vinnuna sé hugað að málum sem snerta náttúru, samfélagið og ferðaþjónustu. Opnir fundir verða á Suðurlandi í janúar og febrúar, en þar geta áhugasamir haft áhrif á þessa vinnu.
Lesa meira

Áfangastaðaáætlanir á Norðurlandi - Stöðuskýrsla

Nýverið kom út stöðuskýrsla vegna áfangastaðaáætlana, eða DMP-verkefnisins, sem Markaðsstofa Norðurlands vinnur að, ásamt Ferðamálastofu, Selasetrinu á Hvammstanga og Þekkingarneti Þingeyinga. Í skýrslunni er farið yfir þá vinnu sem nú þegar er lokið, farið er yfir hvað er framundan í verkefninu og hverjar áherslur þess verða.
Lesa meira

Framtíðarsýn ferðamála á Vesturlandi mótuð

Niðurstöður opinna funda vegna áfangastaðaáætlunar á Vesturlandi, sem haldnir voru í nóvember síðastliðnum gefa til kynna að fólk sé almennt mjög ánægt með þá framþróun sem orðið hefur undanfarin ár í ferðaþjónustu á Vesturlandi, bæði varðandi fjölgun ferðamanna og aukið framboð á gistingu, afþreyingu og veitingum. Skýrt kom hins vegar fram að bæta þyrfti uppbyggingu og gæði innviða og grunngerðar sem lýtur að aðgengi, upplýsingum, öryggi og upplifun fólks, sem og þolmörkum náttúru og samfélags. Niðurstöður fundanna voru notaðar til að vinna grunn að framtíðarsýn ferðamála á Vesturlandi.
Lesa meira

2,2 milljónir erlendra farþega 2017

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 2.195.271 árið 2017 eða 427.545 fleiri en árið 2016 samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Aukning milli ára nemur 24,2%.
Lesa meira

135.200 brottfarir erlendra farþega í desember

Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi voru 135.200 talsins í desember síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 10.500 fleiri en í desember á síðasta ári.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Umsóknafrestur rennur út á miðnætti 20. febrúar. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru.
Lesa meira